Ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við áður en ég úreldist Kristján Már Unnarsson skrifar 24. nóvember 2019 08:15 Halla Ólafsdóttir, bóndi í Þórisholti og rekstrarstjóri veitingahússins Svörtu fjörunnar. Stöð 2/Einar Árnason. „Ég ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við aftur og ég geti tekið nokkur áður en ég úreldist,“ segir húsfreyjan í Þórisholti í Mýrdal, Halla Ólafsdóttir, og skellihlær. Fjallað er um mannlíf í Mýrdal, syðstu sveit landsins, í næsta þætti „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld, klukkan 19.10.Fjölskyldan í Garðakoti í Dyrhólahverfi. Vigfús Auðbertsson og Eva Dögg Þorsteinsdóttir og synirnir Auðunn Adam Vigfússon 14 ára og Bjarni Steinn Vigfússon 10 ára.Stöð 2/Einar Árnason.Í Mýrdal hefur hefðbundinn búskapur verið að víkja fyrir ferðaþjónustu og bændur byggt upp öflugan hótel- og veitingahúsarekstur. Náttúruperlur eins og Dyrhólaey og Reynisfjara draga að ferðamenn en einnig gamalt flugvélarflak. Mýrdælingar halda þó enn tryggð við kýr, kindur, grænmetisrækt og hlunnindabúskap.Guðni Einarsson, rófubóndi í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.„Maður þekkir varla orðið annan hvern mann,“ segir Guðni Einarsson, rófubóndi í Þórisholti, um samfélagsbreytinguna sem fylgt hefur ferðaþjónustunni, en þau Guðni og Halla stofnuðu ásamt fleiri bændum í Reynishverfi veitingahúsið Svörtu fjöruna.Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon á Brekkum í Mýrdal hættu kúabúskap til að byggja upp Hótel Dyrhólaey.Stöð 2/Einar Árnason.Bændurnir á Brekkum, þau Steinþór Vigfússon og Margrét Ebba Harðardóttir, segja frá því þegar þau hættu kúabúskap fyrir aldarfjórðungi og fóru alfarið yfir í ferðaþjónustu en þau eiga núna stærsta hótel Mýrdalshrepps, Hótel Dyrhólaey.Bændurnir í Vestri Pétursey, Hrönn Lárusdóttir og Bergur Elíasson, ásamt syninum Gunnþóri Bergssyni.Stöð 2/Einar Árnason.Í vinnustofunni Ey Collection í Dyrhólahverfi fá nágrannakonurnar Eva Dögg Þorsteinsdóttir í Garðakoti og Þorbjörg Kristjánsdóttir á Dyrhólum útrás fyrir sköpunargleðina við margskyns handverk.Gunnar Þormar Þorsteinsson og Þorbjörg Kristjánsdóttir búa á Dyrhólum en reka kúabú á Vatnsskarðshólum.Stöð 2/Einar Árnason.Við kynnumst einnig blönduðum búskap í Vestri-Pétursey, tjaldhóteli á Skeiðflöt, hittum oddvitann á Loðmundarstöðum, sem kominn er í geitabúskap, og heyrum mismunandi sjónarmið heimamanna um jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Hér má sjá brot úr þættinum: Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir „Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50 Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. 18. nóvember 2019 21:34 Ferðamenn flykkjast að gamla flugvélarflakinu Eigandinn segist farinn að svipast um eftir nýju flaki þar sem það gamla sé að grotna niður. 29. ágúst 2016 21:15 Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 20. nóvember 2019 14:15 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Ég ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við aftur og ég geti tekið nokkur áður en ég úreldist,“ segir húsfreyjan í Þórisholti í Mýrdal, Halla Ólafsdóttir, og skellihlær. Fjallað er um mannlíf í Mýrdal, syðstu sveit landsins, í næsta þætti „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld, klukkan 19.10.Fjölskyldan í Garðakoti í Dyrhólahverfi. Vigfús Auðbertsson og Eva Dögg Þorsteinsdóttir og synirnir Auðunn Adam Vigfússon 14 ára og Bjarni Steinn Vigfússon 10 ára.Stöð 2/Einar Árnason.Í Mýrdal hefur hefðbundinn búskapur verið að víkja fyrir ferðaþjónustu og bændur byggt upp öflugan hótel- og veitingahúsarekstur. Náttúruperlur eins og Dyrhólaey og Reynisfjara draga að ferðamenn en einnig gamalt flugvélarflak. Mýrdælingar halda þó enn tryggð við kýr, kindur, grænmetisrækt og hlunnindabúskap.Guðni Einarsson, rófubóndi í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.„Maður þekkir varla orðið annan hvern mann,“ segir Guðni Einarsson, rófubóndi í Þórisholti, um samfélagsbreytinguna sem fylgt hefur ferðaþjónustunni, en þau Guðni og Halla stofnuðu ásamt fleiri bændum í Reynishverfi veitingahúsið Svörtu fjöruna.Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon á Brekkum í Mýrdal hættu kúabúskap til að byggja upp Hótel Dyrhólaey.Stöð 2/Einar Árnason.Bændurnir á Brekkum, þau Steinþór Vigfússon og Margrét Ebba Harðardóttir, segja frá því þegar þau hættu kúabúskap fyrir aldarfjórðungi og fóru alfarið yfir í ferðaþjónustu en þau eiga núna stærsta hótel Mýrdalshrepps, Hótel Dyrhólaey.Bændurnir í Vestri Pétursey, Hrönn Lárusdóttir og Bergur Elíasson, ásamt syninum Gunnþóri Bergssyni.Stöð 2/Einar Árnason.Í vinnustofunni Ey Collection í Dyrhólahverfi fá nágrannakonurnar Eva Dögg Þorsteinsdóttir í Garðakoti og Þorbjörg Kristjánsdóttir á Dyrhólum útrás fyrir sköpunargleðina við margskyns handverk.Gunnar Þormar Þorsteinsson og Þorbjörg Kristjánsdóttir búa á Dyrhólum en reka kúabú á Vatnsskarðshólum.Stöð 2/Einar Árnason.Við kynnumst einnig blönduðum búskap í Vestri-Pétursey, tjaldhóteli á Skeiðflöt, hittum oddvitann á Loðmundarstöðum, sem kominn er í geitabúskap, og heyrum mismunandi sjónarmið heimamanna um jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Hér má sjá brot úr þættinum:
Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir „Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50 Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. 18. nóvember 2019 21:34 Ferðamenn flykkjast að gamla flugvélarflakinu Eigandinn segist farinn að svipast um eftir nýju flaki þar sem það gamla sé að grotna niður. 29. ágúst 2016 21:15 Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 20. nóvember 2019 14:15 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50
Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. 18. nóvember 2019 21:34
Ferðamenn flykkjast að gamla flugvélarflakinu Eigandinn segist farinn að svipast um eftir nýju flaki þar sem það gamla sé að grotna niður. 29. ágúst 2016 21:15
Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 20. nóvember 2019 14:15
Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48