Hildur Björg: Ekki búin að æfa alla vikuna Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 23. nóvember 2019 18:48 Hildur Björg í leik með KR fyrr á leiktíðinni. vísir/bára KR tapaði fyrir Keflavík í Keflavík í dag í þræljöfnum leik þar sem úrslitin voru ekki ljós fyrr en á seinustu mínútunni. Gestirnir frá Reykjavík áttu dapran seinni hálfleik þar sem að lítið gekk upp og því fór svo að þær töpuðu að lokum með átta stigum, 68-60. „Þetta var ekki okkar besti leikur í dag,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, miðherji KR, um frammistöðu síns liðs. Hún gaf þó Keflavík það að þær hafi verið baráttuglaðari og átt skilið að vinna þennan leik. „Ekki alveg nógu sátt með okkar frammistöðu.“ Hildur Björg var ekki upp á sitt besta í leiknum í dag og virtist ekki geta fundið körfuna sérstaklega í seinni hálfleik þrátt fyrir góðar hreyfingar í teignum. „Ég ætla ekki að afsaka neitt, þetta eru hreyfingar sem að ég á að klára. Ekki búin að æfa alla vikuna, hef verið að jafna mig eftir langa síðustu viku og erfitt ferðalag,“ segir hún og vísar þar í landsliðsverkefnið hennar sem var að enda. Hún spilaði með landsliðinu úti í Grikklandi og er augljóslega ekki enn alveg búin að jafna sig. Aðrar landsliðskonur hafa líka átt slaka leiki til að byrja með og sem dæmi gat Lovísa Björt, annar miðherji í landsliðinu, aðeins skorað tvö stig í leiknum sínum í gær. „Er búin að heyra í nokkrum landsliðsstelpum, þetta hefur verið mjög erfitt. Við erum smátt og smátt að koma aftur til baka.“ KR hefur núna tapað tveimur leikjum af átta en eru enn í öðru sætinu í Dominosdeild kvenna. „Stundum á maður slæma leiki. Þurfum ekkert að vera æsa okkur of mikið yfir einum leiki og setja allt í panikk hérna,“ segir Hildur Björg og minnist á að stutt er í næsta leik. „Þurfum að mæta tilbúnar á miðvikudag móti Breiðablik, pússa okkur betur saman.“ Liðið úr Vesturbæ Reykjavíkur fær þá Breiðablik í heimsókn til sín næsta miðvikudagskvöld (27. nóvember) kl.19:15. Hildur Björg mun vonandi sýna sitt rétta andlit þar. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 78-70 | Öflugur sigur Keflavíkur Keflavík með sterkan sigur er tvö ef bestu liðum landsins mættust í Keflavík. 23. nóvember 2019 17:30 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
KR tapaði fyrir Keflavík í Keflavík í dag í þræljöfnum leik þar sem úrslitin voru ekki ljós fyrr en á seinustu mínútunni. Gestirnir frá Reykjavík áttu dapran seinni hálfleik þar sem að lítið gekk upp og því fór svo að þær töpuðu að lokum með átta stigum, 68-60. „Þetta var ekki okkar besti leikur í dag,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, miðherji KR, um frammistöðu síns liðs. Hún gaf þó Keflavík það að þær hafi verið baráttuglaðari og átt skilið að vinna þennan leik. „Ekki alveg nógu sátt með okkar frammistöðu.“ Hildur Björg var ekki upp á sitt besta í leiknum í dag og virtist ekki geta fundið körfuna sérstaklega í seinni hálfleik þrátt fyrir góðar hreyfingar í teignum. „Ég ætla ekki að afsaka neitt, þetta eru hreyfingar sem að ég á að klára. Ekki búin að æfa alla vikuna, hef verið að jafna mig eftir langa síðustu viku og erfitt ferðalag,“ segir hún og vísar þar í landsliðsverkefnið hennar sem var að enda. Hún spilaði með landsliðinu úti í Grikklandi og er augljóslega ekki enn alveg búin að jafna sig. Aðrar landsliðskonur hafa líka átt slaka leiki til að byrja með og sem dæmi gat Lovísa Björt, annar miðherji í landsliðinu, aðeins skorað tvö stig í leiknum sínum í gær. „Er búin að heyra í nokkrum landsliðsstelpum, þetta hefur verið mjög erfitt. Við erum smátt og smátt að koma aftur til baka.“ KR hefur núna tapað tveimur leikjum af átta en eru enn í öðru sætinu í Dominosdeild kvenna. „Stundum á maður slæma leiki. Þurfum ekkert að vera æsa okkur of mikið yfir einum leiki og setja allt í panikk hérna,“ segir Hildur Björg og minnist á að stutt er í næsta leik. „Þurfum að mæta tilbúnar á miðvikudag móti Breiðablik, pússa okkur betur saman.“ Liðið úr Vesturbæ Reykjavíkur fær þá Breiðablik í heimsókn til sín næsta miðvikudagskvöld (27. nóvember) kl.19:15. Hildur Björg mun vonandi sýna sitt rétta andlit þar.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 78-70 | Öflugur sigur Keflavíkur Keflavík með sterkan sigur er tvö ef bestu liðum landsins mættust í Keflavík. 23. nóvember 2019 17:30 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - KR 78-70 | Öflugur sigur Keflavíkur Keflavík með sterkan sigur er tvö ef bestu liðum landsins mættust í Keflavík. 23. nóvember 2019 17:30
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik