„Lygi sem er sögð milljón sinnum verður staðreynd“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 10:00 Fjölmiðlakonan Maria Ressa var stödd hér á landi í tengslum við heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu. Vísir/Friðrik Þór Upplýsingaóreiða hefur aldrei verið meiri í heiminum og staða sjálfstæðra fjölmiðla aldrei verri. Þetta segir Maria Ressa, reynd blaðakona frá Filippseyjum, en hún sætir ákærum í heimalandinu sem geta varðað allt að 63 ára fangelsi. Maria Ressa starfaði lengi sem rannsóknarblaðamaður hjá CNN en hún ásamt fleirum stofnaði vefmiðilinn Rappler fyrir nokkrum árum. Hún er einn virtasti fjölmiðlamaður Filippseyja en Rappler er nú einn af stærstu fjölmiðlum landsins sem leggur áherslu á baráttuna gegn falsfréttum. „Lygi sem er sögð milljón sinnum verður staðreynd. Ef við höfum ekki staðreyndir getum við ekki haft sannleika. Án sannleika getum við ekki haft traust. Án þessara þriggja atriða er lýðræðið eins og við þekkjum það dautt,“ segir Ressa í samtali við fréttastofu. Þessi hætta eigi ekki aðeins við á Filippseyjum, heldur einnig á Íslandi og um allan heim. „Vandamálið í þessu nýja upplýsingavistkerfi, þegar tæknin afsalar sér ábyrgðinni, er að þeir sem segja sannleikann, sjálfstæðir fjölmiðlar, eru mun varnarlausari nú en nokkru sinni fyrr.“ Þetta þekkir hún af eigin skinni en frá því í janúar í fyrra hefur ríkisstjórn Rodrigo Dutere höfðað alls ellefu mál á hendur henni og Rappler. „Lögfræðingurinn okkar, Amal Clooney, komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti farið í fangelsi í 63 ár ef ég tapa öllum þessum málum,“ segir Ressa. Hún segir að ákærurnar megir meðal annars rekja til vanþóknunar stjórnvalda á umfjöllun Rappler um stríð Duterte gegn fíkniefnum og þau mannréttabrot sem framin hafa verið af hálfu stjórnvalda. „Það er augljóst að þetta er gert til að hrella okkur, kúga okkur til að þegja.“ Þá hefur henni margoft verið hótað lífláti, nauðgun og barsmíðum. „Það hefur verið brotið á réttindum mínum og ég krefst þess að réttarríkið færi mér aftur þessa vernd,“ segir Ressa. Viðtal við hana í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Filippseyjar Fjölmiðlar Mannréttindi Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Upplýsingaóreiða hefur aldrei verið meiri í heiminum og staða sjálfstæðra fjölmiðla aldrei verri. Þetta segir Maria Ressa, reynd blaðakona frá Filippseyjum, en hún sætir ákærum í heimalandinu sem geta varðað allt að 63 ára fangelsi. Maria Ressa starfaði lengi sem rannsóknarblaðamaður hjá CNN en hún ásamt fleirum stofnaði vefmiðilinn Rappler fyrir nokkrum árum. Hún er einn virtasti fjölmiðlamaður Filippseyja en Rappler er nú einn af stærstu fjölmiðlum landsins sem leggur áherslu á baráttuna gegn falsfréttum. „Lygi sem er sögð milljón sinnum verður staðreynd. Ef við höfum ekki staðreyndir getum við ekki haft sannleika. Án sannleika getum við ekki haft traust. Án þessara þriggja atriða er lýðræðið eins og við þekkjum það dautt,“ segir Ressa í samtali við fréttastofu. Þessi hætta eigi ekki aðeins við á Filippseyjum, heldur einnig á Íslandi og um allan heim. „Vandamálið í þessu nýja upplýsingavistkerfi, þegar tæknin afsalar sér ábyrgðinni, er að þeir sem segja sannleikann, sjálfstæðir fjölmiðlar, eru mun varnarlausari nú en nokkru sinni fyrr.“ Þetta þekkir hún af eigin skinni en frá því í janúar í fyrra hefur ríkisstjórn Rodrigo Dutere höfðað alls ellefu mál á hendur henni og Rappler. „Lögfræðingurinn okkar, Amal Clooney, komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti farið í fangelsi í 63 ár ef ég tapa öllum þessum málum,“ segir Ressa. Hún segir að ákærurnar megir meðal annars rekja til vanþóknunar stjórnvalda á umfjöllun Rappler um stríð Duterte gegn fíkniefnum og þau mannréttabrot sem framin hafa verið af hálfu stjórnvalda. „Það er augljóst að þetta er gert til að hrella okkur, kúga okkur til að þegja.“ Þá hefur henni margoft verið hótað lífláti, nauðgun og barsmíðum. „Það hefur verið brotið á réttindum mínum og ég krefst þess að réttarríkið færi mér aftur þessa vernd,“ segir Ressa. Viðtal við hana í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Filippseyjar Fjölmiðlar Mannréttindi Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira