Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Jón Steindór segir sáttameðferð við skilnað getta oft verið tilgangslausa nauðung. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Átta þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um hraðari málsmeðferð hjónaskilnaða og bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis. Í vikunni gaf Þjóðskrá út tölur yfir hjónavígslur og skilnaði á árinu. Vígslurnar voru alls 3.150 og skilnaðir 1.099, eða um 35 prósent. Ofbeldi í samböndum er algeng ástæða fyrir skilnaði. Í rannsókn frá árinu 2008 kom í ljós að 20 prósent kvenna sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka á lífsleiðinni. Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir að núverandi hjúskaparlöggjöf sé tafsöm og ekki til þess fallin að hjálpa þolendum. Í tillögunni eru nefnd nokkur atriði sem þyrfti að kanna og breyta. Þá vanti einnig mannafla til að mál af þessu tagi geti gengið hraðar fyrir sig í kerfinu. Jón Steindór hefur áður lagt fram frumvarp um bætt réttindi fyrir þolendur við hjónaskilnað. „Nú virkar kerfið þannig að sá sem beitir ofbeldinu þarf að játa það, jafnvel þó að hann hafi hlotið dóm,“ segir hann og telur að ferlið sjálft geti verið kúgunartæki. „Þegar um er að ræða ofbeldissambönd, líkamleg eða andleg, þá hættir ofbeldið ekki þegar þolandi reynir að losna undan því með skilnaði. Gerendur halda tökunum á þolanda með því að tefja og nýta alla möguleika til þess.“ Skilyrði um sáttaumleitanir eru nú í lögum en Jón Steindór telur að báðir aðilar verði að vera sammála um að reyna þær leiðir. Nauðung sé fyrir þolendur að taka þátt í þessu og oft tilgangslaust. Sáttameðferð og sáttavottorð eru annaðhvort gefin út af trúfélögum eða sýslumönnum. Árið 2011 undirritaði Ísland Istanbúlsamning Evrópuráðsins um forvarnir gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi og var hann fullgiltur á síðasta ári. Í honum er bann lagt við skyldubundinni málsmeðferð, svo sem sáttameðferðum. Í þingsályktunartillögu þingmannanna átta er einnig lagt til að gjafsóknarskilyrði verði rýmkuð. Samkvæmt Jóni Steindóri er það vegna þess að fólk sem stendur í skilnaði sé í millibilsástandi og oft ekki aflögufært. Sérstaklega á þetta við um þolendur heimilisofbeldis, sem séu í mörgum tilvikum konur sem eiga engan annan kost en að flýja í Kvennaathvarfið. „Grunnhugsunin er sú að fólk gangi í hjónaband af fúsum og frjálsum vilja og ef fólk vill slíta hjúskap á að leggja sem fæsta steina í þá götu,“ segir hann og segist jafnframt eiga von á breiðum stuðningi í þinginu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Átta þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um hraðari málsmeðferð hjónaskilnaða og bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis. Í vikunni gaf Þjóðskrá út tölur yfir hjónavígslur og skilnaði á árinu. Vígslurnar voru alls 3.150 og skilnaðir 1.099, eða um 35 prósent. Ofbeldi í samböndum er algeng ástæða fyrir skilnaði. Í rannsókn frá árinu 2008 kom í ljós að 20 prósent kvenna sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka á lífsleiðinni. Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir að núverandi hjúskaparlöggjöf sé tafsöm og ekki til þess fallin að hjálpa þolendum. Í tillögunni eru nefnd nokkur atriði sem þyrfti að kanna og breyta. Þá vanti einnig mannafla til að mál af þessu tagi geti gengið hraðar fyrir sig í kerfinu. Jón Steindór hefur áður lagt fram frumvarp um bætt réttindi fyrir þolendur við hjónaskilnað. „Nú virkar kerfið þannig að sá sem beitir ofbeldinu þarf að játa það, jafnvel þó að hann hafi hlotið dóm,“ segir hann og telur að ferlið sjálft geti verið kúgunartæki. „Þegar um er að ræða ofbeldissambönd, líkamleg eða andleg, þá hættir ofbeldið ekki þegar þolandi reynir að losna undan því með skilnaði. Gerendur halda tökunum á þolanda með því að tefja og nýta alla möguleika til þess.“ Skilyrði um sáttaumleitanir eru nú í lögum en Jón Steindór telur að báðir aðilar verði að vera sammála um að reyna þær leiðir. Nauðung sé fyrir þolendur að taka þátt í þessu og oft tilgangslaust. Sáttameðferð og sáttavottorð eru annaðhvort gefin út af trúfélögum eða sýslumönnum. Árið 2011 undirritaði Ísland Istanbúlsamning Evrópuráðsins um forvarnir gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi og var hann fullgiltur á síðasta ári. Í honum er bann lagt við skyldubundinni málsmeðferð, svo sem sáttameðferðum. Í þingsályktunartillögu þingmannanna átta er einnig lagt til að gjafsóknarskilyrði verði rýmkuð. Samkvæmt Jóni Steindóri er það vegna þess að fólk sem stendur í skilnaði sé í millibilsástandi og oft ekki aflögufært. Sérstaklega á þetta við um þolendur heimilisofbeldis, sem séu í mörgum tilvikum konur sem eiga engan annan kost en að flýja í Kvennaathvarfið. „Grunnhugsunin er sú að fólk gangi í hjónaband af fúsum og frjálsum vilja og ef fólk vill slíta hjúskap á að leggja sem fæsta steina í þá götu,“ segir hann og segist jafnframt eiga von á breiðum stuðningi í þinginu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent