Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Jón Steindór segir sáttameðferð við skilnað getta oft verið tilgangslausa nauðung. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Átta þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um hraðari málsmeðferð hjónaskilnaða og bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis. Í vikunni gaf Þjóðskrá út tölur yfir hjónavígslur og skilnaði á árinu. Vígslurnar voru alls 3.150 og skilnaðir 1.099, eða um 35 prósent. Ofbeldi í samböndum er algeng ástæða fyrir skilnaði. Í rannsókn frá árinu 2008 kom í ljós að 20 prósent kvenna sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka á lífsleiðinni. Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir að núverandi hjúskaparlöggjöf sé tafsöm og ekki til þess fallin að hjálpa þolendum. Í tillögunni eru nefnd nokkur atriði sem þyrfti að kanna og breyta. Þá vanti einnig mannafla til að mál af þessu tagi geti gengið hraðar fyrir sig í kerfinu. Jón Steindór hefur áður lagt fram frumvarp um bætt réttindi fyrir þolendur við hjónaskilnað. „Nú virkar kerfið þannig að sá sem beitir ofbeldinu þarf að játa það, jafnvel þó að hann hafi hlotið dóm,“ segir hann og telur að ferlið sjálft geti verið kúgunartæki. „Þegar um er að ræða ofbeldissambönd, líkamleg eða andleg, þá hættir ofbeldið ekki þegar þolandi reynir að losna undan því með skilnaði. Gerendur halda tökunum á þolanda með því að tefja og nýta alla möguleika til þess.“ Skilyrði um sáttaumleitanir eru nú í lögum en Jón Steindór telur að báðir aðilar verði að vera sammála um að reyna þær leiðir. Nauðung sé fyrir þolendur að taka þátt í þessu og oft tilgangslaust. Sáttameðferð og sáttavottorð eru annaðhvort gefin út af trúfélögum eða sýslumönnum. Árið 2011 undirritaði Ísland Istanbúlsamning Evrópuráðsins um forvarnir gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi og var hann fullgiltur á síðasta ári. Í honum er bann lagt við skyldubundinni málsmeðferð, svo sem sáttameðferðum. Í þingsályktunartillögu þingmannanna átta er einnig lagt til að gjafsóknarskilyrði verði rýmkuð. Samkvæmt Jóni Steindóri er það vegna þess að fólk sem stendur í skilnaði sé í millibilsástandi og oft ekki aflögufært. Sérstaklega á þetta við um þolendur heimilisofbeldis, sem séu í mörgum tilvikum konur sem eiga engan annan kost en að flýja í Kvennaathvarfið. „Grunnhugsunin er sú að fólk gangi í hjónaband af fúsum og frjálsum vilja og ef fólk vill slíta hjúskap á að leggja sem fæsta steina í þá götu,“ segir hann og segist jafnframt eiga von á breiðum stuðningi í þinginu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Sjá meira
Átta þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um hraðari málsmeðferð hjónaskilnaða og bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis. Í vikunni gaf Þjóðskrá út tölur yfir hjónavígslur og skilnaði á árinu. Vígslurnar voru alls 3.150 og skilnaðir 1.099, eða um 35 prósent. Ofbeldi í samböndum er algeng ástæða fyrir skilnaði. Í rannsókn frá árinu 2008 kom í ljós að 20 prósent kvenna sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka á lífsleiðinni. Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir að núverandi hjúskaparlöggjöf sé tafsöm og ekki til þess fallin að hjálpa þolendum. Í tillögunni eru nefnd nokkur atriði sem þyrfti að kanna og breyta. Þá vanti einnig mannafla til að mál af þessu tagi geti gengið hraðar fyrir sig í kerfinu. Jón Steindór hefur áður lagt fram frumvarp um bætt réttindi fyrir þolendur við hjónaskilnað. „Nú virkar kerfið þannig að sá sem beitir ofbeldinu þarf að játa það, jafnvel þó að hann hafi hlotið dóm,“ segir hann og telur að ferlið sjálft geti verið kúgunartæki. „Þegar um er að ræða ofbeldissambönd, líkamleg eða andleg, þá hættir ofbeldið ekki þegar þolandi reynir að losna undan því með skilnaði. Gerendur halda tökunum á þolanda með því að tefja og nýta alla möguleika til þess.“ Skilyrði um sáttaumleitanir eru nú í lögum en Jón Steindór telur að báðir aðilar verði að vera sammála um að reyna þær leiðir. Nauðung sé fyrir þolendur að taka þátt í þessu og oft tilgangslaust. Sáttameðferð og sáttavottorð eru annaðhvort gefin út af trúfélögum eða sýslumönnum. Árið 2011 undirritaði Ísland Istanbúlsamning Evrópuráðsins um forvarnir gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi og var hann fullgiltur á síðasta ári. Í honum er bann lagt við skyldubundinni málsmeðferð, svo sem sáttameðferðum. Í þingsályktunartillögu þingmannanna átta er einnig lagt til að gjafsóknarskilyrði verði rýmkuð. Samkvæmt Jóni Steindóri er það vegna þess að fólk sem stendur í skilnaði sé í millibilsástandi og oft ekki aflögufært. Sérstaklega á þetta við um þolendur heimilisofbeldis, sem séu í mörgum tilvikum konur sem eiga engan annan kost en að flýja í Kvennaathvarfið. „Grunnhugsunin er sú að fólk gangi í hjónaband af fúsum og frjálsum vilja og ef fólk vill slíta hjúskap á að leggja sem fæsta steina í þá götu,“ segir hann og segist jafnframt eiga von á breiðum stuðningi í þinginu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Sjá meira