Sportpakkinn: Stórleikur vestur í bæ og tvö lið í vandræðum mætast í Grindavík Arnar Björnsson skrifar 21. nóvember 2019 17:30 Jakob og félagar í KR taka á móti Njarðvík. vísir/bára Þrír leikir fara fram í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Þeir hefjast allir klukkan 19:15. Leikur KR og Njarðvíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR varð fyrsta liðið til að vinna efsta lið deildarinnar, Keflavík, á föstudaginn. Frábær seinni hálfleikur skilaði sigrinum á geysisterku liði Keflavíkur sem skoraði aðeins sex stig í þriðja leikhlutanum. Annað Suðurnesjalið bíður KR-inga í kvöld en Njarðvík mætir í DHL-höllina. Njarðvík vann ÍR í 1. umferðinni en tapaði síðan fjórum leikjum í röð, gegn Tindastóli, Keflavík, Grindavík og Stjörnunni. Tveir sigrar í röð hafa snúið taflinu við og sigrarnir á Val og Þór Akureyri hafa verið sannfærandi. KR getur með sigri náð Keflavík og Stjörnunni að stigum. Tindastóll getur einnig komist í þennan hóp með sigri á Fjölni þegar liðin takast á í Grafarvoginum í kvöld. Tindastóll tapaði tveimur af fjórum fyrstu leikjunum en hefur unnið þrjá síðustu leiki. Fjölnir hefur aðeins unnið einn leik, gegn Þór á Akureyri í 2. umferðinni. Þrátt fyrir 5 tapleiki í röð hafa Fjölnismenn veitt mótherjunum harða keppni. Srdan Stojanovic skoraði 30 stig í síðasta leik, tólf stiga tapi fyrir ÍR. Hann er með 23,4 stig að meðaltali og Viktor Lee Moses 21,4 stig í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað. Þeir þurfa að skila sínu til að halda í við spræka Stóla. Athyglisverðasti leikur kvöldsins verður í Grindavík þegar Valsmenn koma í heimsókn. Grindavík hefur aðeins unnið tvo leiki, gegn Njarðvík og Fjölni, en Grindvíkingar hafa sannarlega átt tækifæri í nokkrum af tapleikjunum fimm. Þeir urðu fyrir áfalli þegar Dagur Kár Jónsson meiddist og ljóst að hann spilar ekki fjóra síðustu leiki liðsins á árinu. Meðaltal hans í vetur er 12,4 stig, þrjú fráköst og sex stoðsendingar. Nú reynir á samstöðuna og aðrir leikmenn þurfa að axla meiri ábyrgð. Jamal Olasawere er stigahæstur og frákastahæstur í Grindavíkurliðinu með 23,8 stig að meðaltali og 10,8 fráköst. Eftir fína byrjun hefur Valur tapað þremur leikjum í röð en voru í dauðafæri að vinna Stjörnuna í síðasta leik. Frank Aron Booker eflist með hverjum leik og kunnátta Pavels Ermolinskij ætti að skipta miklu máli í næstu leikjum. Tölfræði hans í leikjum vetrarins; 12,9 stig, 10,9 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Áttundu umferðinni lýkur annað kvöld þegar Þór Þorlákshöfn mætir ÍR og Haukar keppa við Keflavík, sá leikur verður sýndur á Stöð 2 Sport og Domino's Körfuboltakvöld fylgir síðan í kjölfarið.Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur vestur í bæ Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Þrír leikir fara fram í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Þeir hefjast allir klukkan 19:15. Leikur KR og Njarðvíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR varð fyrsta liðið til að vinna efsta lið deildarinnar, Keflavík, á föstudaginn. Frábær seinni hálfleikur skilaði sigrinum á geysisterku liði Keflavíkur sem skoraði aðeins sex stig í þriðja leikhlutanum. Annað Suðurnesjalið bíður KR-inga í kvöld en Njarðvík mætir í DHL-höllina. Njarðvík vann ÍR í 1. umferðinni en tapaði síðan fjórum leikjum í röð, gegn Tindastóli, Keflavík, Grindavík og Stjörnunni. Tveir sigrar í röð hafa snúið taflinu við og sigrarnir á Val og Þór Akureyri hafa verið sannfærandi. KR getur með sigri náð Keflavík og Stjörnunni að stigum. Tindastóll getur einnig komist í þennan hóp með sigri á Fjölni þegar liðin takast á í Grafarvoginum í kvöld. Tindastóll tapaði tveimur af fjórum fyrstu leikjunum en hefur unnið þrjá síðustu leiki. Fjölnir hefur aðeins unnið einn leik, gegn Þór á Akureyri í 2. umferðinni. Þrátt fyrir 5 tapleiki í röð hafa Fjölnismenn veitt mótherjunum harða keppni. Srdan Stojanovic skoraði 30 stig í síðasta leik, tólf stiga tapi fyrir ÍR. Hann er með 23,4 stig að meðaltali og Viktor Lee Moses 21,4 stig í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað. Þeir þurfa að skila sínu til að halda í við spræka Stóla. Athyglisverðasti leikur kvöldsins verður í Grindavík þegar Valsmenn koma í heimsókn. Grindavík hefur aðeins unnið tvo leiki, gegn Njarðvík og Fjölni, en Grindvíkingar hafa sannarlega átt tækifæri í nokkrum af tapleikjunum fimm. Þeir urðu fyrir áfalli þegar Dagur Kár Jónsson meiddist og ljóst að hann spilar ekki fjóra síðustu leiki liðsins á árinu. Meðaltal hans í vetur er 12,4 stig, þrjú fráköst og sex stoðsendingar. Nú reynir á samstöðuna og aðrir leikmenn þurfa að axla meiri ábyrgð. Jamal Olasawere er stigahæstur og frákastahæstur í Grindavíkurliðinu með 23,8 stig að meðaltali og 10,8 fráköst. Eftir fína byrjun hefur Valur tapað þremur leikjum í röð en voru í dauðafæri að vinna Stjörnuna í síðasta leik. Frank Aron Booker eflist með hverjum leik og kunnátta Pavels Ermolinskij ætti að skipta miklu máli í næstu leikjum. Tölfræði hans í leikjum vetrarins; 12,9 stig, 10,9 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Áttundu umferðinni lýkur annað kvöld þegar Þór Þorlákshöfn mætir ÍR og Haukar keppa við Keflavík, sá leikur verður sýndur á Stöð 2 Sport og Domino's Körfuboltakvöld fylgir síðan í kjölfarið.Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur vestur í bæ
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira