Skikka Boeing til endurhönnunar eftir að kona sogaðist út úr flugvél og lést Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 23:31 Nauðlenda þurfti vélinni í Fíladelfíu þegar þotuhreyfillinn sprakk. Vísir/epa Bandaríska flugslysanefndin, NTSB, hefur lagt það til við flugvélaframleiðandann Boeing að hann ráðist í endurhönnun á tiltekinni tegund 737-flugvéla sinna í kjölfar banaslyss sem varð í fyrra. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu nefndarinnar. Slysið varð í apríl í fyrra þegar sprenging varð í hreyfli flugvélar flugfélagsins Southwest Airlines á leið frá New York til Dallas í Bandaríkjunum. Við það kom gat á vélina, sem var af gerðinni Boeing 737 NG, og bandarísk kona, Jennifer Riordan, hálfsogaðist út um gatið og lést. Fram hefur komið að farþegar vélarinnar hafi náð að halda í hana og toga hana aftur inn.Sjá einnig: „Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“Jennifer Riordan.Mynd/United Way of Central New MexicoRannsóknarskýrsla flugslysanefndarinnar var gefin út í gær. Þar segir að líklega hafi blað í hreyflinum losnað og við það hafi læsingarbúnaður skotist út úr mótorhlíf utan um hreyfilinn, skollið á flugvélinni og brotið glugga – gluggann sem Riordan sat við. Þegar glugginn brotnaði féll þrýstingur skyndilega í farþegarýminu, með fyrrgreindum afleiðingum. Í ljósi þessa beinir flugslysanefndin því til Boeing að endurhanna mótorhlífar allra flugvéla sinna af gerðinni Boeing 737 NG. Þannig eigi að tryggja burðarþol hlífanna, sem umlykja hreyflana, og minnka líkur á því að slys verði þegar blað losnar úr hreyfli. Þess er krafist að Boeing innleiði þessar breytingar í hönnun á nýjum 737 NG-vélum. Þá verður Boeing einnig gert að skipta út mótorhlífum eldri véla af sömu gerð. Sérstaklega er tekið fram í fréttum um skýrsluna vestanhafs að tilmæli nefndarinnar nái ekki til 737 Max-flugvéla Boeing, sem voru kyrrsettar um allan heim í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Greint var frá því í október að Icelandair geri ekki ráð fyrir því að Max-vélarnar verði teknar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar á næsta ári. Í yfirlýsingu frá Boeing vegna skýrslunnar segir að umræddar flugvélar séu þegar öruggar. Til að koma til móts við tilmæli flugslysanefndarinnar sé þó unnið að „hönnunarumbótum“. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15 „Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“ Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu flugfélagsins Southwest Airlines þegar hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. 18. apríl 2018 07:44 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Bandaríska flugslysanefndin, NTSB, hefur lagt það til við flugvélaframleiðandann Boeing að hann ráðist í endurhönnun á tiltekinni tegund 737-flugvéla sinna í kjölfar banaslyss sem varð í fyrra. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu nefndarinnar. Slysið varð í apríl í fyrra þegar sprenging varð í hreyfli flugvélar flugfélagsins Southwest Airlines á leið frá New York til Dallas í Bandaríkjunum. Við það kom gat á vélina, sem var af gerðinni Boeing 737 NG, og bandarísk kona, Jennifer Riordan, hálfsogaðist út um gatið og lést. Fram hefur komið að farþegar vélarinnar hafi náð að halda í hana og toga hana aftur inn.Sjá einnig: „Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“Jennifer Riordan.Mynd/United Way of Central New MexicoRannsóknarskýrsla flugslysanefndarinnar var gefin út í gær. Þar segir að líklega hafi blað í hreyflinum losnað og við það hafi læsingarbúnaður skotist út úr mótorhlíf utan um hreyfilinn, skollið á flugvélinni og brotið glugga – gluggann sem Riordan sat við. Þegar glugginn brotnaði féll þrýstingur skyndilega í farþegarýminu, með fyrrgreindum afleiðingum. Í ljósi þessa beinir flugslysanefndin því til Boeing að endurhanna mótorhlífar allra flugvéla sinna af gerðinni Boeing 737 NG. Þannig eigi að tryggja burðarþol hlífanna, sem umlykja hreyflana, og minnka líkur á því að slys verði þegar blað losnar úr hreyfli. Þess er krafist að Boeing innleiði þessar breytingar í hönnun á nýjum 737 NG-vélum. Þá verður Boeing einnig gert að skipta út mótorhlífum eldri véla af sömu gerð. Sérstaklega er tekið fram í fréttum um skýrsluna vestanhafs að tilmæli nefndarinnar nái ekki til 737 Max-flugvéla Boeing, sem voru kyrrsettar um allan heim í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Greint var frá því í október að Icelandair geri ekki ráð fyrir því að Max-vélarnar verði teknar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar á næsta ári. Í yfirlýsingu frá Boeing vegna skýrslunnar segir að umræddar flugvélar séu þegar öruggar. Til að koma til móts við tilmæli flugslysanefndarinnar sé þó unnið að „hönnunarumbótum“.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15 „Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“ Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu flugfélagsins Southwest Airlines þegar hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. 18. apríl 2018 07:44 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15
„Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“ Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu flugfélagsins Southwest Airlines þegar hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. 18. apríl 2018 07:44
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent