Myndefni sýnir lögreglu bjarga átta ára stúlku frá mannræningja Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 21:03 Skjáskot úr upptökum af björgunaraðgerðum lögreglu sem dómstóll birti í gær. Lögreglumaður sést koma stúlkunni í öruggt skjól lengst til vinstri á mynd. Mynd/Skjáskot Dómstóll í Texas-ríki í Bandaríkjunum birti í gær myndefni sem sýnir fjölmennt lögreglulið bjarga ungri stúlku sem var rænt í maí síðastliðnum. Stúlkunni, hinni átta ára Salem Sabatka, var rænt um hábjartan dag þann 18. maí síðastliðinn þar sem hún var á gangi með móður sinni í borginni Fort Worth í Texas. Hinn 51 árs Michael Webb var í síðustu viku dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mannránið.Michael Webb var dæmdur í lífstíðarfangelsi í síðustu viku fyrir að hafa rænt stúlkunni.Vísir/ApUpptökur úr öryggismyndavélum og myndavélum lögreglumanna sem birtar voru í gær varpa ljósi á björgunaraðgerðir lögreglu. Stúlkan fannst strax daginn eftir að henni var rænt. Í myndböndunum sjást lögreglumenn brjóta niður hurð á hótelberbergi í Fort Worth, þar sem þeir töldu Webb halda til með stúlkunni. Því næst sjást þeir ryðjast inn í herbergið og skömmu síðar er Webb, kviknöktum, ýtt fram á gang þar sem hann er yfirbugaður. Þá má einnig sjá og heyra þegar lögreglumaður finnur stúlkuna í herberginu, þar sem hún hafði falið sig í þvottakörfu, og hleypur með hana út. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að þetta hafi verið í annað sinn sem lögregla leitaði í herbergi Webbs. Þá láðist lögreglumönnum að finna stúlkuna í þvottakörfunni. Webb játaði í yfirheyrslu hjá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, að hafa rænt stúlkunni. Þá játaði hann einnig að hafa hótað henni þegar hann heyrði í lögreglumönnum fyrir utan herbergið. Webb var að endingu ákærður fyrir kynferðisbrot og mannrán. Hann var sakfelldur í málinu í september og að endingu dæmdur í lífstíðarfangelsi í síðustu viku, líkt og áður sagði.Hér að neðan má sjá umfjöllun ABC-fréttastofunnar um málið auk hluta umrædds myndefnis sem dómstóllinn birti í gær. Bandaríkin Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Dómstóll í Texas-ríki í Bandaríkjunum birti í gær myndefni sem sýnir fjölmennt lögreglulið bjarga ungri stúlku sem var rænt í maí síðastliðnum. Stúlkunni, hinni átta ára Salem Sabatka, var rænt um hábjartan dag þann 18. maí síðastliðinn þar sem hún var á gangi með móður sinni í borginni Fort Worth í Texas. Hinn 51 árs Michael Webb var í síðustu viku dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mannránið.Michael Webb var dæmdur í lífstíðarfangelsi í síðustu viku fyrir að hafa rænt stúlkunni.Vísir/ApUpptökur úr öryggismyndavélum og myndavélum lögreglumanna sem birtar voru í gær varpa ljósi á björgunaraðgerðir lögreglu. Stúlkan fannst strax daginn eftir að henni var rænt. Í myndböndunum sjást lögreglumenn brjóta niður hurð á hótelberbergi í Fort Worth, þar sem þeir töldu Webb halda til með stúlkunni. Því næst sjást þeir ryðjast inn í herbergið og skömmu síðar er Webb, kviknöktum, ýtt fram á gang þar sem hann er yfirbugaður. Þá má einnig sjá og heyra þegar lögreglumaður finnur stúlkuna í herberginu, þar sem hún hafði falið sig í þvottakörfu, og hleypur með hana út. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að þetta hafi verið í annað sinn sem lögregla leitaði í herbergi Webbs. Þá láðist lögreglumönnum að finna stúlkuna í þvottakörfunni. Webb játaði í yfirheyrslu hjá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, að hafa rænt stúlkunni. Þá játaði hann einnig að hafa hótað henni þegar hann heyrði í lögreglumönnum fyrir utan herbergið. Webb var að endingu ákærður fyrir kynferðisbrot og mannrán. Hann var sakfelldur í málinu í september og að endingu dæmdur í lífstíðarfangelsi í síðustu viku, líkt og áður sagði.Hér að neðan má sjá umfjöllun ABC-fréttastofunnar um málið auk hluta umrædds myndefnis sem dómstóllinn birti í gær.
Bandaríkin Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira