Segir Kristján hafa veitt óljós svör um hæfi sitt Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. nóvember 2019 19:48 Sjávarútvegsráðherra var óljós í svörum um hæfi sitt vegna Samherjamálsins á fundi atvinnuveganefndar í dag. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra kom fyrir atvinnuveganefnd í dag til að svara spurningum nefndarmanna vegna Samherjamálsins og tengsla hans við fyrirtækið og fráfarandi forstjóra þess. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna óskaði eftir því að ráðherra kæmi fyrir nefndina. „Mér fannst hann svara sumu ágætlega og í öðru var hann frekar óljós. Til að mynda varðandi hæfni hans. Mér finnst því miður enn þá óljóst hvar hans hæfni liggur,“ segir Rósa. Aðspurð hvort möguleg afsögn ráðherra hafi verið rædd á fundinum segir hún svo vera. „Þetta var náttúrlega lokaður fundur og við áttum í orðaskiptum og auðvitað komu upp viðlíka spurningar já, þær gerðu það.“ Kristján Þór segist ekki vera á þeim stað í dag að íhuga afsögn. „Miðað við hvernig umræðan er og líka hversu smátt þetta samfélag er þá finnst mér fullkomlega eðlilegt að fólk spyrji, ég geri engar athugasemdir við það. Ég bið fólk hins vegar alltaf að íhuga það líka hvernig aðild minni að málum er háttað og ég hef ekki haft nein afskipti af þessum rekstri síðan ég fór út úr stjórninni.“ Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Kristján Þór kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir til að svara spurningum nefndarmanna um Samherjamálið. 20. nóvember 2019 10:37 Samherjamálið og vantraust hefur áhrif á kjaraviðræður Brátt hefjast kjaraviðræður á milli Sjómannasambandsins og SFS en núverandi kjarasamningar renna út um næstu mánaðamót. Formaður Sjómannasambandsins segir Samherjamálið og vantraust á milli sjómanna og útgerðar hafi áhrif á viðræðurnar. 20. nóvember 2019 06:00 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra var óljós í svörum um hæfi sitt vegna Samherjamálsins á fundi atvinnuveganefndar í dag. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra kom fyrir atvinnuveganefnd í dag til að svara spurningum nefndarmanna vegna Samherjamálsins og tengsla hans við fyrirtækið og fráfarandi forstjóra þess. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna óskaði eftir því að ráðherra kæmi fyrir nefndina. „Mér fannst hann svara sumu ágætlega og í öðru var hann frekar óljós. Til að mynda varðandi hæfni hans. Mér finnst því miður enn þá óljóst hvar hans hæfni liggur,“ segir Rósa. Aðspurð hvort möguleg afsögn ráðherra hafi verið rædd á fundinum segir hún svo vera. „Þetta var náttúrlega lokaður fundur og við áttum í orðaskiptum og auðvitað komu upp viðlíka spurningar já, þær gerðu það.“ Kristján Þór segist ekki vera á þeim stað í dag að íhuga afsögn. „Miðað við hvernig umræðan er og líka hversu smátt þetta samfélag er þá finnst mér fullkomlega eðlilegt að fólk spyrji, ég geri engar athugasemdir við það. Ég bið fólk hins vegar alltaf að íhuga það líka hvernig aðild minni að málum er háttað og ég hef ekki haft nein afskipti af þessum rekstri síðan ég fór út úr stjórninni.“
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Kristján Þór kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir til að svara spurningum nefndarmanna um Samherjamálið. 20. nóvember 2019 10:37 Samherjamálið og vantraust hefur áhrif á kjaraviðræður Brátt hefjast kjaraviðræður á milli Sjómannasambandsins og SFS en núverandi kjarasamningar renna út um næstu mánaðamót. Formaður Sjómannasambandsins segir Samherjamálið og vantraust á milli sjómanna og útgerðar hafi áhrif á viðræðurnar. 20. nóvember 2019 06:00 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Kristján Þór kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir til að svara spurningum nefndarmanna um Samherjamálið. 20. nóvember 2019 10:37
Samherjamálið og vantraust hefur áhrif á kjaraviðræður Brátt hefjast kjaraviðræður á milli Sjómannasambandsins og SFS en núverandi kjarasamningar renna út um næstu mánaðamót. Formaður Sjómannasambandsins segir Samherjamálið og vantraust á milli sjómanna og útgerðar hafi áhrif á viðræðurnar. 20. nóvember 2019 06:00
Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00