Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 18:02 Hildur Guðnadóttir með Emmy-verðlaunin sem hún vann í september fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl. Vísir/epa Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. Verðlaunahátíðin verður haldin þann 26. janúar næstkomandi. Hildur hefur getið sér afar gott orð í Hollywood að undanförnu. Þannig vann hún Emmy-verðlaun í september fyrir tónlistina í Chernobyl og þá hefur hún verið ausin lofi fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, einni vinsælustu mynd ársins. Grammy-verðlaunin eru ein þekktustu tónlistarverðlaun heims og líklega þau allra íburðarmestu vestanhafs. Hildur er tilnefnd í flokki tónlistar í sjónrænum miðlum (e. visual media), þ.e. tónlist kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hildur er eina konan sem tilnefnd er í flokknum í ár. Þeir sem tilnefndir eru með henni eru Alan Silvestri fyrir kvikmyndina Avengers: Endgame, Ramin Djawadi fyrir áttundu og síðustu þáttaröð Game of Thrones, Hans Zimmer fyrir Lion King og Marc Shaiman fyrir Mary Poppins Returns. Hér má nálgast allar Grammy-tilefningarnar í ár. Sjá einnig: Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Þættirnir Chernobyl eru framleiddir af HBO og fjalla um sögufrægt kjarnorkuslys í samnefndum bæ í Úkraínu. Hildur ræddi tónlistina í útvarpsþættinum Score í maí og lýsti því til að mynda að öll tónlistin hefði verið samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litháen. „Mig langaði að upplifa hvernig það er að vera inni í kjarnorkuveri,“ sagði Hildur. „Einleikarinn í hljóðrásinni var hurð að dæluherbergi, við vorum ekki að loka henni eða hreyfa hana neitt en við komum upp að hurðinni með hljóðnema og heyrðum bara fullt af hátíðnihljóðum og hún var að gera fullt af svakalegum hljóðum sem var nánast ekki hægt að heyra. Og ég hlustaði á þessa hurð í marga marga klukkutíma og svo voru kannski þrír mismunandi tónar á 35. mínútu sem ég nýtti í að gera melódíu.“Hér að neðan má hlýða á lagið Bridge of Death, eða Brú dauðans upp á íslensku, úr smiðju Hildar fyrir Chernobyl-þættina. Bíó og sjónvarp Grammy Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15 Leikstjóri Jókersins útskýrir tvö stór atriði Leikstjórinn Todd Phillips útskýrir opnunaratriðið í nýjustu mynd sinni Joker á YouTube-rás Vanity Fair en kvikmyndin var frumsýnd um helgina. 8. október 2019 13:30 Hildur vann til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. 16. september 2019 07:19 Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. Verðlaunahátíðin verður haldin þann 26. janúar næstkomandi. Hildur hefur getið sér afar gott orð í Hollywood að undanförnu. Þannig vann hún Emmy-verðlaun í september fyrir tónlistina í Chernobyl og þá hefur hún verið ausin lofi fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, einni vinsælustu mynd ársins. Grammy-verðlaunin eru ein þekktustu tónlistarverðlaun heims og líklega þau allra íburðarmestu vestanhafs. Hildur er tilnefnd í flokki tónlistar í sjónrænum miðlum (e. visual media), þ.e. tónlist kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hildur er eina konan sem tilnefnd er í flokknum í ár. Þeir sem tilnefndir eru með henni eru Alan Silvestri fyrir kvikmyndina Avengers: Endgame, Ramin Djawadi fyrir áttundu og síðustu þáttaröð Game of Thrones, Hans Zimmer fyrir Lion King og Marc Shaiman fyrir Mary Poppins Returns. Hér má nálgast allar Grammy-tilefningarnar í ár. Sjá einnig: Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Þættirnir Chernobyl eru framleiddir af HBO og fjalla um sögufrægt kjarnorkuslys í samnefndum bæ í Úkraínu. Hildur ræddi tónlistina í útvarpsþættinum Score í maí og lýsti því til að mynda að öll tónlistin hefði verið samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litháen. „Mig langaði að upplifa hvernig það er að vera inni í kjarnorkuveri,“ sagði Hildur. „Einleikarinn í hljóðrásinni var hurð að dæluherbergi, við vorum ekki að loka henni eða hreyfa hana neitt en við komum upp að hurðinni með hljóðnema og heyrðum bara fullt af hátíðnihljóðum og hún var að gera fullt af svakalegum hljóðum sem var nánast ekki hægt að heyra. Og ég hlustaði á þessa hurð í marga marga klukkutíma og svo voru kannski þrír mismunandi tónar á 35. mínútu sem ég nýtti í að gera melódíu.“Hér að neðan má hlýða á lagið Bridge of Death, eða Brú dauðans upp á íslensku, úr smiðju Hildar fyrir Chernobyl-þættina.
Bíó og sjónvarp Grammy Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15 Leikstjóri Jókersins útskýrir tvö stór atriði Leikstjórinn Todd Phillips útskýrir opnunaratriðið í nýjustu mynd sinni Joker á YouTube-rás Vanity Fair en kvikmyndin var frumsýnd um helgina. 8. október 2019 13:30 Hildur vann til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. 16. september 2019 07:19 Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15
Leikstjóri Jókersins útskýrir tvö stór atriði Leikstjórinn Todd Phillips útskýrir opnunaratriðið í nýjustu mynd sinni Joker á YouTube-rás Vanity Fair en kvikmyndin var frumsýnd um helgina. 8. október 2019 13:30
Hildur vann til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. 16. september 2019 07:19
Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist