Kara Connect tryggir sér 160 milljónir Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. nóvember 2019 07:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Kara Connect. fbl/ernir Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið 160 milljóna króna fjármögnun með aðkomu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og tveggja sænskra einkafjárfesta. Sjóðurinn mun eignast 10 prósenta hlut í félaginu. „Fjármögnun með aðkomu þessara sterku fjárfesta skiptir miklu máli fyrir félagið og gefur frábæru teymi tækifæri til að stækka, sérstaklega í sölu- og markaðsmálum, samhliða vexti í Danmörku. Íslenski markaðurinn hefur tekið hratt við sér og mörg spennandi og framsýn verkefni grundvölluð á kerfi Köru verða brátt sýnileg,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Kara Connect. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins kemur inn sem nýr fjárfestir og eignast sem fyrr segir 10 prósenta hlut í félaginu. Allir fyrri fjárfestar taka einnig þátt og auk þess bætast við nýir sænskir fjárfestar, félögin Poleved Industrial Performance AB og Skogsliden Finance AB. Kara Connect er örugg stafræn vinnustöð sem gerir sérfræðingum í heilbrigðis,- velferðar- og menntageiranum kleift að veita skjólstæðingum þjónustu og straumlínulaga rekstur sinn. Hátt í 700 sérfræðingar nýta sér Köru en með hugbúnaðinum geta þeir skráð og byggt yfirlit um hefðbundna fundi, fjarfundi og spjallfundi. Tugþúsundir fjarfunda hafa nú þegar farið fram. Heildarfjöldi notenda hefur meira en tvöfaldast frá áramótum og nemur hann nú yfir 4.300. Á meðal viðskiptavina Kara Connect eru SÁÁ, Óðinsvé í Danmörku og Kvíðameðferðarstöðin. Um er að ræða aðra fjármögnun félagsins en vorið 2018 fjárfesti Crowberry Capital í Kara Connect fyrir um 180 milljónir króna. Það gerði fyrirtækinu kleift að einbeita sér að þróun hugbúnaðarins með öryggismál að leiðarljósi. Kara er eini íslenski hugbúnaðurinn fyrir sérfræðinga sem er samþykktur af Landlæknisembættinu þegar litið er til gagnavistunar og fjarfundasamskipta við skjólstæðinga. Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, tekur sæti í stjórn félagsins ásamt Patrick de Muynck fyrir hönd sænsku fjárfestanna. Aðrir í stjórn félagsins eru Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri SMB Solutions, sem er jafnframt formaður stjórnar, Jenný Hrafnsdóttir, meðstofnandi Crowberry Capital, og Ari Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Tækni Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið 160 milljóna króna fjármögnun með aðkomu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og tveggja sænskra einkafjárfesta. Sjóðurinn mun eignast 10 prósenta hlut í félaginu. „Fjármögnun með aðkomu þessara sterku fjárfesta skiptir miklu máli fyrir félagið og gefur frábæru teymi tækifæri til að stækka, sérstaklega í sölu- og markaðsmálum, samhliða vexti í Danmörku. Íslenski markaðurinn hefur tekið hratt við sér og mörg spennandi og framsýn verkefni grundvölluð á kerfi Köru verða brátt sýnileg,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Kara Connect. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins kemur inn sem nýr fjárfestir og eignast sem fyrr segir 10 prósenta hlut í félaginu. Allir fyrri fjárfestar taka einnig þátt og auk þess bætast við nýir sænskir fjárfestar, félögin Poleved Industrial Performance AB og Skogsliden Finance AB. Kara Connect er örugg stafræn vinnustöð sem gerir sérfræðingum í heilbrigðis,- velferðar- og menntageiranum kleift að veita skjólstæðingum þjónustu og straumlínulaga rekstur sinn. Hátt í 700 sérfræðingar nýta sér Köru en með hugbúnaðinum geta þeir skráð og byggt yfirlit um hefðbundna fundi, fjarfundi og spjallfundi. Tugþúsundir fjarfunda hafa nú þegar farið fram. Heildarfjöldi notenda hefur meira en tvöfaldast frá áramótum og nemur hann nú yfir 4.300. Á meðal viðskiptavina Kara Connect eru SÁÁ, Óðinsvé í Danmörku og Kvíðameðferðarstöðin. Um er að ræða aðra fjármögnun félagsins en vorið 2018 fjárfesti Crowberry Capital í Kara Connect fyrir um 180 milljónir króna. Það gerði fyrirtækinu kleift að einbeita sér að þróun hugbúnaðarins með öryggismál að leiðarljósi. Kara er eini íslenski hugbúnaðurinn fyrir sérfræðinga sem er samþykktur af Landlæknisembættinu þegar litið er til gagnavistunar og fjarfundasamskipta við skjólstæðinga. Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, tekur sæti í stjórn félagsins ásamt Patrick de Muynck fyrir hönd sænsku fjárfestanna. Aðrir í stjórn félagsins eru Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri SMB Solutions, sem er jafnframt formaður stjórnar, Jenný Hrafnsdóttir, meðstofnandi Crowberry Capital, og Ari Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík.
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Tækni Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira