Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2019 15:21 Svanhildur var meðal gesta á Degi íslenskrar tónlistar í Iðnó á dögunum. SAMTÓNN/Ásta Kristjánsdóttir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. Magnús Geir Þórðarson var skipaður Þjóðleikhússtjóri á dögunum og lét í framhaldinu af störfum sem útvarpsstjóri. Nokkrir hafa staðfest umsókn sína um starfið og var Svanhildur talin meðal líklegri umsækjenda. „Já það er rétt - mitt nafn hefur verið nefnt og ég hef fengið mikla hvatningu til að sækja um þetta spennandi starf. Mér hefur óneitanlega þótt vænt um það og því hugsaði ég mig vel um,“ segir Svanhildur. Hefði Svanhildur sótt um og verið skipuð útvarpsstjóri hefði önnur eftirsóknarverð staðan í menningarheiminum losnað, forstjórastaðan í Hörpu. Þar hefur Svanhildur ráðið ríkjum frá því 1. maí 2017. Svanhildur ætlar að halda uppteknum hætti í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Þar segist hún í miðju kafi með sínu frábæra fólki í mikilvægum verkefnum. Hjartað slái þar. „Við verðum að koma Hörpu á eðlilegan rekstargrundvöll svo hægt sé að hámarka tækifærin fyrir samfélagið sem felast í þessu dásamlega húsi. Ég ætla sum sé að halda áfram að einbeita mér að því - a.m.k. á næstunni.“ Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður hefur gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, vildi ekki staðfesta við fréttastofu í morgun að hún hefði sótt um starfið. Stjórn RÚV hefur líst því yfir að listi yfir umsækjendur verði ekki gerður opinber.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. Magnús Geir Þórðarson var skipaður Þjóðleikhússtjóri á dögunum og lét í framhaldinu af störfum sem útvarpsstjóri. Nokkrir hafa staðfest umsókn sína um starfið og var Svanhildur talin meðal líklegri umsækjenda. „Já það er rétt - mitt nafn hefur verið nefnt og ég hef fengið mikla hvatningu til að sækja um þetta spennandi starf. Mér hefur óneitanlega þótt vænt um það og því hugsaði ég mig vel um,“ segir Svanhildur. Hefði Svanhildur sótt um og verið skipuð útvarpsstjóri hefði önnur eftirsóknarverð staðan í menningarheiminum losnað, forstjórastaðan í Hörpu. Þar hefur Svanhildur ráðið ríkjum frá því 1. maí 2017. Svanhildur ætlar að halda uppteknum hætti í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Þar segist hún í miðju kafi með sínu frábæra fólki í mikilvægum verkefnum. Hjartað slái þar. „Við verðum að koma Hörpu á eðlilegan rekstargrundvöll svo hægt sé að hámarka tækifærin fyrir samfélagið sem felast í þessu dásamlega húsi. Ég ætla sum sé að halda áfram að einbeita mér að því - a.m.k. á næstunni.“ Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður hefur gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, vildi ekki staðfesta við fréttastofu í morgun að hún hefði sótt um starfið. Stjórn RÚV hefur líst því yfir að listi yfir umsækjendur verði ekki gerður opinber.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira