Þrjár konur búnar að sækja um og einn karl gerir ráð fyrir umsókn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. desember 2019 14:00 Kolbrún Halldórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafa þegar sótt um og Baldvin Þór Bergsson gerði ráð fyrir að hann myndi sækja um stöðu útvarpsstjóra. Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu Bylgjunnar að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi og ekki síst vegna þess að hann starfi með frábæru fólki hjá öflugu og framsýnu fyrirtæki. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna. Svanhildur Hólm mundar símann á Degi íslenskrar tónlistar í síðustu viku.SAMTÓNN/Ásta Kristjánsdóttir Meðal fleiri nafna sem eru títtnefnd í þessu samhengi er Svanhildur Hólm aðstoðarkona fjármálaráðherra. Hún neitaði að staðfesta við fréttastofu í morgun að hún væri búin að sækja um starfið. Nafna hennar Svanhildur Konráðsdóttir hefur einnig verið orðuð við stöðuna en svaraði ekki fyrirspurn í morgun. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona svaraði ekki fyrirpurn þegar fréttastofa hafði samband í morgun. Þá vildi Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir ekki gefa upp hvort hún ætli eða hefði sótt um stöðuna þegar fréttastofan hafði samband. Formaður stjórnar RÚV sendi fréttastofu svar við fyrirspurn í gær um hvort stjórnin hafi breytt afstöðu sinni um að gefa ekki upp nöfn umsækjenda um stöðuna í gær og fékk þau svör að ekkert hefði breyst í afstöðu stjórnarinnar. Stjórn RÚV hefur gefið út að ákvörðunin sé m.a. byggð á ráðleggingum fyrirtækisins Capacent. Í skriflegu svari frá Halldóri Þorkelssyni framkvæmdastjóra Capacent vegna málsins kemur fram að Capacent sé ekki og gefi sig ekki út fyrir að vera með lagalega ráðgjöf í tengslum við ráðningaþjónustuna. „Við erum þannig t.d ekki að veita ráðgjöf um upplýsinga- eða stjórnsýslulög. Við ráðleggjum alltaf okkar umbjóðendum að starfa innan þeirra heimilda sem þeim eru settar hverju sinni, hvort sem það er á grunni laga eða reglugerða,“ segir í svari Halldórs Þorkelssonar. Fram kemur að þegar Capacent komi að borðinu hverju sinni séu oftar en ekki ýmsir valmöguleikar reifaðir en það sé síðan umbjóðendans að taka ákvörðun. „Varðandi þetta tiltekna mál þá sögðum við einfaldlega við okkar umbjóðanda að við teldum að sennilega bærust fleiri umsóknir ef listinn yrði ekki gerður opinber,“ segir í svari Capacent. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu Bylgjunnar að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi og ekki síst vegna þess að hann starfi með frábæru fólki hjá öflugu og framsýnu fyrirtæki. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna. Svanhildur Hólm mundar símann á Degi íslenskrar tónlistar í síðustu viku.SAMTÓNN/Ásta Kristjánsdóttir Meðal fleiri nafna sem eru títtnefnd í þessu samhengi er Svanhildur Hólm aðstoðarkona fjármálaráðherra. Hún neitaði að staðfesta við fréttastofu í morgun að hún væri búin að sækja um starfið. Nafna hennar Svanhildur Konráðsdóttir hefur einnig verið orðuð við stöðuna en svaraði ekki fyrirspurn í morgun. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona svaraði ekki fyrirpurn þegar fréttastofa hafði samband í morgun. Þá vildi Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir ekki gefa upp hvort hún ætli eða hefði sótt um stöðuna þegar fréttastofan hafði samband. Formaður stjórnar RÚV sendi fréttastofu svar við fyrirspurn í gær um hvort stjórnin hafi breytt afstöðu sinni um að gefa ekki upp nöfn umsækjenda um stöðuna í gær og fékk þau svör að ekkert hefði breyst í afstöðu stjórnarinnar. Stjórn RÚV hefur gefið út að ákvörðunin sé m.a. byggð á ráðleggingum fyrirtækisins Capacent. Í skriflegu svari frá Halldóri Þorkelssyni framkvæmdastjóra Capacent vegna málsins kemur fram að Capacent sé ekki og gefi sig ekki út fyrir að vera með lagalega ráðgjöf í tengslum við ráðningaþjónustuna. „Við erum þannig t.d ekki að veita ráðgjöf um upplýsinga- eða stjórnsýslulög. Við ráðleggjum alltaf okkar umbjóðendum að starfa innan þeirra heimilda sem þeim eru settar hverju sinni, hvort sem það er á grunni laga eða reglugerða,“ segir í svari Halldórs Þorkelssonar. Fram kemur að þegar Capacent komi að borðinu hverju sinni séu oftar en ekki ýmsir valmöguleikar reifaðir en það sé síðan umbjóðendans að taka ákvörðun. „Varðandi þetta tiltekna mál þá sögðum við einfaldlega við okkar umbjóðanda að við teldum að sennilega bærust fleiri umsóknir ef listinn yrði ekki gerður opinber,“ segir í svari Capacent.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira