Slysaskot lögregluþjóna tíð og þörf á meiri þjálfun Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2019 10:30 Frá skóla í Texas árið 2016 eftir að tilkynning barst um árásarmann. Lögregluþjónn skaut annann í fótinn. Vísir/AP Slysaskot lögregluþjóna og starfsmanna annarra öryggisstofnanna Bandaríkjanna eru tíð. Á undanförnum árum hafa hundruð lögregluþjóna, grunaðra glæpamanna og almennra borgara slasast og jafnvel dáið í slysaskotum. Sérfræðingar segja lögregluþjóna ekki fá næga þjálfun í meðferð skotvopna og þá sérstaklega ekki í erfiðum og hættulegum aðstæðum. Lögregluþjónar eru yfirleitt bestir í meðferð skotvopna skömmu eftir að þeir útskrifast úr lögregluskóla. Eftir það þurfa þeir að standast próf einu sinni til tvisvar sinnum á ári, sem felst í því að þeir þurfa að sýna lágmarksgetu varðandi hitni. Engar opinberar reglur eru til staðar og sömuleiðis fylgist enginn stofnun með slysaskotum lögregluþjóna. Blaðamann AP fréttaveitunnar hafa að undanförnu farið yfir opinber gögn og fréttir og fundu minnst 1.422 slysaskot lögregluþjóna frá 2012 sem snúa að starfsmönnum 258 löggæsluembætta.Minnst 21 hefur dáið vegna slysaskota lögregluþjóna. Minnst 134 lögregluþjónar særðu sjálfa sig og 45 særðu aðra lögregluþjóna. Þá hafa lögregluþjónar minnst 34 sinnum skotið vegfaranda og 19 sinnum skotið grunaða glæpamenn. Þá virðist sem slysaskot eigi sér stað hjá embættum af öllum stærðum og gerðum. Embætti fógeta Los Angeles tilkynnti til dæmis 140 slysaskot á milli 2012 og 2018. Lögreglan í New York tilkynnti 100 á sama tímabili. Þá tilkynnti lögregla Jackson sýslu í Mississippi 93 slysaskot á tímabilinu. Eitt atvik gerðist þann 6. janúar 2015. Lögregluþjónar voru kallaðir til heimilis í Iowa vegna heimiliserja. Þar fundu þeir þau Gabe og Autumn Steele. Þau rifust og var Autumn að reyna að ná syni þeirra úr faðmi Gabe þegar lögregluþjónninn Jesse Hill gekk upp að þeim. Hundur þeirra hjóna hljóp þá að Hill sem rann til og skaut tveimur skotum. Annað skotið hæfði hundinn og hitt hæfði Autumn, sem dó. Saksóknarar ákváðu að ákæra Hill ekki vegna banaskotsins. Gabe Steele segir að Hill hefði átt að vera refsað. Enginn hafi svo mikið sem beðið fjölskylduna afsökunar vegna dauða Autumn. Hér má sjá yfirlit yfir niðurstöður blaðamanna AP. Sérfræðingurinn Doug Tangen segir lang flest slysaskot vera mannleg mistök og vegna vanrækslu. Lögregluþjónar sem um ræðir hafi ekki fylgt fjórum reglum grunnöryggis þegar kemur að skotvopnum. Þær eru; að gera ráð fyrir að allar byssur séu hlaðnar, að beina hlaupinu ávallt í örugga átt, að halda fingrinum af gikknum og vera viss um skotmark þitt og hvað er handan við það. „Byssur skjóta ekki sjálfar,“ segir Tangen. Aðrir sérfræðingar segja nauðsynlegt að endurskoða þjálfun lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Fyrsta skrefið sé að fjölga æfingum og þá sérstaklega eftir að lögregluþjónar útskrifast. Þá þurfi sérstaklega að bæta þjálfun varðandi stressandi aðstæður. Hér má heyra Tangen fara yfir reglurnar fjórar. Þetta er myndband frá september 2016 þar sem lögregluþjónar og aðrir voru að bregðast við tilkynningu um árásarmann í skóla í Texas. Jon Dangle varð fyrir slysaskoti eftir að Douglas Mullens skaut óvart úr byssu sinni og hæfði Dangle í fótinn. Mullens sést bera skjöld inn ganginn og skotið hleypur af þegar hann var að laga skjöldinn til. Hér er myndband af atviki þar sem lögregluþjónninn Lonnie Soppeland skaut Matthew Hovland-Knase fyrir slysni. Soppeland hafði veitt Hovland-Knase eftirför um nokkuð skeið. Þegar hann stoppaði að endingu steig lögregluþjónninn úr bíl sínum, tók byssuna upp og miðaði á Hovland-Knase. Fyrir mistök hleypti hann af skoti sem hæfði Hovland-Knase í handlegginn. Á myndbandinu má heyra Hovland-Knase segja: „Þú skaust mig virkilega!“ Þá svarar Soppeland: „Það var ekki viljandi. Ég get sagt þér það.“ Soppeland segir uppsafnað adrenalín vegna eftirfararinnar hafa haft áhrif á sig og komið niður á skynfærum hans. Honum var ekki refsað vegna atviksins. Að endingu má svo sjá atvikið þar sem Atumn Steele varð fyrir skoti. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent David Lynch er látinn Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann David Lynch er látinn Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Sjá meira
Slysaskot lögregluþjóna og starfsmanna annarra öryggisstofnanna Bandaríkjanna eru tíð. Á undanförnum árum hafa hundruð lögregluþjóna, grunaðra glæpamanna og almennra borgara slasast og jafnvel dáið í slysaskotum. Sérfræðingar segja lögregluþjóna ekki fá næga þjálfun í meðferð skotvopna og þá sérstaklega ekki í erfiðum og hættulegum aðstæðum. Lögregluþjónar eru yfirleitt bestir í meðferð skotvopna skömmu eftir að þeir útskrifast úr lögregluskóla. Eftir það þurfa þeir að standast próf einu sinni til tvisvar sinnum á ári, sem felst í því að þeir þurfa að sýna lágmarksgetu varðandi hitni. Engar opinberar reglur eru til staðar og sömuleiðis fylgist enginn stofnun með slysaskotum lögregluþjóna. Blaðamann AP fréttaveitunnar hafa að undanförnu farið yfir opinber gögn og fréttir og fundu minnst 1.422 slysaskot lögregluþjóna frá 2012 sem snúa að starfsmönnum 258 löggæsluembætta.Minnst 21 hefur dáið vegna slysaskota lögregluþjóna. Minnst 134 lögregluþjónar særðu sjálfa sig og 45 særðu aðra lögregluþjóna. Þá hafa lögregluþjónar minnst 34 sinnum skotið vegfaranda og 19 sinnum skotið grunaða glæpamenn. Þá virðist sem slysaskot eigi sér stað hjá embættum af öllum stærðum og gerðum. Embætti fógeta Los Angeles tilkynnti til dæmis 140 slysaskot á milli 2012 og 2018. Lögreglan í New York tilkynnti 100 á sama tímabili. Þá tilkynnti lögregla Jackson sýslu í Mississippi 93 slysaskot á tímabilinu. Eitt atvik gerðist þann 6. janúar 2015. Lögregluþjónar voru kallaðir til heimilis í Iowa vegna heimiliserja. Þar fundu þeir þau Gabe og Autumn Steele. Þau rifust og var Autumn að reyna að ná syni þeirra úr faðmi Gabe þegar lögregluþjónninn Jesse Hill gekk upp að þeim. Hundur þeirra hjóna hljóp þá að Hill sem rann til og skaut tveimur skotum. Annað skotið hæfði hundinn og hitt hæfði Autumn, sem dó. Saksóknarar ákváðu að ákæra Hill ekki vegna banaskotsins. Gabe Steele segir að Hill hefði átt að vera refsað. Enginn hafi svo mikið sem beðið fjölskylduna afsökunar vegna dauða Autumn. Hér má sjá yfirlit yfir niðurstöður blaðamanna AP. Sérfræðingurinn Doug Tangen segir lang flest slysaskot vera mannleg mistök og vegna vanrækslu. Lögregluþjónar sem um ræðir hafi ekki fylgt fjórum reglum grunnöryggis þegar kemur að skotvopnum. Þær eru; að gera ráð fyrir að allar byssur séu hlaðnar, að beina hlaupinu ávallt í örugga átt, að halda fingrinum af gikknum og vera viss um skotmark þitt og hvað er handan við það. „Byssur skjóta ekki sjálfar,“ segir Tangen. Aðrir sérfræðingar segja nauðsynlegt að endurskoða þjálfun lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Fyrsta skrefið sé að fjölga æfingum og þá sérstaklega eftir að lögregluþjónar útskrifast. Þá þurfi sérstaklega að bæta þjálfun varðandi stressandi aðstæður. Hér má heyra Tangen fara yfir reglurnar fjórar. Þetta er myndband frá september 2016 þar sem lögregluþjónar og aðrir voru að bregðast við tilkynningu um árásarmann í skóla í Texas. Jon Dangle varð fyrir slysaskoti eftir að Douglas Mullens skaut óvart úr byssu sinni og hæfði Dangle í fótinn. Mullens sést bera skjöld inn ganginn og skotið hleypur af þegar hann var að laga skjöldinn til. Hér er myndband af atviki þar sem lögregluþjónninn Lonnie Soppeland skaut Matthew Hovland-Knase fyrir slysni. Soppeland hafði veitt Hovland-Knase eftirför um nokkuð skeið. Þegar hann stoppaði að endingu steig lögregluþjónninn úr bíl sínum, tók byssuna upp og miðaði á Hovland-Knase. Fyrir mistök hleypti hann af skoti sem hæfði Hovland-Knase í handlegginn. Á myndbandinu má heyra Hovland-Knase segja: „Þú skaust mig virkilega!“ Þá svarar Soppeland: „Það var ekki viljandi. Ég get sagt þér það.“ Soppeland segir uppsafnað adrenalín vegna eftirfararinnar hafa haft áhrif á sig og komið niður á skynfærum hans. Honum var ekki refsað vegna atviksins. Að endingu má svo sjá atvikið þar sem Atumn Steele varð fyrir skoti.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent David Lynch er látinn Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann David Lynch er látinn Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Sjá meira
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent