Slysaskot lögregluþjóna tíð og þörf á meiri þjálfun Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2019 10:30 Frá skóla í Texas árið 2016 eftir að tilkynning barst um árásarmann. Lögregluþjónn skaut annann í fótinn. Vísir/AP Slysaskot lögregluþjóna og starfsmanna annarra öryggisstofnanna Bandaríkjanna eru tíð. Á undanförnum árum hafa hundruð lögregluþjóna, grunaðra glæpamanna og almennra borgara slasast og jafnvel dáið í slysaskotum. Sérfræðingar segja lögregluþjóna ekki fá næga þjálfun í meðferð skotvopna og þá sérstaklega ekki í erfiðum og hættulegum aðstæðum. Lögregluþjónar eru yfirleitt bestir í meðferð skotvopna skömmu eftir að þeir útskrifast úr lögregluskóla. Eftir það þurfa þeir að standast próf einu sinni til tvisvar sinnum á ári, sem felst í því að þeir þurfa að sýna lágmarksgetu varðandi hitni. Engar opinberar reglur eru til staðar og sömuleiðis fylgist enginn stofnun með slysaskotum lögregluþjóna. Blaðamann AP fréttaveitunnar hafa að undanförnu farið yfir opinber gögn og fréttir og fundu minnst 1.422 slysaskot lögregluþjóna frá 2012 sem snúa að starfsmönnum 258 löggæsluembætta.Minnst 21 hefur dáið vegna slysaskota lögregluþjóna. Minnst 134 lögregluþjónar særðu sjálfa sig og 45 særðu aðra lögregluþjóna. Þá hafa lögregluþjónar minnst 34 sinnum skotið vegfaranda og 19 sinnum skotið grunaða glæpamenn. Þá virðist sem slysaskot eigi sér stað hjá embættum af öllum stærðum og gerðum. Embætti fógeta Los Angeles tilkynnti til dæmis 140 slysaskot á milli 2012 og 2018. Lögreglan í New York tilkynnti 100 á sama tímabili. Þá tilkynnti lögregla Jackson sýslu í Mississippi 93 slysaskot á tímabilinu. Eitt atvik gerðist þann 6. janúar 2015. Lögregluþjónar voru kallaðir til heimilis í Iowa vegna heimiliserja. Þar fundu þeir þau Gabe og Autumn Steele. Þau rifust og var Autumn að reyna að ná syni þeirra úr faðmi Gabe þegar lögregluþjónninn Jesse Hill gekk upp að þeim. Hundur þeirra hjóna hljóp þá að Hill sem rann til og skaut tveimur skotum. Annað skotið hæfði hundinn og hitt hæfði Autumn, sem dó. Saksóknarar ákváðu að ákæra Hill ekki vegna banaskotsins. Gabe Steele segir að Hill hefði átt að vera refsað. Enginn hafi svo mikið sem beðið fjölskylduna afsökunar vegna dauða Autumn. Hér má sjá yfirlit yfir niðurstöður blaðamanna AP. Sérfræðingurinn Doug Tangen segir lang flest slysaskot vera mannleg mistök og vegna vanrækslu. Lögregluþjónar sem um ræðir hafi ekki fylgt fjórum reglum grunnöryggis þegar kemur að skotvopnum. Þær eru; að gera ráð fyrir að allar byssur séu hlaðnar, að beina hlaupinu ávallt í örugga átt, að halda fingrinum af gikknum og vera viss um skotmark þitt og hvað er handan við það. „Byssur skjóta ekki sjálfar,“ segir Tangen. Aðrir sérfræðingar segja nauðsynlegt að endurskoða þjálfun lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Fyrsta skrefið sé að fjölga æfingum og þá sérstaklega eftir að lögregluþjónar útskrifast. Þá þurfi sérstaklega að bæta þjálfun varðandi stressandi aðstæður. Hér má heyra Tangen fara yfir reglurnar fjórar. Þetta er myndband frá september 2016 þar sem lögregluþjónar og aðrir voru að bregðast við tilkynningu um árásarmann í skóla í Texas. Jon Dangle varð fyrir slysaskoti eftir að Douglas Mullens skaut óvart úr byssu sinni og hæfði Dangle í fótinn. Mullens sést bera skjöld inn ganginn og skotið hleypur af þegar hann var að laga skjöldinn til. Hér er myndband af atviki þar sem lögregluþjónninn Lonnie Soppeland skaut Matthew Hovland-Knase fyrir slysni. Soppeland hafði veitt Hovland-Knase eftirför um nokkuð skeið. Þegar hann stoppaði að endingu steig lögregluþjónninn úr bíl sínum, tók byssuna upp og miðaði á Hovland-Knase. Fyrir mistök hleypti hann af skoti sem hæfði Hovland-Knase í handlegginn. Á myndbandinu má heyra Hovland-Knase segja: „Þú skaust mig virkilega!“ Þá svarar Soppeland: „Það var ekki viljandi. Ég get sagt þér það.“ Soppeland segir uppsafnað adrenalín vegna eftirfararinnar hafa haft áhrif á sig og komið niður á skynfærum hans. Honum var ekki refsað vegna atviksins. Að endingu má svo sjá atvikið þar sem Atumn Steele varð fyrir skoti. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Slysaskot lögregluþjóna og starfsmanna annarra öryggisstofnanna Bandaríkjanna eru tíð. Á undanförnum árum hafa hundruð lögregluþjóna, grunaðra glæpamanna og almennra borgara slasast og jafnvel dáið í slysaskotum. Sérfræðingar segja lögregluþjóna ekki fá næga þjálfun í meðferð skotvopna og þá sérstaklega ekki í erfiðum og hættulegum aðstæðum. Lögregluþjónar eru yfirleitt bestir í meðferð skotvopna skömmu eftir að þeir útskrifast úr lögregluskóla. Eftir það þurfa þeir að standast próf einu sinni til tvisvar sinnum á ári, sem felst í því að þeir þurfa að sýna lágmarksgetu varðandi hitni. Engar opinberar reglur eru til staðar og sömuleiðis fylgist enginn stofnun með slysaskotum lögregluþjóna. Blaðamann AP fréttaveitunnar hafa að undanförnu farið yfir opinber gögn og fréttir og fundu minnst 1.422 slysaskot lögregluþjóna frá 2012 sem snúa að starfsmönnum 258 löggæsluembætta.Minnst 21 hefur dáið vegna slysaskota lögregluþjóna. Minnst 134 lögregluþjónar særðu sjálfa sig og 45 særðu aðra lögregluþjóna. Þá hafa lögregluþjónar minnst 34 sinnum skotið vegfaranda og 19 sinnum skotið grunaða glæpamenn. Þá virðist sem slysaskot eigi sér stað hjá embættum af öllum stærðum og gerðum. Embætti fógeta Los Angeles tilkynnti til dæmis 140 slysaskot á milli 2012 og 2018. Lögreglan í New York tilkynnti 100 á sama tímabili. Þá tilkynnti lögregla Jackson sýslu í Mississippi 93 slysaskot á tímabilinu. Eitt atvik gerðist þann 6. janúar 2015. Lögregluþjónar voru kallaðir til heimilis í Iowa vegna heimiliserja. Þar fundu þeir þau Gabe og Autumn Steele. Þau rifust og var Autumn að reyna að ná syni þeirra úr faðmi Gabe þegar lögregluþjónninn Jesse Hill gekk upp að þeim. Hundur þeirra hjóna hljóp þá að Hill sem rann til og skaut tveimur skotum. Annað skotið hæfði hundinn og hitt hæfði Autumn, sem dó. Saksóknarar ákváðu að ákæra Hill ekki vegna banaskotsins. Gabe Steele segir að Hill hefði átt að vera refsað. Enginn hafi svo mikið sem beðið fjölskylduna afsökunar vegna dauða Autumn. Hér má sjá yfirlit yfir niðurstöður blaðamanna AP. Sérfræðingurinn Doug Tangen segir lang flest slysaskot vera mannleg mistök og vegna vanrækslu. Lögregluþjónar sem um ræðir hafi ekki fylgt fjórum reglum grunnöryggis þegar kemur að skotvopnum. Þær eru; að gera ráð fyrir að allar byssur séu hlaðnar, að beina hlaupinu ávallt í örugga átt, að halda fingrinum af gikknum og vera viss um skotmark þitt og hvað er handan við það. „Byssur skjóta ekki sjálfar,“ segir Tangen. Aðrir sérfræðingar segja nauðsynlegt að endurskoða þjálfun lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Fyrsta skrefið sé að fjölga æfingum og þá sérstaklega eftir að lögregluþjónar útskrifast. Þá þurfi sérstaklega að bæta þjálfun varðandi stressandi aðstæður. Hér má heyra Tangen fara yfir reglurnar fjórar. Þetta er myndband frá september 2016 þar sem lögregluþjónar og aðrir voru að bregðast við tilkynningu um árásarmann í skóla í Texas. Jon Dangle varð fyrir slysaskoti eftir að Douglas Mullens skaut óvart úr byssu sinni og hæfði Dangle í fótinn. Mullens sést bera skjöld inn ganginn og skotið hleypur af þegar hann var að laga skjöldinn til. Hér er myndband af atviki þar sem lögregluþjónninn Lonnie Soppeland skaut Matthew Hovland-Knase fyrir slysni. Soppeland hafði veitt Hovland-Knase eftirför um nokkuð skeið. Þegar hann stoppaði að endingu steig lögregluþjónninn úr bíl sínum, tók byssuna upp og miðaði á Hovland-Knase. Fyrir mistök hleypti hann af skoti sem hæfði Hovland-Knase í handlegginn. Á myndbandinu má heyra Hovland-Knase segja: „Þú skaust mig virkilega!“ Þá svarar Soppeland: „Það var ekki viljandi. Ég get sagt þér það.“ Soppeland segir uppsafnað adrenalín vegna eftirfararinnar hafa haft áhrif á sig og komið niður á skynfærum hans. Honum var ekki refsað vegna atviksins. Að endingu má svo sjá atvikið þar sem Atumn Steele varð fyrir skoti.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira