Fjórðungur býst við uppsögnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. desember 2019 11:43 Gluggaþvottamenn að störfum. Vísir/vilhelm Stærstu fyrirtæki landsins gera heldur ráð fyrir fækkun starfsfólks á næstu sex mánuðum frekar en fjölgun. Horft er fram á fækkun í flestum atvinnugreinum, mestri í hvers kyns verslunarþjónustu og byggingastarfsemi, en starfsfólk í sérhæfðri þjónustu virðist búa við hvað mest starfsöryggi. Alls gæti störfum fækkað um rúmlega 600 á næsta hálfa ári, séu niðurstöður könnunnar sem lögð var fyrir stjórnendur 400 stærstu fyrirtæki landsins á dögunum heimfærðar á allan vinnumarkaðinn. Niðurstöður hennar eru reifar á vef Samtaka atvinnulífsins, sem leggur fram sambærilegar kannannir ársfjórðungslega. Þær tvær síðustu hafa gefið nokkuð svipaðar niðurstöður þegar kemur að væntingum stjórnendanna til starfsmannahalds á næstu sex mánuðum. Sú síðasta, sem lögð var fyrir fyrirtækin í haust, sýndi fram á að störfum gæti fækkað um 700.Niðurstöðurnar sem kynntar voru í dag bera með sér að lítill skortur sé á starfsfólki. Um 13 prósent stjórnendanna sögðust finna fyrir svipuðum skorti starfsfólks og fyrir ári síðan. Mestur sé skorturinn í „ýmissi sérhæfðri þjónustu.“Sjá einnig: Störfum gæti fækkað um 700 á næstu sex mánuðumÚr svörum stjórnendanna má jafnframt lesa að 14 prósent þeirra búist við að fjölga starfsfólki, samanborið við þau 24 prósent sem ætla að þeir muni skera niður. Fjölgunin er tæplega 1.100 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin rúmlega 1.700 hjá þeim sem áforma fækkun. Þannig er búist við að heildarfjöldi starfsmanna þessara 400 fyrirtækja muni fækka um hálft prósent næsta hálfa árið. Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um rúmlega 600 á næstu sex mánuðum.Atvinnuleysi eykst og launþegum fækkar Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð á síðastliðnu ári, samhliða fjölmennum hópuppsögnum í fjármálageiranum og gjaldþroti flugfélaga. Rúmlega þrjú þúsund fleiri einstaklingar eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra, alls um 7700. Hagstofan greindi jafnframt frá því um miðjan nóvember síðastliðinn að launþegum í landinu hafi fækkað, í fyrsta sinn í næstum áratug. Við það tilefni sagði sérfræðingur hjá Hagstofunni að líklegt væri að atvinnulausum myndi halda áfram að fjölga, miðað við þá niðursveiflu sem orðið hefur. Það sem spyrnt hefur á móti þessari þróun er umtalsverð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þannig er áætlað að þeim sem starfa í fræðslugreinum og opinberri stjórnsýslu hafi fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö prósent. Þá hafi fólki í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega fjögur prósent. Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00 Þrjú þúsund fleiri á atvinnuleysisskrá en í fyrra Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. 20. nóvember 2019 19:30 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Stærstu fyrirtæki landsins gera heldur ráð fyrir fækkun starfsfólks á næstu sex mánuðum frekar en fjölgun. Horft er fram á fækkun í flestum atvinnugreinum, mestri í hvers kyns verslunarþjónustu og byggingastarfsemi, en starfsfólk í sérhæfðri þjónustu virðist búa við hvað mest starfsöryggi. Alls gæti störfum fækkað um rúmlega 600 á næsta hálfa ári, séu niðurstöður könnunnar sem lögð var fyrir stjórnendur 400 stærstu fyrirtæki landsins á dögunum heimfærðar á allan vinnumarkaðinn. Niðurstöður hennar eru reifar á vef Samtaka atvinnulífsins, sem leggur fram sambærilegar kannannir ársfjórðungslega. Þær tvær síðustu hafa gefið nokkuð svipaðar niðurstöður þegar kemur að væntingum stjórnendanna til starfsmannahalds á næstu sex mánuðum. Sú síðasta, sem lögð var fyrir fyrirtækin í haust, sýndi fram á að störfum gæti fækkað um 700.Niðurstöðurnar sem kynntar voru í dag bera með sér að lítill skortur sé á starfsfólki. Um 13 prósent stjórnendanna sögðust finna fyrir svipuðum skorti starfsfólks og fyrir ári síðan. Mestur sé skorturinn í „ýmissi sérhæfðri þjónustu.“Sjá einnig: Störfum gæti fækkað um 700 á næstu sex mánuðumÚr svörum stjórnendanna má jafnframt lesa að 14 prósent þeirra búist við að fjölga starfsfólki, samanborið við þau 24 prósent sem ætla að þeir muni skera niður. Fjölgunin er tæplega 1.100 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin rúmlega 1.700 hjá þeim sem áforma fækkun. Þannig er búist við að heildarfjöldi starfsmanna þessara 400 fyrirtækja muni fækka um hálft prósent næsta hálfa árið. Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um rúmlega 600 á næstu sex mánuðum.Atvinnuleysi eykst og launþegum fækkar Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð á síðastliðnu ári, samhliða fjölmennum hópuppsögnum í fjármálageiranum og gjaldþroti flugfélaga. Rúmlega þrjú þúsund fleiri einstaklingar eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra, alls um 7700. Hagstofan greindi jafnframt frá því um miðjan nóvember síðastliðinn að launþegum í landinu hafi fækkað, í fyrsta sinn í næstum áratug. Við það tilefni sagði sérfræðingur hjá Hagstofunni að líklegt væri að atvinnulausum myndi halda áfram að fjölga, miðað við þá niðursveiflu sem orðið hefur. Það sem spyrnt hefur á móti þessari þróun er umtalsverð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þannig er áætlað að þeim sem starfa í fræðslugreinum og opinberri stjórnsýslu hafi fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö prósent. Þá hafi fólki í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega fjögur prósent.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00 Þrjú þúsund fleiri á atvinnuleysisskrá en í fyrra Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. 20. nóvember 2019 19:30 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00
Þrjú þúsund fleiri á atvinnuleysisskrá en í fyrra Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. 20. nóvember 2019 19:30
7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38