Sendingum fjölgað um 140 prósent í kjölfar stóru, erlendu verslunardaganna Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2019 10:47 Dagarnir sem um ræðir eru hinir svokölluðu svarti föstudagur (e. black friday), netmánudagur (cyber monday) og dagur einhleypra (e. singles day). Vísir/vilhelm Fjöldi innlendra sendinga, sem koma til Íslandspósts í kjölfar hinna stóru netverslunardaga sem hafa fest sig í sessi hér á landi síðustu ár, hefur aukist um 140 prósent frá því árinu 2015. Þá varð 43 prósent aukning í sendingunum á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. Dagarnir sem um ræðir eru hinir svokölluðu svarti föstudagur (e. black friday), netmánudagur (cyber monday) og dagur einhleypra (e. singles day). Í tilkynningu segir að fjöldi netverslana sem bjóði afsláttarkjör á þessum dögum sé sífellt að fjölga. Búast megi við áframhaldandi þróun í þessa átt á komandi árum. „Íslendingar eru að versla meira á netinu og innlend netverslun er sífellt að verða stærri þáttur í verslun landsmanna,“ segir í tilkynningu. Neytendur fagna eflaust margir þeim tilboðum sem verslanir bjóða upp á áðurnefnda daga. Aðrir hafa þó sett þessa miklu neysludaga, sem byggja á því að neytendur kaupi sem mest, í samhengi við umhverfismál. Þannig hefur verið bent á að neysluvenjur nútímans stuðli að loftslagsbreytingum – meiri neysla hefur enda í för með sér stærra kolefnisfótspor. Sumar verslanir hafa í ljósi þessa tilkynnt sérstaklega um að þær taki ekki þátt í svörtum föstudegi og öðrum afsláttardögum. Íslandspóstur Neytendur Tengdar fréttir Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða "svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. 28. nóvember 2019 16:00 Varar við framsetningu íslenskra verslana í aðdraganda svarts fössara Árvökull Akureyringur segir AB varahluti svipta neytendur af rétti sínum til að taka upplýsta ákvörðun við kaup með auglýsingum sínum um vörur á tilboði. 25. nóvember 2019 13:42 Hækka verð til að lækka það á svörtum föstudegi Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að smávöruverslanir hækki verðið í aðdraganda svarts föstudags, eða Black Friday. Ólíkt því sem gerðist í fyrra hafa lánafyrirtæki í auknum mæli auglýst í tilefni dagsins. 29. nóvember 2019 07:30 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Fjöldi innlendra sendinga, sem koma til Íslandspósts í kjölfar hinna stóru netverslunardaga sem hafa fest sig í sessi hér á landi síðustu ár, hefur aukist um 140 prósent frá því árinu 2015. Þá varð 43 prósent aukning í sendingunum á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. Dagarnir sem um ræðir eru hinir svokölluðu svarti föstudagur (e. black friday), netmánudagur (cyber monday) og dagur einhleypra (e. singles day). Í tilkynningu segir að fjöldi netverslana sem bjóði afsláttarkjör á þessum dögum sé sífellt að fjölga. Búast megi við áframhaldandi þróun í þessa átt á komandi árum. „Íslendingar eru að versla meira á netinu og innlend netverslun er sífellt að verða stærri þáttur í verslun landsmanna,“ segir í tilkynningu. Neytendur fagna eflaust margir þeim tilboðum sem verslanir bjóða upp á áðurnefnda daga. Aðrir hafa þó sett þessa miklu neysludaga, sem byggja á því að neytendur kaupi sem mest, í samhengi við umhverfismál. Þannig hefur verið bent á að neysluvenjur nútímans stuðli að loftslagsbreytingum – meiri neysla hefur enda í för með sér stærra kolefnisfótspor. Sumar verslanir hafa í ljósi þessa tilkynnt sérstaklega um að þær taki ekki þátt í svörtum föstudegi og öðrum afsláttardögum.
Íslandspóstur Neytendur Tengdar fréttir Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða "svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. 28. nóvember 2019 16:00 Varar við framsetningu íslenskra verslana í aðdraganda svarts fössara Árvökull Akureyringur segir AB varahluti svipta neytendur af rétti sínum til að taka upplýsta ákvörðun við kaup með auglýsingum sínum um vörur á tilboði. 25. nóvember 2019 13:42 Hækka verð til að lækka það á svörtum föstudegi Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að smávöruverslanir hækki verðið í aðdraganda svarts föstudags, eða Black Friday. Ólíkt því sem gerðist í fyrra hafa lánafyrirtæki í auknum mæli auglýst í tilefni dagsins. 29. nóvember 2019 07:30 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða "svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. 28. nóvember 2019 16:00
Varar við framsetningu íslenskra verslana í aðdraganda svarts fössara Árvökull Akureyringur segir AB varahluti svipta neytendur af rétti sínum til að taka upplýsta ákvörðun við kaup með auglýsingum sínum um vörur á tilboði. 25. nóvember 2019 13:42
Hækka verð til að lækka það á svörtum föstudegi Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að smávöruverslanir hækki verðið í aðdraganda svarts föstudags, eða Black Friday. Ólíkt því sem gerðist í fyrra hafa lánafyrirtæki í auknum mæli auglýst í tilefni dagsins. 29. nóvember 2019 07:30