Efasemdir um að lækkun bankaskatts skili sér til almennings Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2019 11:30 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki hafa séð það lækkunin hafi yfir höfuð nokkru sinni skilað sér í vasa almennings og þeirra sem þurfa á því að halda vísir/vilhelm Lækkun sérstaks bankaskatts í áföngum var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka en Viðreisnar efast stórlega um að lækkunin skili sér til viðskiptavina bankanna. Í greinargerð með frumvarpinu um lækkun bankaskattsins er vísað í stjórnarsáttmálann um áherslu á að unnið verði að frekari skilvirkni í fjármálakerfinu með það að leiðarljósi að lækka kostnað neytenda. Bankaskattur hafi verið óbreyttur í 0,376 prósentum frá árinu 2016 til 2019 á meðan framleiðsluspenna og þensla vegna eftirspurnar gengi yfir í hagkerfinu og ríkissjóður væri enn að greiða niður skuldir sem mynduðust eftir fjármálahrunið. Samkvæmt lögunum mun skatturinn lækka í fjórum jöfnum skrefum á árunum 2020–2023 niður í 0,145%. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði flokkinn leggjast gegn lækkuninni sem gerð væri til að gera bankana söluvænni. „Þetta er algerlega ótímabært. Það er líka ótímabært að fara að selja bankana í þeirri mynd sem þeir eru í dag,“ sagði Oddný við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær.Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm„Er íslenska ríkið búið að fá endurgreitt það sem það lagði út vegna hrunsins með vöxtum og áhættuálagi. Hafa Íslendingar fengið til baka það sem þeir þurftu að leggja út vegna falls bankanna. Þessu hefur ríkisstjórnin ekki getað svarað,“ sagði Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var hins vegar mjög sáttur við lækkun bankaskattsins, þótt hann gerði athugasemdir við að lækkunin tæki ekki að fullu gildi strax. „En þetta er gott mál. Enda er löngu búið að sýna fram á það meðal annars í ágætri skýrslu sem unnin var fyrir ríkisstjórnina og hæstvirtan fjármálaráðherra að þetta er skattur sem greiddur er af viðskiptavinum bankanna. Skilar sér í hærri þjónustugjöldum, hærra vaxtastigi en ella,“ sagði Þorsteinn. „Ég hef hingað til ekki getað séð það að þótt hér sé eitthvað lækkað að það hafi yfir höfuð nokkru sinni skilað sér í vasa almennings og þeirra sem þurfa á því að halda. Það situr eftir hjá þeim sem hafa fengið það til sín. Punktur og basta,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var hins vegar á öndverðum meiði við hana. „Í grunninn snýst þetta mál um það að búa hér til gjalda- og skattaumhverfi fyrir íslenskt fjármálakerfi sem er ekki lakara en það sem er í öðrum löndum. Að við aukum samkeppnishæfni fjármálakerfisins hér á Íslandi gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum,“ sagði Óli Björn Kárason. Alþingi Íslenskir bankar Skattar og tollar Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Lækkun sérstaks bankaskatts í áföngum var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka en Viðreisnar efast stórlega um að lækkunin skili sér til viðskiptavina bankanna. Í greinargerð með frumvarpinu um lækkun bankaskattsins er vísað í stjórnarsáttmálann um áherslu á að unnið verði að frekari skilvirkni í fjármálakerfinu með það að leiðarljósi að lækka kostnað neytenda. Bankaskattur hafi verið óbreyttur í 0,376 prósentum frá árinu 2016 til 2019 á meðan framleiðsluspenna og þensla vegna eftirspurnar gengi yfir í hagkerfinu og ríkissjóður væri enn að greiða niður skuldir sem mynduðust eftir fjármálahrunið. Samkvæmt lögunum mun skatturinn lækka í fjórum jöfnum skrefum á árunum 2020–2023 niður í 0,145%. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði flokkinn leggjast gegn lækkuninni sem gerð væri til að gera bankana söluvænni. „Þetta er algerlega ótímabært. Það er líka ótímabært að fara að selja bankana í þeirri mynd sem þeir eru í dag,“ sagði Oddný við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær.Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm„Er íslenska ríkið búið að fá endurgreitt það sem það lagði út vegna hrunsins með vöxtum og áhættuálagi. Hafa Íslendingar fengið til baka það sem þeir þurftu að leggja út vegna falls bankanna. Þessu hefur ríkisstjórnin ekki getað svarað,“ sagði Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var hins vegar mjög sáttur við lækkun bankaskattsins, þótt hann gerði athugasemdir við að lækkunin tæki ekki að fullu gildi strax. „En þetta er gott mál. Enda er löngu búið að sýna fram á það meðal annars í ágætri skýrslu sem unnin var fyrir ríkisstjórnina og hæstvirtan fjármálaráðherra að þetta er skattur sem greiddur er af viðskiptavinum bankanna. Skilar sér í hærri þjónustugjöldum, hærra vaxtastigi en ella,“ sagði Þorsteinn. „Ég hef hingað til ekki getað séð það að þótt hér sé eitthvað lækkað að það hafi yfir höfuð nokkru sinni skilað sér í vasa almennings og þeirra sem þurfa á því að halda. Það situr eftir hjá þeim sem hafa fengið það til sín. Punktur og basta,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var hins vegar á öndverðum meiði við hana. „Í grunninn snýst þetta mál um það að búa hér til gjalda- og skattaumhverfi fyrir íslenskt fjármálakerfi sem er ekki lakara en það sem er í öðrum löndum. Að við aukum samkeppnishæfni fjármálakerfisins hér á Íslandi gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum,“ sagði Óli Björn Kárason.
Alþingi Íslenskir bankar Skattar og tollar Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira