Efasemdir um að lækkun bankaskatts skili sér til almennings Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2019 11:30 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki hafa séð það lækkunin hafi yfir höfuð nokkru sinni skilað sér í vasa almennings og þeirra sem þurfa á því að halda vísir/vilhelm Lækkun sérstaks bankaskatts í áföngum var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka en Viðreisnar efast stórlega um að lækkunin skili sér til viðskiptavina bankanna. Í greinargerð með frumvarpinu um lækkun bankaskattsins er vísað í stjórnarsáttmálann um áherslu á að unnið verði að frekari skilvirkni í fjármálakerfinu með það að leiðarljósi að lækka kostnað neytenda. Bankaskattur hafi verið óbreyttur í 0,376 prósentum frá árinu 2016 til 2019 á meðan framleiðsluspenna og þensla vegna eftirspurnar gengi yfir í hagkerfinu og ríkissjóður væri enn að greiða niður skuldir sem mynduðust eftir fjármálahrunið. Samkvæmt lögunum mun skatturinn lækka í fjórum jöfnum skrefum á árunum 2020–2023 niður í 0,145%. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði flokkinn leggjast gegn lækkuninni sem gerð væri til að gera bankana söluvænni. „Þetta er algerlega ótímabært. Það er líka ótímabært að fara að selja bankana í þeirri mynd sem þeir eru í dag,“ sagði Oddný við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær.Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm„Er íslenska ríkið búið að fá endurgreitt það sem það lagði út vegna hrunsins með vöxtum og áhættuálagi. Hafa Íslendingar fengið til baka það sem þeir þurftu að leggja út vegna falls bankanna. Þessu hefur ríkisstjórnin ekki getað svarað,“ sagði Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var hins vegar mjög sáttur við lækkun bankaskattsins, þótt hann gerði athugasemdir við að lækkunin tæki ekki að fullu gildi strax. „En þetta er gott mál. Enda er löngu búið að sýna fram á það meðal annars í ágætri skýrslu sem unnin var fyrir ríkisstjórnina og hæstvirtan fjármálaráðherra að þetta er skattur sem greiddur er af viðskiptavinum bankanna. Skilar sér í hærri þjónustugjöldum, hærra vaxtastigi en ella,“ sagði Þorsteinn. „Ég hef hingað til ekki getað séð það að þótt hér sé eitthvað lækkað að það hafi yfir höfuð nokkru sinni skilað sér í vasa almennings og þeirra sem þurfa á því að halda. Það situr eftir hjá þeim sem hafa fengið það til sín. Punktur og basta,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var hins vegar á öndverðum meiði við hana. „Í grunninn snýst þetta mál um það að búa hér til gjalda- og skattaumhverfi fyrir íslenskt fjármálakerfi sem er ekki lakara en það sem er í öðrum löndum. Að við aukum samkeppnishæfni fjármálakerfisins hér á Íslandi gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum,“ sagði Óli Björn Kárason. Alþingi Íslenskir bankar Skattar og tollar Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Lækkun sérstaks bankaskatts í áföngum var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka en Viðreisnar efast stórlega um að lækkunin skili sér til viðskiptavina bankanna. Í greinargerð með frumvarpinu um lækkun bankaskattsins er vísað í stjórnarsáttmálann um áherslu á að unnið verði að frekari skilvirkni í fjármálakerfinu með það að leiðarljósi að lækka kostnað neytenda. Bankaskattur hafi verið óbreyttur í 0,376 prósentum frá árinu 2016 til 2019 á meðan framleiðsluspenna og þensla vegna eftirspurnar gengi yfir í hagkerfinu og ríkissjóður væri enn að greiða niður skuldir sem mynduðust eftir fjármálahrunið. Samkvæmt lögunum mun skatturinn lækka í fjórum jöfnum skrefum á árunum 2020–2023 niður í 0,145%. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði flokkinn leggjast gegn lækkuninni sem gerð væri til að gera bankana söluvænni. „Þetta er algerlega ótímabært. Það er líka ótímabært að fara að selja bankana í þeirri mynd sem þeir eru í dag,“ sagði Oddný við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær.Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm„Er íslenska ríkið búið að fá endurgreitt það sem það lagði út vegna hrunsins með vöxtum og áhættuálagi. Hafa Íslendingar fengið til baka það sem þeir þurftu að leggja út vegna falls bankanna. Þessu hefur ríkisstjórnin ekki getað svarað,“ sagði Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var hins vegar mjög sáttur við lækkun bankaskattsins, þótt hann gerði athugasemdir við að lækkunin tæki ekki að fullu gildi strax. „En þetta er gott mál. Enda er löngu búið að sýna fram á það meðal annars í ágætri skýrslu sem unnin var fyrir ríkisstjórnina og hæstvirtan fjármálaráðherra að þetta er skattur sem greiddur er af viðskiptavinum bankanna. Skilar sér í hærri þjónustugjöldum, hærra vaxtastigi en ella,“ sagði Þorsteinn. „Ég hef hingað til ekki getað séð það að þótt hér sé eitthvað lækkað að það hafi yfir höfuð nokkru sinni skilað sér í vasa almennings og þeirra sem þurfa á því að halda. Það situr eftir hjá þeim sem hafa fengið það til sín. Punktur og basta,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var hins vegar á öndverðum meiði við hana. „Í grunninn snýst þetta mál um það að búa hér til gjalda- og skattaumhverfi fyrir íslenskt fjármálakerfi sem er ekki lakara en það sem er í öðrum löndum. Að við aukum samkeppnishæfni fjármálakerfisins hér á Íslandi gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum,“ sagði Óli Björn Kárason.
Alþingi Íslenskir bankar Skattar og tollar Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira