Borgarfulltrúa á fæðisfé fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 5. desember 2019 07:00 Umræðan um kostnað við veitingar til handa kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur vegna reglulegra funda er góð áminning og er í raun öllum hollt að íhuga hversu mörgum krónum varið er í mat dag frá degi. Borgarfulltrúar - og starfsmenn - snæða kvöldverð sem kostar um fjögur þúsund krónur á mann og gera má ráð fyrir að þeir hafi borðað ýmislegt annað yfir daginn. Fangar fá aftur á móti 1.500 krónur á dag í svonefndan fæðispening og þurfa að kaupa matinn í verslun fangelsisins þar sem verðlag er hærra en gerist og gengur. Þessi upphæð þarf að duga fyrir öllum mat viðkomandi í 24 klukkustundir. Fangar fá einnig dagpening eða 630 krónur hvern virkan dag en sú upphæð á að duga fyrir daglegri umhirðu, þ.e. til kaupa á hreinlætisvörum. Rétt rúmlega þrjú þúsund krónur á viku þar, sem er óbreytt upphæð frá 01/01/2006. Vart þarf að taka fram að verulega er lagt á þær vörur einnig auk þess sem tannviðgerðir eru dregnar af dagpeningum. Og auðvitað greiða fangar líka mun hærra verð en gengur og gerist fyrir símtöl og þeir þurfa eins og allir aðrir að kaupa sokka og nærbuxur svo örfátt sé nefnt. Mögulega vilja margir föngum allt það versta. En flestir rétt þenkjandi samfélagsþegnar ættu að sjá sóma í því að menn og konur á jaðrinum njóti engu að síður mannlegrar reisnar. Því hvetur Afstaða enn og aftur ráðherra fangelsismála til að endurskoða þessar nauðsynlegu greiðslur, með tilliti til raunverulegra aðstæðna fanga. Við þá skoðun mætti til dæmis líta til dagpeninga öryrkja og að um greiðslurnar hækki miðað við vísitölu. Jafnframt ætti að leggja blátt bann við skerðingum á þessum lágmarks greiðslum. Að því sögðu vill Afstaða minna á að afar erfiður tími er framundan í fangelsum landsins en ekki síður hjá fjölskyldum þeirra sem inni sitja. Standi hugur til þess að gleðja fanga um jól getur Afstaða haft þar milligöngu um.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Reykjavík Tengdar fréttir Gripin glóðvolg af ljósmyndara við að háma í sig önd Kolbrún Baldursdóttir hafði ekki borðað í tíu tíma og var því svöng. 4. desember 2019 10:36 Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Umræðan um kostnað við veitingar til handa kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur vegna reglulegra funda er góð áminning og er í raun öllum hollt að íhuga hversu mörgum krónum varið er í mat dag frá degi. Borgarfulltrúar - og starfsmenn - snæða kvöldverð sem kostar um fjögur þúsund krónur á mann og gera má ráð fyrir að þeir hafi borðað ýmislegt annað yfir daginn. Fangar fá aftur á móti 1.500 krónur á dag í svonefndan fæðispening og þurfa að kaupa matinn í verslun fangelsisins þar sem verðlag er hærra en gerist og gengur. Þessi upphæð þarf að duga fyrir öllum mat viðkomandi í 24 klukkustundir. Fangar fá einnig dagpening eða 630 krónur hvern virkan dag en sú upphæð á að duga fyrir daglegri umhirðu, þ.e. til kaupa á hreinlætisvörum. Rétt rúmlega þrjú þúsund krónur á viku þar, sem er óbreytt upphæð frá 01/01/2006. Vart þarf að taka fram að verulega er lagt á þær vörur einnig auk þess sem tannviðgerðir eru dregnar af dagpeningum. Og auðvitað greiða fangar líka mun hærra verð en gengur og gerist fyrir símtöl og þeir þurfa eins og allir aðrir að kaupa sokka og nærbuxur svo örfátt sé nefnt. Mögulega vilja margir föngum allt það versta. En flestir rétt þenkjandi samfélagsþegnar ættu að sjá sóma í því að menn og konur á jaðrinum njóti engu að síður mannlegrar reisnar. Því hvetur Afstaða enn og aftur ráðherra fangelsismála til að endurskoða þessar nauðsynlegu greiðslur, með tilliti til raunverulegra aðstæðna fanga. Við þá skoðun mætti til dæmis líta til dagpeninga öryrkja og að um greiðslurnar hækki miðað við vísitölu. Jafnframt ætti að leggja blátt bann við skerðingum á þessum lágmarks greiðslum. Að því sögðu vill Afstaða minna á að afar erfiður tími er framundan í fangelsum landsins en ekki síður hjá fjölskyldum þeirra sem inni sitja. Standi hugur til þess að gleðja fanga um jól getur Afstaða haft þar milligöngu um.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga.
Gripin glóðvolg af ljósmyndara við að háma í sig önd Kolbrún Baldursdóttir hafði ekki borðað í tíu tíma og var því svöng. 4. desember 2019 10:36
Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun