Frumvarp um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli samþykkt á Alþingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2019 16:21 Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var samþykkt á Alþingi í dag með 41 atkvæði gegn níu. Þrír þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna en níu voru fjarverandi og einn með skráða fjarvist. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Þá voru Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson, einnig þingmenn Sjálfstæðisflokksins, meðal þeirra sem voru fjarverandi auk þeirra Katrínar Jakobsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem eru stödd á Bretlandseyjum í tengslum við 70 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var jafnframt einn þeirra þriggja sem sátu hjá. Frumvarpið hefur verið nokkuð umdeilt en með því er ríkinu veitt heimild til að greiða þeim bætur sem sýknaðir voru í Hæstarétti í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og eftirlifandi mökum og börnum þeirra sýknuðu sem látnir eru, ef við á. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna. „Eins og ég hef nefnt hérna áður þá mun ég sitja hjá við atkvæðagreiðsluna vegna tengsla minna, persónulegra tengsla, við aðila sem kemur málinu við. Þó hefur það verið í því hlutverki að mæla fyrir því að málið verði samþykkt. Ég verð að segja það að umræðunnar upp á síðkastið hafa dregið mjög úr mikilli sannfæringu minni gagnvart málinu að ég hugsa að ég myndi sitja hjá, jafnvel ef ekki væri fyrir fyrrnefnd tengsl,“ sagði Helgi Hrafn. Sigríður Á Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins rifjaði einnig upp að þetta væri í þriðja sinn sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið ratar í þingsal. „Ég greiði atkvæði með því frumvarpi vegna þess að ég tel nauðsynlegt að þessu máli ljúki með einhverjum hætti formlega í ljósi sýknu dóms Hæstaréttar á dögunum. Ég tel hins vegar málið meingallað, bæði efnislega og formlega allt of snemma fram komið hér á þinginu í ljósi þess farvegs sem málið er nú komið í,“ sagði Sigríður. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var samþykkt á Alþingi í dag með 41 atkvæði gegn níu. Þrír þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna en níu voru fjarverandi og einn með skráða fjarvist. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Þá voru Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson, einnig þingmenn Sjálfstæðisflokksins, meðal þeirra sem voru fjarverandi auk þeirra Katrínar Jakobsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem eru stödd á Bretlandseyjum í tengslum við 70 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var jafnframt einn þeirra þriggja sem sátu hjá. Frumvarpið hefur verið nokkuð umdeilt en með því er ríkinu veitt heimild til að greiða þeim bætur sem sýknaðir voru í Hæstarétti í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og eftirlifandi mökum og börnum þeirra sýknuðu sem látnir eru, ef við á. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna. „Eins og ég hef nefnt hérna áður þá mun ég sitja hjá við atkvæðagreiðsluna vegna tengsla minna, persónulegra tengsla, við aðila sem kemur málinu við. Þó hefur það verið í því hlutverki að mæla fyrir því að málið verði samþykkt. Ég verð að segja það að umræðunnar upp á síðkastið hafa dregið mjög úr mikilli sannfæringu minni gagnvart málinu að ég hugsa að ég myndi sitja hjá, jafnvel ef ekki væri fyrir fyrrnefnd tengsl,“ sagði Helgi Hrafn. Sigríður Á Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins rifjaði einnig upp að þetta væri í þriðja sinn sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið ratar í þingsal. „Ég greiði atkvæði með því frumvarpi vegna þess að ég tel nauðsynlegt að þessu máli ljúki með einhverjum hætti formlega í ljósi sýknu dóms Hæstaréttar á dögunum. Ég tel hins vegar málið meingallað, bæði efnislega og formlega allt of snemma fram komið hér á þinginu í ljósi þess farvegs sem málið er nú komið í,“ sagði Sigríður.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37
Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28
„Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30