Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. desember 2019 11:43 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. Líkt og greint var frá í gær lætur Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, af störfum um áramót. Frá 1. janúar til marsloka á næsta ári tekur hann að sér sérstaka ráðgjöf um löggæslumál fyrir dómsmálaráðherra. Að því loknu tekur við starfslokasamningur sem tryggir honum óskert laun til júníloka árið 2021. Mánaðarlaun ríkislögreglustjóra eru 1.750 þúsund krónur á mánuði og þar sem hann verður á fullum launum í átján mánuði nema launagreiðslur á tímabilinu ríflega 31 milljón króna. Við það bætist síðan orlof og biðlaun sem hann fer á í júlí 2021. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fordæmir starfslokagreiðslurnar sem hann segir óeðlilega háar. „Það er ótrúlegt að við séum með einhverja pólitíska forréttindastétt sem lýtur einhverjum allt öðrum lögmálum en venjulegt fólk. Við sem erum að starfa innan verkalýðshreyfingarinnar hljótum að gera þá kröfu að við séum með sömu leikreglur fyrir alla," segir Ragnar Þór.Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmHaraldur fer á biðlaun frá 1. júlí 2021 til 31. desember sama ár. Um miðjan janúar 2022 fær hann síðan greitt orlof fyrir fyrrgreindan tíma en það jafngildir þriggja mánaða launum. „Þegar venjulegt fólk þarf að vinna út sinn uppsagnarfrest, það getur reyndar eftir svona langan starfsaldur fengið sex mánuði, en það er í undantekningartilvikum sem hann er borgaður út án vinnuframlags. Að verða síðan á sama tíma vitni af alls konar sérdílum og loforðum til þeirra sem standa sig vel í að verja þessa pólitísku elítu; að þeir fái þá annað hvort þægilegt starf hjá utanríkisþjónustu eða einhverja svona starfslokagreiðslu," segir Ragnar Þór. „Þetta er einfaldlega óþolandi og er ekki boðlegt lengur. Ég held að fólk sé algjörlega búið að fá upp í kok af þessu," segir Ragnar Þór. Kjaramál Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. Líkt og greint var frá í gær lætur Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, af störfum um áramót. Frá 1. janúar til marsloka á næsta ári tekur hann að sér sérstaka ráðgjöf um löggæslumál fyrir dómsmálaráðherra. Að því loknu tekur við starfslokasamningur sem tryggir honum óskert laun til júníloka árið 2021. Mánaðarlaun ríkislögreglustjóra eru 1.750 þúsund krónur á mánuði og þar sem hann verður á fullum launum í átján mánuði nema launagreiðslur á tímabilinu ríflega 31 milljón króna. Við það bætist síðan orlof og biðlaun sem hann fer á í júlí 2021. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fordæmir starfslokagreiðslurnar sem hann segir óeðlilega háar. „Það er ótrúlegt að við séum með einhverja pólitíska forréttindastétt sem lýtur einhverjum allt öðrum lögmálum en venjulegt fólk. Við sem erum að starfa innan verkalýðshreyfingarinnar hljótum að gera þá kröfu að við séum með sömu leikreglur fyrir alla," segir Ragnar Þór.Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmHaraldur fer á biðlaun frá 1. júlí 2021 til 31. desember sama ár. Um miðjan janúar 2022 fær hann síðan greitt orlof fyrir fyrrgreindan tíma en það jafngildir þriggja mánaða launum. „Þegar venjulegt fólk þarf að vinna út sinn uppsagnarfrest, það getur reyndar eftir svona langan starfsaldur fengið sex mánuði, en það er í undantekningartilvikum sem hann er borgaður út án vinnuframlags. Að verða síðan á sama tíma vitni af alls konar sérdílum og loforðum til þeirra sem standa sig vel í að verja þessa pólitísku elítu; að þeir fái þá annað hvort þægilegt starf hjá utanríkisþjónustu eða einhverja svona starfslokagreiðslu," segir Ragnar Þór. „Þetta er einfaldlega óþolandi og er ekki boðlegt lengur. Ég held að fólk sé algjörlega búið að fá upp í kok af þessu," segir Ragnar Þór.
Kjaramál Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15
Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23
Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59