Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2019 06:45 Katrín sést hér við hlið Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, þar sem þær ræða ásamt fleiri kvenleiðtogum við Englandsdrottningu. vísir/getty Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. Fundurinn er í tilefni af 70 ára afmæli bandalagsins og hófst í gær. Dagskráin var þétt hjá Katrínu. Þannig fór hún síðdegis í móttöku í Buckingham-höll í boði Elísabetar II Englandsdrottningar. Á vef Ríkisútvarpsins er birt myndskeið af því þegar Katrín kemur til móttökunnar og sést hún þar ræða í dágóða stund bæði við Elísabetu og Karl Bretaprins, sem heyrist minnast á veiðiferð en hann hefur komið til Íslands til að renna fyrir laxi.Katrín sést hér fara inn í Downing-stræti 10 þar sem hún sat kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyKatrín var síðan í hópi annarra kvenleiðtoga, meðal annars þeirra Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, sem ræddu nánar við Englandsdrottningu í móttökunni. Katrín snæddi svo kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í Downing-stræti 10 ásamt öðrum þjóðarleiðtogum NATO. Fyrr um daginn hafði forsætisráðherra haldið ræðu í Chatham House, einni virtustu hugveitu Breta á sviði alþjóðamála.Hópmynd sem tekin var af þjóðarleiðtogunum í Buckingham-höll. Katrín stendur á milli þeirra Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.vísir/gettyKatrín hóf ræðu sína á að ræða hvarf Ok-jökuls fyrr á árinu sem hún sagði til marks um loftslagsvána sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Hún hvatti leiðtoga heimsins til þess að setja umhverfis- og fjölskyldumál á oddinn í stað þess að einblína eingöngu á hagvöxt. Í því samhengi kallaði hún eftir því að litið væri til annarra mælikvarða en vergrar landsframleiðslu til að meta velmegun þjóða og tók hún sem dæmi mælikvarðana um hagsæld og lífsgæði, sem íslensk stjórnvöld kynntu í september síðastliðnum. Ræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Eins og áður segir heldur leiðtogafundur NATO áfram í dag og mun Katrín þá eiga tvíhliða fundi með Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og António Costa, forsætisráðherra Portúgals. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækir einnig fund NATO fyrir Íslands hönd. Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 „Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. 3. desember 2019 07:00 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. Fundurinn er í tilefni af 70 ára afmæli bandalagsins og hófst í gær. Dagskráin var þétt hjá Katrínu. Þannig fór hún síðdegis í móttöku í Buckingham-höll í boði Elísabetar II Englandsdrottningar. Á vef Ríkisútvarpsins er birt myndskeið af því þegar Katrín kemur til móttökunnar og sést hún þar ræða í dágóða stund bæði við Elísabetu og Karl Bretaprins, sem heyrist minnast á veiðiferð en hann hefur komið til Íslands til að renna fyrir laxi.Katrín sést hér fara inn í Downing-stræti 10 þar sem hún sat kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyKatrín var síðan í hópi annarra kvenleiðtoga, meðal annars þeirra Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, sem ræddu nánar við Englandsdrottningu í móttökunni. Katrín snæddi svo kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í Downing-stræti 10 ásamt öðrum þjóðarleiðtogum NATO. Fyrr um daginn hafði forsætisráðherra haldið ræðu í Chatham House, einni virtustu hugveitu Breta á sviði alþjóðamála.Hópmynd sem tekin var af þjóðarleiðtogunum í Buckingham-höll. Katrín stendur á milli þeirra Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.vísir/gettyKatrín hóf ræðu sína á að ræða hvarf Ok-jökuls fyrr á árinu sem hún sagði til marks um loftslagsvána sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Hún hvatti leiðtoga heimsins til þess að setja umhverfis- og fjölskyldumál á oddinn í stað þess að einblína eingöngu á hagvöxt. Í því samhengi kallaði hún eftir því að litið væri til annarra mælikvarða en vergrar landsframleiðslu til að meta velmegun þjóða og tók hún sem dæmi mælikvarðana um hagsæld og lífsgæði, sem íslensk stjórnvöld kynntu í september síðastliðnum. Ræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Eins og áður segir heldur leiðtogafundur NATO áfram í dag og mun Katrín þá eiga tvíhliða fundi með Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og António Costa, forsætisráðherra Portúgals. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækir einnig fund NATO fyrir Íslands hönd.
Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 „Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. 3. desember 2019 07:00 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03
„Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. 3. desember 2019 07:00
Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent