Barnabótakerfið fátæktarhjálp en ekki almennur stuðningur við barnafjölskyldur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2019 09:00 Barnabótakerfið á Íslandi styður eingöngu við allra tekjulægstu hópana í samfélaginu og er í raun fátæktarhjálp í stað þess að vera almennur stuðningur við barnafjölskyldur eins og annarsstaðar á Norðurlöndunum. Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur vann skýrslu fyrir BSRB um barnabótakerfið á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Stóra niðurstaðan er sú að hið íslenska er mjög ólíkt hinum kerfunum.Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur.Stöð2„Munurinn felst í því að íslenska barnabótakerfið er ákaflega lágtekjumiðað á meðan að norrænu barnabótakerfin miða frekar að því að draga úr fjárhagslegum afleiðingum barneigna fyrir fjölskyldur óháð efnahag almennt,“ segir Kolbeinn. Á Íslandi eru barnabætur tekjutengdar. Skerðingarmörkin liggja lágt og skerðingarhlutfallið er hátt. Eins og sést á skýringarmynd hér að neðan fær par á Íslandi með meðallaun og tvö börn undir sjö ára aldri nær engar bætur, eða tæpar 500 krónur á mánuði. Á meðan eru bæturnar 30.000 – 40.000 krónur á mánuði í hinum löndunum.Bæturnar eru ívið lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Grafík/HafsteinnÞeir sem eru með lægri tekjur fá þó einhverjar bætur. Par með rétt yfir lágmarkslaunum og tvö börn yngri en sjö ára. Undir þeim kringumstæðum fær íslenskra parið háar bætur í samanburði við aðra. En þegar börnin eru orðin eldri en sjö ára verða bæturnar lægstar hér á landi.Gula súlan sýnir bætur ef börn eru eldri en sjö ára gömul. Sú bláa ef börn eru yngri en sjö ára.Grafík/HafsteinnÁ Íslandi eru greiddar uppbætur fyrir yngri börn. „Það er ekki endilega augljóst að þetta sé rökrétt. Erlendar rannsóknir benda til dæmis til þess að kostnaður við yngri börn sé kannski meiri í tíma og orku en þegar börnin verða eldri þá taki þau minni tíma en fara að kosta meiri peninga, segir Kolbeinn. Eina landið sem er með tekjuskerðingu eins og íslenska kerfið er Danmörk. Skerðingarmörkin þar eru hins vegar mun hærri. „Í staðinn fyrir að vera með lágtekjumiðað barnabótakerfi eru þau með kerfi sem dregur úr stuðningi við hátekjufjölskyldur, segir Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur. Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Barnabótakerfið á Íslandi styður eingöngu við allra tekjulægstu hópana í samfélaginu og er í raun fátæktarhjálp í stað þess að vera almennur stuðningur við barnafjölskyldur eins og annarsstaðar á Norðurlöndunum. Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur vann skýrslu fyrir BSRB um barnabótakerfið á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Stóra niðurstaðan er sú að hið íslenska er mjög ólíkt hinum kerfunum.Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur.Stöð2„Munurinn felst í því að íslenska barnabótakerfið er ákaflega lágtekjumiðað á meðan að norrænu barnabótakerfin miða frekar að því að draga úr fjárhagslegum afleiðingum barneigna fyrir fjölskyldur óháð efnahag almennt,“ segir Kolbeinn. Á Íslandi eru barnabætur tekjutengdar. Skerðingarmörkin liggja lágt og skerðingarhlutfallið er hátt. Eins og sést á skýringarmynd hér að neðan fær par á Íslandi með meðallaun og tvö börn undir sjö ára aldri nær engar bætur, eða tæpar 500 krónur á mánuði. Á meðan eru bæturnar 30.000 – 40.000 krónur á mánuði í hinum löndunum.Bæturnar eru ívið lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Grafík/HafsteinnÞeir sem eru með lægri tekjur fá þó einhverjar bætur. Par með rétt yfir lágmarkslaunum og tvö börn yngri en sjö ára. Undir þeim kringumstæðum fær íslenskra parið háar bætur í samanburði við aðra. En þegar börnin eru orðin eldri en sjö ára verða bæturnar lægstar hér á landi.Gula súlan sýnir bætur ef börn eru eldri en sjö ára gömul. Sú bláa ef börn eru yngri en sjö ára.Grafík/HafsteinnÁ Íslandi eru greiddar uppbætur fyrir yngri börn. „Það er ekki endilega augljóst að þetta sé rökrétt. Erlendar rannsóknir benda til dæmis til þess að kostnaður við yngri börn sé kannski meiri í tíma og orku en þegar börnin verða eldri þá taki þau minni tíma en fara að kosta meiri peninga, segir Kolbeinn. Eina landið sem er með tekjuskerðingu eins og íslenska kerfið er Danmörk. Skerðingarmörkin þar eru hins vegar mun hærri. „Í staðinn fyrir að vera með lágtekjumiðað barnabótakerfi eru þau með kerfi sem dregur úr stuðningi við hátekjufjölskyldur, segir Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur.
Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira