Biðja stjórnendur og kennara afsökunar Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 19:12 Í yfirlýsingu frá bæjarfulltrúunum segir að meirihlutinn hafi átt góðan fund með stjórnendum og kennurum skólans í dag. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi segjast bera traust til stjórnenda og kennara Grunnskóla Seltjarnarness. Þeir segjast harma misskilning sem hafi orðið vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og biðjast afsökunar. Málið snýr að námsmati skólans síðasta vor sem hefur valdið deilum síðustu daga. Annars vegar bað meirihlutinn nýútskrifaða 10. bekkinga og foreldra þeirra afsökunar og hins vegar sagði í bókun Neslistans/Viðreisnar að skólinn fengi falleinkunn fyrir innleiðingu á námsmati. Kennsla var svo felld niður í 7. til 10. bekk í skólanum í gær þar sem kennurum þótti verulega að sér vegið.Sjá einnig: „Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“Í yfirlýsingu frá bæjarfulltrúunum segir að meirihlutinn hafi átt góðan fund með stjórnendum og kennurum skólans í dag. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi harma þann misskilning, sem orðið hefur, vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi, meðal kennara og bæjarbúa þar sem skilja mátti að vegið væri að kennurum vegna vinnu þeirra við námsmat síðast liðið vor. Meirihlutinn biðst afsökunar á því og vill árétta fullt traust við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. Ekki var rétt, í fyrri bókun okkar að vísa til tilfinningalegs tjóns og afleiðinga því valdandi og drögum við þá fullyrðingu til baka,“ segir í yfirlýsingunni. Greinargerð sem tekin var saman um námsmatið að ósk bæjarins verður aðgengilegt á vef hans á morgun. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24 Meirihlutinn boðar kennarana á Nesinu á sinn fund Meirihluti bæjarstjórnar lýsir fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. 2. desember 2019 15:44 „Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30 Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi segjast bera traust til stjórnenda og kennara Grunnskóla Seltjarnarness. Þeir segjast harma misskilning sem hafi orðið vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og biðjast afsökunar. Málið snýr að námsmati skólans síðasta vor sem hefur valdið deilum síðustu daga. Annars vegar bað meirihlutinn nýútskrifaða 10. bekkinga og foreldra þeirra afsökunar og hins vegar sagði í bókun Neslistans/Viðreisnar að skólinn fengi falleinkunn fyrir innleiðingu á námsmati. Kennsla var svo felld niður í 7. til 10. bekk í skólanum í gær þar sem kennurum þótti verulega að sér vegið.Sjá einnig: „Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“Í yfirlýsingu frá bæjarfulltrúunum segir að meirihlutinn hafi átt góðan fund með stjórnendum og kennurum skólans í dag. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi harma þann misskilning, sem orðið hefur, vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi, meðal kennara og bæjarbúa þar sem skilja mátti að vegið væri að kennurum vegna vinnu þeirra við námsmat síðast liðið vor. Meirihlutinn biðst afsökunar á því og vill árétta fullt traust við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. Ekki var rétt, í fyrri bókun okkar að vísa til tilfinningalegs tjóns og afleiðinga því valdandi og drögum við þá fullyrðingu til baka,“ segir í yfirlýsingunni. Greinargerð sem tekin var saman um námsmatið að ósk bæjarins verður aðgengilegt á vef hans á morgun.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24 Meirihlutinn boðar kennarana á Nesinu á sinn fund Meirihluti bæjarstjórnar lýsir fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. 2. desember 2019 15:44 „Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30 Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24
Meirihlutinn boðar kennarana á Nesinu á sinn fund Meirihluti bæjarstjórnar lýsir fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. 2. desember 2019 15:44
„Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30
Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43