Stundar loksins áhyggjulaust kynlíf þökk sé einni pillu á dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2019 14:00 Páll Óskar Hjálmtýsson segir að honum líði eins og hann sé að lifa lífinu upp á nýtt. Vísir/Vilhelm Um 140 karlmenn á Íslandi sem stunda kynlíf með karlmönnum taka daglega inn lyfið Truvada, betur þekkt af mörgum sem PrEP. Um er að ræða forvörn gegn HIV smiti. Landspítalinn hóf tilraunaverkefni í júní 2018 um notkun lyfsins og lyfjagreiðslunefnd samþykkti niðurgreiðslu þess. Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari er einn þeirra sem tekur lyfið inn daglega og segist í viðtali við Fréttablaðið í dag hafa verið algjörlega öruggur um kynheilbrigði sitt síðan. Truvada kom fyrst á markað árið 2012. Um er að ræða hleðslulyf sem myndar varnarvegg við HIV-smiti. Auk þess að taka inn pilluna fara notendur í skoðun á þriggja mánaða fresti. „Ég er prófaður fyrir HIV, sýfilis, klamýdíu, lekanda og fleiri kynsjúkdómum, sem ég annars tékkaði á kannski á 6 mánaða til árs fresti. Ég fæ ekki að taka PrEP eftirlitslaust og eftirlitið skiptir hér gríðarlegu máli,“ segir Páll Óskar við Fréttablaðið.Truvada hefur verið á markaði frá árinu 2012. Tilraunaverkefni Landspítalans hefur staðið yfir í um átján mánuði.„Þessu fylgir mikið frelsi. Ég hef engar áhyggjur af sjálfum mér eða að smita bólfélaga minn. Loks núna er ég að fá að lifa áhyggjulausu lífi, sem ég hef ekki fengið að lifa síðan 1987. Óttinn við HIV orðinn fullkomlega ástæðulaus.“ Kostnaður við lyfið er mikill en að fullu niðurgreitt fyrir þá 140 sem taka þátt í tilraunaverkefni Landspítalans. Páll Óskar ræddi málin í framhaldinu í Morgunútvarpinu og sagði lyfið hafa losað um þrjátíu ára gamlan hnút í maganum eftir að hann fór að taka lyfið. „Þú getur ímyndað þér hvaða áhrif það hefur á sálarlíf þitt. Að fá að upplifa áhyggjulaust kynlíf,“ segir hann. „Þetta er eins og að fá tækifæri til að lifa lífinu upp á nýtt.“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, ráðleggur samkynhneigðum mönnum að nota áfram smokka þó að þeir séu á lyfinu. Enda sé enn hætta að smitast af öðrum kynsjúkdómum. Bryndís Sigurðardóttir læknir fjallaði um Truvada á málstofu HIV Íslands á Alþjóðlega Alnæmisdeginum 1. desember 2017. Erindið má sjá hér að neðan. Heilbrigðismál Hinsegin Kynlíf Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Um 140 karlmenn á Íslandi sem stunda kynlíf með karlmönnum taka daglega inn lyfið Truvada, betur þekkt af mörgum sem PrEP. Um er að ræða forvörn gegn HIV smiti. Landspítalinn hóf tilraunaverkefni í júní 2018 um notkun lyfsins og lyfjagreiðslunefnd samþykkti niðurgreiðslu þess. Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari er einn þeirra sem tekur lyfið inn daglega og segist í viðtali við Fréttablaðið í dag hafa verið algjörlega öruggur um kynheilbrigði sitt síðan. Truvada kom fyrst á markað árið 2012. Um er að ræða hleðslulyf sem myndar varnarvegg við HIV-smiti. Auk þess að taka inn pilluna fara notendur í skoðun á þriggja mánaða fresti. „Ég er prófaður fyrir HIV, sýfilis, klamýdíu, lekanda og fleiri kynsjúkdómum, sem ég annars tékkaði á kannski á 6 mánaða til árs fresti. Ég fæ ekki að taka PrEP eftirlitslaust og eftirlitið skiptir hér gríðarlegu máli,“ segir Páll Óskar við Fréttablaðið.Truvada hefur verið á markaði frá árinu 2012. Tilraunaverkefni Landspítalans hefur staðið yfir í um átján mánuði.„Þessu fylgir mikið frelsi. Ég hef engar áhyggjur af sjálfum mér eða að smita bólfélaga minn. Loks núna er ég að fá að lifa áhyggjulausu lífi, sem ég hef ekki fengið að lifa síðan 1987. Óttinn við HIV orðinn fullkomlega ástæðulaus.“ Kostnaður við lyfið er mikill en að fullu niðurgreitt fyrir þá 140 sem taka þátt í tilraunaverkefni Landspítalans. Páll Óskar ræddi málin í framhaldinu í Morgunútvarpinu og sagði lyfið hafa losað um þrjátíu ára gamlan hnút í maganum eftir að hann fór að taka lyfið. „Þú getur ímyndað þér hvaða áhrif það hefur á sálarlíf þitt. Að fá að upplifa áhyggjulaust kynlíf,“ segir hann. „Þetta er eins og að fá tækifæri til að lifa lífinu upp á nýtt.“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, ráðleggur samkynhneigðum mönnum að nota áfram smokka þó að þeir séu á lyfinu. Enda sé enn hætta að smitast af öðrum kynsjúkdómum. Bryndís Sigurðardóttir læknir fjallaði um Truvada á málstofu HIV Íslands á Alþjóðlega Alnæmisdeginum 1. desember 2017. Erindið má sjá hér að neðan.
Heilbrigðismál Hinsegin Kynlíf Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira