Icelandair lagt í mikla vinnu við að skoða Hvassahraun Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2019 13:27 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Mynd/Vilhelm. Icelandair hefur á eigin vegum lagt mikla vinnu í að skoða kosti nýs alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé á málið áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll á suðvesturhorni landsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.Ein útfærslan á innanlands- og millilandaflugvelli í Hvassahrauni. Flugbrautir eru teiknaðar í brautarstefnu til að snúa beint upp í erfiðustu vindáttir, miðað við niðurstöður sem þegar liggja fyrir úr veðurfarsrannsóknum. Hér er norðvestur-suðaustur flugbraut sýnd sunnan við flugstöðTeikning/Goldberg Partners International.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var greint frá því að ráðamenn Icelandair vilja að haldið verði áfram að skoða þann möguleika að gert verði ráð fyrir millilandaflugvelli í Hvassahrauni. Sjá hér: Icelandair vill skoða Hvassahraun fyrir bæði innanlands- og millilandaflug „Horfandi marga áratugi fram í tímann þá held ég að það sé engin spurning að það sé hagkvæmt fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa sameiginlegan völl hér á suðvesturhorninu fyrir innanlands- og millilandaflug, þar sem er hægt að tengja þessi flug betur saman, - koma ferðamönnum betur út á land. Þannig að þessi þjónusta okkar, eigum við að segja, verði smurðari,“ segir Bogi Nils. „Ég held að það sé engin spurning að til lengri tíma þá er það þjóðhagslega hagkvæmt, ef við horfum til tuga ára. En þetta er mjög stór ákvörðun og fjárfesting sem þarf að fara mjög vandlega yfir.“Flugvöllur í Hvassahrauni yrði um 20 kílómetra frá miðborg Reykjavíkur. Fjær má sjá álverið í Straumsvík og byggðina í Hafnarfirði. Norðvestur-suðaustur flugbraut er hér sýnd norðan við flugstöð.Mynd/Goldberg Partners International.Athygli vakti í frétt Stöðvar 2 að búið er leggja talsverða vinnu í að teikna upp hvernig flugvöllur í Hvassahrauni gæti litið út. „Við höfum unnið talsverða vinnu hér innanhúss á undanförnum árum og niðurstöður þeirrar vinnu eru alltaf sú að þetta er hagkvæmur kostur, sem við eigum að skoða frekar. En ég ítreka enn og aftur: Þetta er mjög stór fjárfesting, stór ákvörðun, og á sama tíma erum við að fjárfesta í Keflavík. Þannig að þetta er mjög erfitt og flókið viðfangsefni,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hér má heyra frétt Bylgjunnar: Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hafnarfjörður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Vogar Tengdar fréttir Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll Nýr flugvöllur í Hvassahrauni, sem myndi þjóna bæði millilanda- og innanlandsflugi, er nú til ítarlegrar skoðunar á vegum Rögnunefndar. 11. apríl 2015 19:45 Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Icelandair hefur á eigin vegum lagt mikla vinnu í að skoða kosti nýs alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé á málið áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll á suðvesturhorni landsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.Ein útfærslan á innanlands- og millilandaflugvelli í Hvassahrauni. Flugbrautir eru teiknaðar í brautarstefnu til að snúa beint upp í erfiðustu vindáttir, miðað við niðurstöður sem þegar liggja fyrir úr veðurfarsrannsóknum. Hér er norðvestur-suðaustur flugbraut sýnd sunnan við flugstöðTeikning/Goldberg Partners International.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var greint frá því að ráðamenn Icelandair vilja að haldið verði áfram að skoða þann möguleika að gert verði ráð fyrir millilandaflugvelli í Hvassahrauni. Sjá hér: Icelandair vill skoða Hvassahraun fyrir bæði innanlands- og millilandaflug „Horfandi marga áratugi fram í tímann þá held ég að það sé engin spurning að það sé hagkvæmt fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa sameiginlegan völl hér á suðvesturhorninu fyrir innanlands- og millilandaflug, þar sem er hægt að tengja þessi flug betur saman, - koma ferðamönnum betur út á land. Þannig að þessi þjónusta okkar, eigum við að segja, verði smurðari,“ segir Bogi Nils. „Ég held að það sé engin spurning að til lengri tíma þá er það þjóðhagslega hagkvæmt, ef við horfum til tuga ára. En þetta er mjög stór ákvörðun og fjárfesting sem þarf að fara mjög vandlega yfir.“Flugvöllur í Hvassahrauni yrði um 20 kílómetra frá miðborg Reykjavíkur. Fjær má sjá álverið í Straumsvík og byggðina í Hafnarfirði. Norðvestur-suðaustur flugbraut er hér sýnd norðan við flugstöð.Mynd/Goldberg Partners International.Athygli vakti í frétt Stöðvar 2 að búið er leggja talsverða vinnu í að teikna upp hvernig flugvöllur í Hvassahrauni gæti litið út. „Við höfum unnið talsverða vinnu hér innanhúss á undanförnum árum og niðurstöður þeirrar vinnu eru alltaf sú að þetta er hagkvæmur kostur, sem við eigum að skoða frekar. En ég ítreka enn og aftur: Þetta er mjög stór fjárfesting, stór ákvörðun, og á sama tíma erum við að fjárfesta í Keflavík. Þannig að þetta er mjög erfitt og flókið viðfangsefni,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hér má heyra frétt Bylgjunnar:
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hafnarfjörður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Vogar Tengdar fréttir Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll Nýr flugvöllur í Hvassahrauni, sem myndi þjóna bæði millilanda- og innanlandsflugi, er nú til ítarlegrar skoðunar á vegum Rögnunefndar. 11. apríl 2015 19:45 Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll Nýr flugvöllur í Hvassahrauni, sem myndi þjóna bæði millilanda- og innanlandsflugi, er nú til ítarlegrar skoðunar á vegum Rögnunefndar. 11. apríl 2015 19:45
Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30
Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30
Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent