„Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 07:00 Donald Trump við komuna til Bretlands. AP/Frank Augstein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. Þar mun hann líklegast halda áfram að gagnrýna aðra meðlimi bandalagsins vegna fjárútláta þeirra til varnarmála. Á síðustu leiðtogafundum NATO hefur Trump gagnrýnt aðrar þjóðir í bandalaginu og krafist þess að þær verji meira til varnarmála. Leiðtogar annarra NATO-ríkja hafa áhyggjur vegna viðhorfs Trump til bandalagsins. Sérstaklega með tilliti til þess að hann hefur ekki viljað staðfesta að hann myndi standa við fimmtu grein stofnsamnings NATO, sem snýr að því að árás á eitt ríki bandalagsins sé árás á þau öll. Þeirri grein hefur einungis einu sinni verið beitt og það var þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York árið 2001. Trump hefur sömuleiðis hótað því að draga Bandaríkin úr NATO, hækki önnur ríki ekki varnarútlát sín. Forsvarsmenn NATO óttast ekki einungis Trump heldur einnig Emmanuel Macron, sem hefur verið óvægin í máli gagnvart bandalaginu og þá sérstaklega Bandaríkjunum að undanförnu. Í viðtali í síðasta mánuði lýsti hann því til dæmis yfir að NATO væri „heiladautt“ en hann er sagður vera reiður yfir einhliða aðgerðum Bandaríkjanna í Sýrlandi og annars staðar á síðustu misserum. Einn starfsmaður NATO sagði til dæmis við Washington Post í gær að það væru um helmingslíkur á því að sjóða myndi upp úr á leiðtogafundinum. Annar sagði bandalagið þjást af áfallastreituröskun og að forsvarsmenn þess hefðu sífellt áhyggjur af viðbrögðum Trump við ákvörðunum þeirra.Fundurinn er ekki af hefðbundnu sniði. Leiðtogarnir munu fá móttöku í Buckingham-höllinni og munu þeir ekki snæða saman eins og hefð er fyrir. Þar að auki munu leiðtogarnir ekki funda yfir tvo daga eins og áður heldur eingöngu ræða saman í þrjá tíma á miðvikudaginn. Bandaríkin Bretland Frakkland NATO Tengdar fréttir Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00 Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Bandaríkin vilja að herdeildir, orrustuþotur og herskip verði klár í slaginn með stuttum fyrirvara. 5. júní 2018 16:52 Hætta að selja Tyrkjum vopn Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins. 15. október 2019 19:15 Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50 Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45 Merkel ósammála Macron og segir NATO aldrei hafa verið mikilvægara Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í dag að Atlantshafsbandalagið væri alveg jafnmikilvægt nú og í kalda stríðinu. Evrópa gæti ekki varið sig sjálf og þyrfti að treysta á NATO-samstarfið. 27. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. Þar mun hann líklegast halda áfram að gagnrýna aðra meðlimi bandalagsins vegna fjárútláta þeirra til varnarmála. Á síðustu leiðtogafundum NATO hefur Trump gagnrýnt aðrar þjóðir í bandalaginu og krafist þess að þær verji meira til varnarmála. Leiðtogar annarra NATO-ríkja hafa áhyggjur vegna viðhorfs Trump til bandalagsins. Sérstaklega með tilliti til þess að hann hefur ekki viljað staðfesta að hann myndi standa við fimmtu grein stofnsamnings NATO, sem snýr að því að árás á eitt ríki bandalagsins sé árás á þau öll. Þeirri grein hefur einungis einu sinni verið beitt og það var þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York árið 2001. Trump hefur sömuleiðis hótað því að draga Bandaríkin úr NATO, hækki önnur ríki ekki varnarútlát sín. Forsvarsmenn NATO óttast ekki einungis Trump heldur einnig Emmanuel Macron, sem hefur verið óvægin í máli gagnvart bandalaginu og þá sérstaklega Bandaríkjunum að undanförnu. Í viðtali í síðasta mánuði lýsti hann því til dæmis yfir að NATO væri „heiladautt“ en hann er sagður vera reiður yfir einhliða aðgerðum Bandaríkjanna í Sýrlandi og annars staðar á síðustu misserum. Einn starfsmaður NATO sagði til dæmis við Washington Post í gær að það væru um helmingslíkur á því að sjóða myndi upp úr á leiðtogafundinum. Annar sagði bandalagið þjást af áfallastreituröskun og að forsvarsmenn þess hefðu sífellt áhyggjur af viðbrögðum Trump við ákvörðunum þeirra.Fundurinn er ekki af hefðbundnu sniði. Leiðtogarnir munu fá móttöku í Buckingham-höllinni og munu þeir ekki snæða saman eins og hefð er fyrir. Þar að auki munu leiðtogarnir ekki funda yfir tvo daga eins og áður heldur eingöngu ræða saman í þrjá tíma á miðvikudaginn.
Bandaríkin Bretland Frakkland NATO Tengdar fréttir Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00 Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Bandaríkin vilja að herdeildir, orrustuþotur og herskip verði klár í slaginn með stuttum fyrirvara. 5. júní 2018 16:52 Hætta að selja Tyrkjum vopn Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins. 15. október 2019 19:15 Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50 Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45 Merkel ósammála Macron og segir NATO aldrei hafa verið mikilvægara Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í dag að Atlantshafsbandalagið væri alveg jafnmikilvægt nú og í kalda stríðinu. Evrópa gæti ekki varið sig sjálf og þyrfti að treysta á NATO-samstarfið. 27. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00
Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Bandaríkin vilja að herdeildir, orrustuþotur og herskip verði klár í slaginn með stuttum fyrirvara. 5. júní 2018 16:52
Hætta að selja Tyrkjum vopn Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins. 15. október 2019 19:15
Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50
Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45
Merkel ósammála Macron og segir NATO aldrei hafa verið mikilvægara Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í dag að Atlantshafsbandalagið væri alveg jafnmikilvægt nú og í kalda stríðinu. Evrópa gæti ekki varið sig sjálf og þyrfti að treysta á NATO-samstarfið. 27. nóvember 2019 18:30