Meirihlutinn boðar kennarana á Nesinu á sinn fund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2019 15:44 Bæjarfulltrúar Seltjarnarness sem náðu kjöri í kosningunum 2018. Grafík/Hjalti Meirihluti bæjarstjórnar lýsir fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá meirihlutanum sem Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri sendir fyrir hönd meirihlutans. Tilefnið er ákvörðun skólastjóra að fella niður kennslu í 7. til 10. bekk í skólanum í dag vegna þess að þeim finnst að sér vegið í nýlegum bókunum bæjarfulltrúa. Fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins báðu nýútskrifaða 10. bekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því hvernig námsmati var háttað á síðasta skólaári. Þá sagði fulltrúi Viðreisnar/Neslistans að skólinn fengi falleinkunn fyrir innleiðingu sína. „Við vitum að mikill metnaður er innan Grunnskóla Seltjarnarness um gott skólastarf og mikilvægt er að sátt og traust ríki um allt sem viðkemur skólamálum á Nesinu. Meirihlutinn harmar þá stöðu sem upp er komin, og fundað verður um málið hið fyrsta. Boðað verður til fundar með kennurum skólans til að ræða þá stöðu sem upp er komin,“ segir í yfirlýsingu meirihlutans. Fjórir af sjö bæjarfulltrúum á Nesinu eru í Sjálfstæðisflokknum og mynda hreinan meirihluta. Í minnihlutanum eru tveir fulltrúar Samfylkingar og einn úr Neslista/viðreisn. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar harma viðbrögð kollega sinna í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins standa við afsökunarbeiðni sína. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Neslista/Viðreisnar, stendur sömuleiðis við bókun þess efnis að skólinn fái falleinkunn fyrir innleiðingu námsmats. Hann beri þó fullt traust til skólans og fólk sé dæmt af því hvernig það bregðist við mistökum. Í meistararitgerð Sigrúnar Brynjólfsdóttur um innleiðingu á nýju námsmati í grunnskóla, sem fór af stað með nýrri aðalnámskrá 2011 og 2013, var meðal niðurstaðna að skólar hefðu almennt hafið innleiðingu á nýju námsmati án þess að huga sérstaklega að undirbúningi eða ferlinu. Deildarstjórar upplifðu að þeir hefðu ekki fengið nægan stuðning við innleiðinguna frá Menntamálastofnun. „Deildarstjórar tókust á við töluverða andstöðu í kennarahópnum sem má rekja til þess að verkefnið var stærra og yfirgripsmeira en deildarstjórar gerðu ráð fyrir í upphafi innleiðingar. Helsti lærdómur sem má draga af niðurstöðum er hversu mikilvægt hlutverk deildarstjóra er í innleiðingarferli og hvað undirbúningur stjórnenda og samstarf við stofnanir skiptir miklu máli,“ segir í úrdrátti ritgerðarinnar. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24 „Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30 Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar lýsir fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá meirihlutanum sem Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri sendir fyrir hönd meirihlutans. Tilefnið er ákvörðun skólastjóra að fella niður kennslu í 7. til 10. bekk í skólanum í dag vegna þess að þeim finnst að sér vegið í nýlegum bókunum bæjarfulltrúa. Fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins báðu nýútskrifaða 10. bekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því hvernig námsmati var háttað á síðasta skólaári. Þá sagði fulltrúi Viðreisnar/Neslistans að skólinn fengi falleinkunn fyrir innleiðingu sína. „Við vitum að mikill metnaður er innan Grunnskóla Seltjarnarness um gott skólastarf og mikilvægt er að sátt og traust ríki um allt sem viðkemur skólamálum á Nesinu. Meirihlutinn harmar þá stöðu sem upp er komin, og fundað verður um málið hið fyrsta. Boðað verður til fundar með kennurum skólans til að ræða þá stöðu sem upp er komin,“ segir í yfirlýsingu meirihlutans. Fjórir af sjö bæjarfulltrúum á Nesinu eru í Sjálfstæðisflokknum og mynda hreinan meirihluta. Í minnihlutanum eru tveir fulltrúar Samfylkingar og einn úr Neslista/viðreisn. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar harma viðbrögð kollega sinna í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins standa við afsökunarbeiðni sína. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Neslista/Viðreisnar, stendur sömuleiðis við bókun þess efnis að skólinn fái falleinkunn fyrir innleiðingu námsmats. Hann beri þó fullt traust til skólans og fólk sé dæmt af því hvernig það bregðist við mistökum. Í meistararitgerð Sigrúnar Brynjólfsdóttur um innleiðingu á nýju námsmati í grunnskóla, sem fór af stað með nýrri aðalnámskrá 2011 og 2013, var meðal niðurstaðna að skólar hefðu almennt hafið innleiðingu á nýju námsmati án þess að huga sérstaklega að undirbúningi eða ferlinu. Deildarstjórar upplifðu að þeir hefðu ekki fengið nægan stuðning við innleiðinguna frá Menntamálastofnun. „Deildarstjórar tókust á við töluverða andstöðu í kennarahópnum sem má rekja til þess að verkefnið var stærra og yfirgripsmeira en deildarstjórar gerðu ráð fyrir í upphafi innleiðingar. Helsti lærdómur sem má draga af niðurstöðum er hversu mikilvægt hlutverk deildarstjóra er í innleiðingarferli og hvað undirbúningur stjórnenda og samstarf við stofnanir skiptir miklu máli,“ segir í úrdrátti ritgerðarinnar.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24 „Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30 Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24
„Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30
Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43