Emmanuel Petit, fyrrverandi heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu, hefur ekki mikið álit á Neymar, leikmanni Paris Saint-Germain.
Petit segir viðhorf Brasilíumannsins ekki vera til eftirbreytni og vorkennir samherjum hans.
„Hann spilar aðeins fyrir sjálfan sig,“ sagði Petit um Neymar.
„Settu þig í spor leikmanna PSG að þurfa að afbera hann. Leikmanns sem hægir sér á félagið og stuðningsmenn þess. Hann sýnir engum virðingu.“
Neymar hefur verið mikið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði og missti m.a. af Suður-Ameríkukeppninni í sumar þar sem Brasilía stóð uppi sem sigurvegari.
Neymar hefur verið hjá PSG síðan 2017 en hann kom til félagsins frá Barcelona.
