Pútín styður Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2019 20:30 Vladimír Pútín og Donald Trump virðast vera ágætis félagar. AP/Susan Walsh Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum.Fulltrúadeild Bandaríkjaþingssamþykkti í nótt að íslenskum tíma að ákæra Trump fyrir brot í starfi.Er honum gefið að sök að hafa misnotað vald sitt og að hafa heft framgang rannsóknar bandaríkjaþings. Trump er aðeins þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að vera ákærður af þinginu.Pútín hélt árlegan maraþonjólablaðamannafund sinn í dagog var hann spurður um vendingar næturinnar í Bandaríkjunum. Sakaði hann demókrataflokkinn um að ætla sér að bæta upp fyrir tapið í forsetakosningunum árið 2016 með því að ákæra Trump.„Fyrst með því að saka Trump um samsæri með Rússum og svo kemur í ljós að það var ekkert samsæri,“ sagði Pútín en rétt er að taka fram að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump sagði Robert Mueller, sem fór fyrir rannsókn málsins, að skýrsla hans hafi ekki hreinsaðhann af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið.Sagði Pútín að þar sem demókrötum hafi ekki tekist að ákæra forsetann fyrir þessi mál hafi þeir „skáldað upp“ þrýsting á forseta Úkraínu. Önnur ákæran snýr einmitt að því að Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári.Sagði Pútín að honum þætti það ólíklegt að Repúblikanar í öldungadeildinni, sem tekur fyrir ákærurnar, myndu greiða atkvæða með því að fjarlægja Trump úr embætti.„Ég efast um að þeir muni fjarlægja fulltrúa eigin flokks úr stóli byggða á ásökunum sem eru að mínu mati algjörlega tilbúar,“ sagði Pútín. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Stefnir í átök þingdeilda vegna ákæra gegn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gefið í skyn að Demókratar muni ekki senda ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, til öldungadeildarinnar strax. 19. desember 2019 11:15 Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum.Fulltrúadeild Bandaríkjaþingssamþykkti í nótt að íslenskum tíma að ákæra Trump fyrir brot í starfi.Er honum gefið að sök að hafa misnotað vald sitt og að hafa heft framgang rannsóknar bandaríkjaþings. Trump er aðeins þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að vera ákærður af þinginu.Pútín hélt árlegan maraþonjólablaðamannafund sinn í dagog var hann spurður um vendingar næturinnar í Bandaríkjunum. Sakaði hann demókrataflokkinn um að ætla sér að bæta upp fyrir tapið í forsetakosningunum árið 2016 með því að ákæra Trump.„Fyrst með því að saka Trump um samsæri með Rússum og svo kemur í ljós að það var ekkert samsæri,“ sagði Pútín en rétt er að taka fram að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump sagði Robert Mueller, sem fór fyrir rannsókn málsins, að skýrsla hans hafi ekki hreinsaðhann af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið.Sagði Pútín að þar sem demókrötum hafi ekki tekist að ákæra forsetann fyrir þessi mál hafi þeir „skáldað upp“ þrýsting á forseta Úkraínu. Önnur ákæran snýr einmitt að því að Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári.Sagði Pútín að honum þætti það ólíklegt að Repúblikanar í öldungadeildinni, sem tekur fyrir ákærurnar, myndu greiða atkvæða með því að fjarlægja Trump úr embætti.„Ég efast um að þeir muni fjarlægja fulltrúa eigin flokks úr stóli byggða á ásökunum sem eru að mínu mati algjörlega tilbúar,“ sagði Pútín.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Stefnir í átök þingdeilda vegna ákæra gegn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gefið í skyn að Demókratar muni ekki senda ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, til öldungadeildarinnar strax. 19. desember 2019 11:15 Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04
Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59
Stefnir í átök þingdeilda vegna ákæra gegn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gefið í skyn að Demókratar muni ekki senda ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, til öldungadeildarinnar strax. 19. desember 2019 11:15
Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00