Patrekur: Ekki víst að ég þjálfi meistaraflokkslið næsta vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2019 14:30 Patrekur ásamt aðstoðarmanni sínum, Claus Hansen, sem tekur við af honum næsta sumar. mynd/skjern Danska handboltaliðið Skjern tilkynnti í dag að Patrekur Jóhannesson myndi láta af þjálfun liðsins næsta sumar. Patrekur tók við liðinu síðasta sumar eftir að hafa gert Selfoss að Íslandsmeisturum. „Það eru svona þrjár vikur síðan ég tók þessa ákvörðun. Það var gluggi í samningnum sem gerði mér kleift að taka þessa ákvörðun núna. Þetta er búið að vera erfitt þar sem ég er með fjölskylduna heima og ég einn úti,“ segir Patrekur og bætti við að það væri gott að vera búinn að taka þessa ákvörðun og geta nú horft til framtíðar. „Þetta er samt ekkert búið hérna úti og við ætlum að láta til okkar taka í þessari sterku deild hérna eftir áramót. Aðstoðarmaður minn tekur svo við liðinu og það er fær þjálfari sem heldur áfram á sömu braut.“Sér ekki eftir neinu Þjálfarinn segist ekki sjá eftir því að hafa stokkið á þetta tækifæri þó svo það hafi verið stutt ævintýri að þessu sinni. „Alls ekki. Ég hefði alltaf séð eftir því ef ég hefði ekki tekið slaginn. Síðan ráða aðstæður því að ég hef ákveðið að fara heim,“ segir Patrekur en hefur hann þjálfað í síðasta sinn erlendis? „Ég vil nú ekki útiloka það en það verður að teljast ólíklegt að ég fari út á næstu árum þó svo maður viti aldrei hvað gerist. Hugurinn stefnir þó ekki aftur út á næstunni.“Gæti farið í unglingaþjálfun Patrekur segir alls óvíst hvað taki við er hann kemur heim. Hann sé nýbúinn að taka þessa ákvörðun og hefur ekkert ákveðið. „Ég verð nú að finna mér einhverja vinnu sama hver hún er. Það er ansi líklegt að ég geri eitthvað tengt handboltanum sama hvort það sé að þjálfa eitthvað lið eða hreinlega demba mér í unglingaþjálfun og láta gott af mér leiða þar. Mér finnst það líka spennandi. Það er því ekkert víst að ég fari að þjálfa meistaraflokkslið næsta vetur. Þetta verður bara allt að koma í ljós.“ Handbolti Tengdar fréttir Patrekur hættir hjá Skjern eftir tímabilið Hættir eftir aðeins eitt tímabil hjá Skjern í Danmörku. 19. desember 2019 10:04 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Danska handboltaliðið Skjern tilkynnti í dag að Patrekur Jóhannesson myndi láta af þjálfun liðsins næsta sumar. Patrekur tók við liðinu síðasta sumar eftir að hafa gert Selfoss að Íslandsmeisturum. „Það eru svona þrjár vikur síðan ég tók þessa ákvörðun. Það var gluggi í samningnum sem gerði mér kleift að taka þessa ákvörðun núna. Þetta er búið að vera erfitt þar sem ég er með fjölskylduna heima og ég einn úti,“ segir Patrekur og bætti við að það væri gott að vera búinn að taka þessa ákvörðun og geta nú horft til framtíðar. „Þetta er samt ekkert búið hérna úti og við ætlum að láta til okkar taka í þessari sterku deild hérna eftir áramót. Aðstoðarmaður minn tekur svo við liðinu og það er fær þjálfari sem heldur áfram á sömu braut.“Sér ekki eftir neinu Þjálfarinn segist ekki sjá eftir því að hafa stokkið á þetta tækifæri þó svo það hafi verið stutt ævintýri að þessu sinni. „Alls ekki. Ég hefði alltaf séð eftir því ef ég hefði ekki tekið slaginn. Síðan ráða aðstæður því að ég hef ákveðið að fara heim,“ segir Patrekur en hefur hann þjálfað í síðasta sinn erlendis? „Ég vil nú ekki útiloka það en það verður að teljast ólíklegt að ég fari út á næstu árum þó svo maður viti aldrei hvað gerist. Hugurinn stefnir þó ekki aftur út á næstunni.“Gæti farið í unglingaþjálfun Patrekur segir alls óvíst hvað taki við er hann kemur heim. Hann sé nýbúinn að taka þessa ákvörðun og hefur ekkert ákveðið. „Ég verð nú að finna mér einhverja vinnu sama hver hún er. Það er ansi líklegt að ég geri eitthvað tengt handboltanum sama hvort það sé að þjálfa eitthvað lið eða hreinlega demba mér í unglingaþjálfun og láta gott af mér leiða þar. Mér finnst það líka spennandi. Það er því ekkert víst að ég fari að þjálfa meistaraflokkslið næsta vetur. Þetta verður bara allt að koma í ljós.“
Handbolti Tengdar fréttir Patrekur hættir hjá Skjern eftir tímabilið Hættir eftir aðeins eitt tímabil hjá Skjern í Danmörku. 19. desember 2019 10:04 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Patrekur hættir hjá Skjern eftir tímabilið Hættir eftir aðeins eitt tímabil hjá Skjern í Danmörku. 19. desember 2019 10:04