Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2026 14:30 Zvonimir Srna, Marin Jelinic og Mario Sostaric kampakátir eftir sigurinn gegn Íslendingum síðasta föstudag. Getty/Sanjin Strukic Þó að augu Íslendinga séu á leiknum mikilvæga við Sviss í dag þá tekur við í kjölfarið afar áhugaverður grannaslagur Slóveníu og Króatíu í sama riðli, á EM í handbolta. Þar er leikmaður sem spilað hefur fyrir bæði landslið. Rétt eins og Íslendingar þá eru Slóvenar með örlög sín í eigin höndum. Vinni þeir Króatíu þá geta þeir tryggt sig áfram í undanúrslit með sigri gegn Íslandi á morgun. Lærisveinar Dags Sigurðssonar þurfa hins vegar að vinna sína leiki og treysta á að Ísland eða Svíþjóð tapi leik. Slóvenar urðu fyrir miklum skakkaföllum í aðdraganda EM en slóvenski miðillinn Ekipa segir þjálfarann Uros Zorman ekki lengur hafa afsakanir til að stefna ekki á verðlaun á mótinu. Liðið hafi sýnt hvað það geti með því að vinna Sviss, Færeyjar og Svartfjallaland, sem og svo Ungverja 35-32 á sunnudaginn. Eina tapið til þessa er 35-31 gegn heimamönnum, Svíum, í hörkuleik. Skipti um landslið eftir EM 2020 Einn þeirra sem Slóvenar þurfa að glíma við í dag er hægri hornamaðurinn Mario Sostaric sem var slóvenskur landsliðsmaður en gafst upp vegna skorts á tækifærum, eftir leikinn um bronsverðlaunin á EM 2020. Hann var orðinn þreyttur á að vera í skugganum á Blaz Janc og fleirum, og fór svo yfir landamærin í króatíska landsliðið. Mario Sostaric og félagar í króatíska landsliðinu eru ekki með örlögin í eigin höndum.EPA/Andreas Hillergren Sostaric mætti einmitt Slóvenum og vann þá á HM fyrir ári síðan, í leik sem skipti Íslendinga gríðarlegu máli. Króatar unnu þann leik 29-26, við gríðarlegan fögnuð á heimavelli sínum í Zagreb, en jafntefli eða sigur Slóvena hefði skilað Íslandi áfram í 8-liða úrslit á kostnað Króata. Grínast fyrst en svo tekur alvaran við „Við erum tilbúnir og búumst við afar tilfinningaríkum leik,“ sagði Sostaric við króatíska miðilinn RTL. „Þetta verður alvöru fullorðins slagur. Það er undir okkur komið að halda tilfinningunum í skefjum þar til leikurinn hefst. Við viljum færa þjóðinni sigur,“ sagði Sostaric og átti þá við króatísku þjóðina. Hann er orðinn vanur að mæta Slóvenum. „Ég hef mætt þeim oft og veit hvernig það er. Við grínumst aðeins og heilsumst en því er svo öllu ýtt til hliðar þegar leikurinn hefst og ég get ekki beðið eftir því,“ sagði Sostaric og kvaðst vongóður um að tveir sigrar myndu á endanum skila Króötum í undanúrslit mótsins. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Sjá meira
Rétt eins og Íslendingar þá eru Slóvenar með örlög sín í eigin höndum. Vinni þeir Króatíu þá geta þeir tryggt sig áfram í undanúrslit með sigri gegn Íslandi á morgun. Lærisveinar Dags Sigurðssonar þurfa hins vegar að vinna sína leiki og treysta á að Ísland eða Svíþjóð tapi leik. Slóvenar urðu fyrir miklum skakkaföllum í aðdraganda EM en slóvenski miðillinn Ekipa segir þjálfarann Uros Zorman ekki lengur hafa afsakanir til að stefna ekki á verðlaun á mótinu. Liðið hafi sýnt hvað það geti með því að vinna Sviss, Færeyjar og Svartfjallaland, sem og svo Ungverja 35-32 á sunnudaginn. Eina tapið til þessa er 35-31 gegn heimamönnum, Svíum, í hörkuleik. Skipti um landslið eftir EM 2020 Einn þeirra sem Slóvenar þurfa að glíma við í dag er hægri hornamaðurinn Mario Sostaric sem var slóvenskur landsliðsmaður en gafst upp vegna skorts á tækifærum, eftir leikinn um bronsverðlaunin á EM 2020. Hann var orðinn þreyttur á að vera í skugganum á Blaz Janc og fleirum, og fór svo yfir landamærin í króatíska landsliðið. Mario Sostaric og félagar í króatíska landsliðinu eru ekki með örlögin í eigin höndum.EPA/Andreas Hillergren Sostaric mætti einmitt Slóvenum og vann þá á HM fyrir ári síðan, í leik sem skipti Íslendinga gríðarlegu máli. Króatar unnu þann leik 29-26, við gríðarlegan fögnuð á heimavelli sínum í Zagreb, en jafntefli eða sigur Slóvena hefði skilað Íslandi áfram í 8-liða úrslit á kostnað Króata. Grínast fyrst en svo tekur alvaran við „Við erum tilbúnir og búumst við afar tilfinningaríkum leik,“ sagði Sostaric við króatíska miðilinn RTL. „Þetta verður alvöru fullorðins slagur. Það er undir okkur komið að halda tilfinningunum í skefjum þar til leikurinn hefst. Við viljum færa þjóðinni sigur,“ sagði Sostaric og átti þá við króatísku þjóðina. Hann er orðinn vanur að mæta Slóvenum. „Ég hef mætt þeim oft og veit hvernig það er. Við grínumst aðeins og heilsumst en því er svo öllu ýtt til hliðar þegar leikurinn hefst og ég get ekki beðið eftir því,“ sagði Sostaric og kvaðst vongóður um að tveir sigrar myndu á endanum skila Króötum í undanúrslit mótsins.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Sjá meira