Segir erlenda fjárfesta hafa mikinn áhuga á Landsneti Eiður Þór Árnason skrifar 18. desember 2019 20:15 Landsnet er hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða og tók til starfa í ársbyrjun 2005. Vísir/Vilhelm Landsnet gaf á dögunum út óverðtryggð skuldabréf fyrir hundrað milljónir Bandaríkjadollara, eða sem nemur 12,3 milljörðum íslenskra króna. Bréfin voru seld til alþjóðlegra fagfjárfesta í lokuðu skuldabréfaútboði í Bandaríkjunum og verða ekki skráð í Kauphöllina hér á landi. Bréfin eru á gjalddaga eftir tíu til tólf ár, er fram kemur í tilkynningu frá Landsneti. Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti, segir þar að það sé ánægjulegt að sjá að enn sé mikill áhugi erlendra fjárfesta á félaginu. Hún segir rekstur félagsins vera stöðugan, fjárhagsstöðuna sterka og að mikill áhugi sé á innviðafyrirtækjum eins og Landsneti. „Í hópi þeirra fjárfesta sem tóku þátt í þessari skuldabréfaútgáfu eru bæði aðilar sem tóku þátt í síðustu skuldabréfaútgáfu félagsins á árinu 2016 sem og nýir fjárfestar. Áhugi þeirra var, eins og í fyrra útboði, mikill og bárust tilboð í rúmlega tvöfalda þá fjárhæð sem fyrirtækið leitaði eftir,“ er haft eftir Guðlaugu í tilkynningu. „Skuldabréfaútgáfan er á betri kjörum en síðasta skuldabréfaútgáfa félagsins sem endurspeglar aukið traust fjárfesta á okkur og Íslandi. Með þessari útgáfu höfum við aflað fjármagns til að endurgreiða stofnlán frá Landsvirkjun auk fjármögnunar á hluta af fjárfestingum félagsins á næsta ári,“ bætir hún við. Landsnet er hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða og tók til starfa í ársbyrjun 2005. Félagið annast annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfa víða um land. Orkumál Tengdar fréttir Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Tjón Landsnets áætlað 3 - 400 milljónir Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. 14. desember 2019 18:35 Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Landsnet gaf á dögunum út óverðtryggð skuldabréf fyrir hundrað milljónir Bandaríkjadollara, eða sem nemur 12,3 milljörðum íslenskra króna. Bréfin voru seld til alþjóðlegra fagfjárfesta í lokuðu skuldabréfaútboði í Bandaríkjunum og verða ekki skráð í Kauphöllina hér á landi. Bréfin eru á gjalddaga eftir tíu til tólf ár, er fram kemur í tilkynningu frá Landsneti. Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti, segir þar að það sé ánægjulegt að sjá að enn sé mikill áhugi erlendra fjárfesta á félaginu. Hún segir rekstur félagsins vera stöðugan, fjárhagsstöðuna sterka og að mikill áhugi sé á innviðafyrirtækjum eins og Landsneti. „Í hópi þeirra fjárfesta sem tóku þátt í þessari skuldabréfaútgáfu eru bæði aðilar sem tóku þátt í síðustu skuldabréfaútgáfu félagsins á árinu 2016 sem og nýir fjárfestar. Áhugi þeirra var, eins og í fyrra útboði, mikill og bárust tilboð í rúmlega tvöfalda þá fjárhæð sem fyrirtækið leitaði eftir,“ er haft eftir Guðlaugu í tilkynningu. „Skuldabréfaútgáfan er á betri kjörum en síðasta skuldabréfaútgáfa félagsins sem endurspeglar aukið traust fjárfesta á okkur og Íslandi. Með þessari útgáfu höfum við aflað fjármagns til að endurgreiða stofnlán frá Landsvirkjun auk fjármögnunar á hluta af fjárfestingum félagsins á næsta ári,“ bætir hún við. Landsnet er hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða og tók til starfa í ársbyrjun 2005. Félagið annast annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfa víða um land.
Orkumál Tengdar fréttir Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Tjón Landsnets áætlað 3 - 400 milljónir Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. 14. desember 2019 18:35 Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22
Tjón Landsnets áætlað 3 - 400 milljónir Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. 14. desember 2019 18:35
Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30