8,4% atvinnuleysi á Suðurnesjum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2019 07:45 Tvöfalt meira atvinnuleysi er á Suðurnesjum en á landsvísu. vísir/hafsteinn Skráð atvinnuleysi á öllu landinu í nóvember mældist 4,1% með ríflega 7.600 manns á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysið er lang mest á Suðunesjum og hækkaði um meira en eitt prósentustig frá því í nóvember. Það er núna 8,4% og yfir tólf hundruð manns á atvinnuleysisskrá. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir ekki sérlega gott hljóð í fólki. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir fyrst og fremst ungt fólk og útlendinga vera í hópi atvinnulausra.vísir/egill „Þarna á meðal er fólk sem er búið að vera lengi á sama stað en er nú að missa vinnuna. Það finnur að það hleypur ekki í önnur störf. Auðvitað er þungt hljóðið,“ segir hún. Fleiri karlar eru atvinnulausir á Suðurnesjum en konur, tæplega sextíu prósent eru útlendingar, mikill meirihluti atvinnulausra er með litla menntun og að mestu leyti er þetta ungt fólk, mjög margir undir þrítugu og nær allir undir fimmtugu. Það er fyrst og fremst ungt fólk sem er atvinnulaust á Suðurnesjum.visir/hafsteinn Aukið atvinnuleysi tengist falli WOW í mars, minni starfsemi á flugvellinum og í afleiddum störfum vegna flugsins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bendir á að ef öll starfsemi er tekin saman sé flugvöllurinn stærsti vinnustaður landsins. „Atvinnuleysi fór í 15% þegar herinn fór og við erum vön svona sveiflum. Það eru vissulega önnur tækifæri í atvinnulífinu en þau vega svo lítið í samanburði við flugvöllinn.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, vonar að ástandið lagist á næstu misserumvísir/erla Vonast er til að störfum fjölgi á næstu misserum. Hildur bendir á að samkvæmt þjóðarhagspá ætti staðan að breytast um mitt ár „Ferðaþjónustan byrjar aftur á fullu um mars og við vonum að fólk komist í vinnu þá,“ segir hún. Kjartan segir einhver misseri í að þetta verði eins og þegar best lét, þegar störfum fjölgaði ört á flugvellinum. „Ég held að það verði ekki alveg strax en vonandi innan tíðar.“ Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Skráð atvinnuleysi á öllu landinu í nóvember mældist 4,1% með ríflega 7.600 manns á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysið er lang mest á Suðunesjum og hækkaði um meira en eitt prósentustig frá því í nóvember. Það er núna 8,4% og yfir tólf hundruð manns á atvinnuleysisskrá. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir ekki sérlega gott hljóð í fólki. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir fyrst og fremst ungt fólk og útlendinga vera í hópi atvinnulausra.vísir/egill „Þarna á meðal er fólk sem er búið að vera lengi á sama stað en er nú að missa vinnuna. Það finnur að það hleypur ekki í önnur störf. Auðvitað er þungt hljóðið,“ segir hún. Fleiri karlar eru atvinnulausir á Suðurnesjum en konur, tæplega sextíu prósent eru útlendingar, mikill meirihluti atvinnulausra er með litla menntun og að mestu leyti er þetta ungt fólk, mjög margir undir þrítugu og nær allir undir fimmtugu. Það er fyrst og fremst ungt fólk sem er atvinnulaust á Suðurnesjum.visir/hafsteinn Aukið atvinnuleysi tengist falli WOW í mars, minni starfsemi á flugvellinum og í afleiddum störfum vegna flugsins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bendir á að ef öll starfsemi er tekin saman sé flugvöllurinn stærsti vinnustaður landsins. „Atvinnuleysi fór í 15% þegar herinn fór og við erum vön svona sveiflum. Það eru vissulega önnur tækifæri í atvinnulífinu en þau vega svo lítið í samanburði við flugvöllinn.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, vonar að ástandið lagist á næstu misserumvísir/erla Vonast er til að störfum fjölgi á næstu misserum. Hildur bendir á að samkvæmt þjóðarhagspá ætti staðan að breytast um mitt ár „Ferðaþjónustan byrjar aftur á fullu um mars og við vonum að fólk komist í vinnu þá,“ segir hún. Kjartan segir einhver misseri í að þetta verði eins og þegar best lét, þegar störfum fjölgaði ört á flugvellinum. „Ég held að það verði ekki alveg strax en vonandi innan tíðar.“
Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira