Sportpakkinn: Enska vonarstjarnan Jadon Sancho skoraði í sjöunda leiknum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 15:45 Jadon Sancho fagnar marki sínu með Dortmund í gær. Getty/Lars Baron Arnar Björnsson skoaði leik Dortmund og Leipzig í þýsku Bundesligunni í gærkvöldi en hann var frábær skemmtun. Liðin eru bæði í toppbaráttunni og buðu upp á markaleik þar sem Dortmund gætur tvö töpuð stig. Julian Weigl kom Dortmund yfir þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Markið var kærkomið fyrir hann, þetta var fyrsta mark hans í 447 daga. Ellefu mínútum eftir markið var staðan orðin 2-0. Eftir glæsilega sókn skoraði Julian Brandt, Jadon Sancho lagði upp markið, 23. stoðsending hans frá byrjun síðustu leiktíðar. Dortmund var 2-0 yfir í hálfleik. Roman Burki í marki Dortmund gerði sig sekan um slæm mistök í byrjun seinni hálfleiks og Timo Werner nýtti sér þau og hann minnkaði muninn. Leipzig og Dortmund eru þau lið í Bundesligunni sem hafa skorað flest mörkin á leiktíðinni. Nokkrum mínútum síðar jafnaði Leipzig eftir mikinn klaufagang hjá Dortmund. Julian Brandt ætlaði að senda boltann á Burki í markinu en Timo Werner lúrði í rangstöðunni og þar sem sendingin kom frá mótherja var ekkert að markinu, 2-2 eftir 53 mínútur. Werner jafnaði við Robert Lewandowski en þeir hafa skorað 18 mörk á leiktíðinni, Werner hefur lagt upp 6 mörk, fjórum fleiri en Pólverjinn Lewandowski. Staðan var aðeins jöfn í tvær mínútur Marco Reus komst upp að endamörkum, sendi á Jadon Sanco sem kom Dortmund yfir. Sanco, sem verður tvítugur í mars á næsta ári er þá búinn að skora 22 mörk í Bundesligunni og er sá yngsti til að ná þeim áfanga. Horst Koppel var tveimur dögum eldri þegar hann skoraði fyrir Stuttgart 1968. Patrick Schik jafnaði metin 13 mínútum fyrir leikslok, 3-3 urðu úrslitin. Leipzig er með þriggja stiga forystu í 1. sætinu en Borussia Mönchengladbach getur náð Leipzig að stigum með sigri á neðsta liðinu, Paderborn í kvöld. Dortmund er í 3. sæti með 30 stig, fjórum stigum á eftir Leipzig. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar og mörkin úr leiknum hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sex marka toppslagur Dortmund og Leipzig Sportpakkinn Þýski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Sjá meira
Arnar Björnsson skoaði leik Dortmund og Leipzig í þýsku Bundesligunni í gærkvöldi en hann var frábær skemmtun. Liðin eru bæði í toppbaráttunni og buðu upp á markaleik þar sem Dortmund gætur tvö töpuð stig. Julian Weigl kom Dortmund yfir þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Markið var kærkomið fyrir hann, þetta var fyrsta mark hans í 447 daga. Ellefu mínútum eftir markið var staðan orðin 2-0. Eftir glæsilega sókn skoraði Julian Brandt, Jadon Sancho lagði upp markið, 23. stoðsending hans frá byrjun síðustu leiktíðar. Dortmund var 2-0 yfir í hálfleik. Roman Burki í marki Dortmund gerði sig sekan um slæm mistök í byrjun seinni hálfleiks og Timo Werner nýtti sér þau og hann minnkaði muninn. Leipzig og Dortmund eru þau lið í Bundesligunni sem hafa skorað flest mörkin á leiktíðinni. Nokkrum mínútum síðar jafnaði Leipzig eftir mikinn klaufagang hjá Dortmund. Julian Brandt ætlaði að senda boltann á Burki í markinu en Timo Werner lúrði í rangstöðunni og þar sem sendingin kom frá mótherja var ekkert að markinu, 2-2 eftir 53 mínútur. Werner jafnaði við Robert Lewandowski en þeir hafa skorað 18 mörk á leiktíðinni, Werner hefur lagt upp 6 mörk, fjórum fleiri en Pólverjinn Lewandowski. Staðan var aðeins jöfn í tvær mínútur Marco Reus komst upp að endamörkum, sendi á Jadon Sanco sem kom Dortmund yfir. Sanco, sem verður tvítugur í mars á næsta ári er þá búinn að skora 22 mörk í Bundesligunni og er sá yngsti til að ná þeim áfanga. Horst Koppel var tveimur dögum eldri þegar hann skoraði fyrir Stuttgart 1968. Patrick Schik jafnaði metin 13 mínútum fyrir leikslok, 3-3 urðu úrslitin. Leipzig er með þriggja stiga forystu í 1. sætinu en Borussia Mönchengladbach getur náð Leipzig að stigum með sigri á neðsta liðinu, Paderborn í kvöld. Dortmund er í 3. sæti með 30 stig, fjórum stigum á eftir Leipzig. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar og mörkin úr leiknum hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sex marka toppslagur Dortmund og Leipzig
Sportpakkinn Þýski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti