Fangi með þroskahömlun fluttur á spítala eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. desember 2019 18:45 Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fangelsismálayfirvöld haft áhyggjur af manninum síðan afplánun hófst en í dómi frá 2017 kemur fram að hann hafi þroska á við níu til tólf ára barn. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir tvö vopnuð rán, þrátt fyrir að hafa verið metinn þroskaskertur af geðlækni. Héraðsdómur hafði komist að því að vegna þroskaskerðingar mannsins skyldi honum ekki gerð refsing í málinu. Hæstiréttur vísaði í mat geðlækis og taldi að refsing gæti borið árangur. „Og maður efast um hæfni dómstóla til að taka á þessum málum því það fer ekkert á milli mála að margir af þeim eru mjög þroskaskertir og margir jafnvel með hugsun á við níu eða tíu ára krakka,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Maðurinn hefur afplánað á Kvíabryggju að undanförnu sem hefur reynst honum mjög erfitt að sögn Guðmundar. Í gær skaðaði hann sjálfan sig á herbergi sínu og var fluttur á spítala með áverka. Páll Winkel staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vill að öðru leyti ekki tjá sig Guðmundur hefur áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. „Við teljum að það sé um fimm prósent af íslenskum föngum sem eru mjög þroskaskertir. Þeim líður náttúrulega frekar illa. Þeir skilja ekki afhverju þeir eru í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir stöðuna slæma. „Ég hef sjálf hitt fangaerði á Kvíabryggju sem hafa sagt að þeir séu ekki því starfi vaxnir að sinna fólki með þroskahömlun og hafa miklar áhyggjur af þessum einstaklingum sem þar eru en segja að þeir séu best komnir þar af þeim fangelsum sem eru í boði,“ segir Bryndís. Koma þurfi upp úrræði fyrir sakhæft fatlað fólk. „Það er allavega alveg ljóst að þessi mál eru í ólestri í dag,“ segir Bryndís. Fangelsismál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fangelsismálayfirvöld haft áhyggjur af manninum síðan afplánun hófst en í dómi frá 2017 kemur fram að hann hafi þroska á við níu til tólf ára barn. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir tvö vopnuð rán, þrátt fyrir að hafa verið metinn þroskaskertur af geðlækni. Héraðsdómur hafði komist að því að vegna þroskaskerðingar mannsins skyldi honum ekki gerð refsing í málinu. Hæstiréttur vísaði í mat geðlækis og taldi að refsing gæti borið árangur. „Og maður efast um hæfni dómstóla til að taka á þessum málum því það fer ekkert á milli mála að margir af þeim eru mjög þroskaskertir og margir jafnvel með hugsun á við níu eða tíu ára krakka,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Maðurinn hefur afplánað á Kvíabryggju að undanförnu sem hefur reynst honum mjög erfitt að sögn Guðmundar. Í gær skaðaði hann sjálfan sig á herbergi sínu og var fluttur á spítala með áverka. Páll Winkel staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vill að öðru leyti ekki tjá sig Guðmundur hefur áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. „Við teljum að það sé um fimm prósent af íslenskum föngum sem eru mjög þroskaskertir. Þeim líður náttúrulega frekar illa. Þeir skilja ekki afhverju þeir eru í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir stöðuna slæma. „Ég hef sjálf hitt fangaerði á Kvíabryggju sem hafa sagt að þeir séu ekki því starfi vaxnir að sinna fólki með þroskahömlun og hafa miklar áhyggjur af þessum einstaklingum sem þar eru en segja að þeir séu best komnir þar af þeim fangelsum sem eru í boði,“ segir Bryndís. Koma þurfi upp úrræði fyrir sakhæft fatlað fólk. „Það er allavega alveg ljóst að þessi mál eru í ólestri í dag,“ segir Bryndís.
Fangelsismál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira