KKÍ segir enga vísbendingu um veðmálasvindl í leik ÍR og Tindastóls Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2019 17:03 Úr leik með Tindastóli. vísir/daníel Körfuknattleikssamband Íslands fann enga vísbendingu um veðmálasvindl í leik ÍR og Tindastóls í Domino's deild karla á fimmtudaginn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KKÍ.Grunur var um að maðkur hefði verið í mysunni og úrslitum leiksins hagrætt. Stuðlar breyttust mjög hratt á skömmum tíma fyrir leikinn og þótti líklegra að Tindastóll myndi tapa leiknum en ekki vinna hans eins og áður. KKÍ naut liðssinnis Íslenskra getrauna og GLMS, Global Lottery Monitory System, við rannsókn málsins. Ekki var tippað óeðlilega á leikinn hjá Íslenskum getraunum og GLMS taldi að ekki væri um hagræðingu úrslita að ræða. KKÍ fékk einnig einstaklinga til að fara yfir frammistöðu leikmanna í leiknum, bæði í vörn og sókn, til að kanna hvort eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað. Niðurstaðan var að svo væri ekki. Í yfirlýsingunni kemur fram að nokkrir tipparar hafi talið að erfitt ferðalag Tindastóls til Reykjavíkur myndi sitja í þeim og því veðjað frekar á ÍR. Viðkomandi tipparar hafi því tippað á forgjöfina á erlendum vefsíðum. Jafnframt kemur fram að ekki þurfi umtalsverðar fjárhæðir til að stuðlarnir breytist á þennan hátt.Yfirlýsing KKÍFljótlega eftir að leik ÍR og Tindastóls í Domino´s deild karla lauk, kom upp orðrómur um að úrslitum leiksins hefði verið hagrætt og gefið sterklega í skyn að leikmenn Tindastóls hafi átt þar hlut að máli. Það er ljóst eftir skoðun KKÍ á leiknum að leikmenn Tindastóls hafi ekki komið að hagræðingu úrslita á leiknum og eiga engan hluta að þessum breytingum á forgjöf/stuðlum. Ástæðan fyrir þessum sterka orðrómi var sú að forgjöf/stuðlar á leikinn hefðu breyst mjög hratt á skömmum tíma úr því að Tindastóll myndi vinna leikinn yfir í að Tindastóll myndi tapa leiknum. Í kjölfarið á þessum orðrómi ákvað KKÍ strax að grípa til aðgerða, enda er hagræðing úrslita ein mesta ógn sem íþróttahreyfingin stendur fyrir nú á tímum. KKÍ hefur fengið einstaklinga til að skoða leikinn og fara yfir frammistöðu leikmanna bæði í vörn og sókn með það í huga að sjá hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað. Niðurstaðan er sú að svo sé ekki.KKÍ óskaði eftir aðstoð frá Íslenskum getraunum, sem eru í eigu íþróttahreyfingarinnar, um að fyrirtækið léti skoða leikinn sérstaklega. Niðurstaðan er sú að ekki var tippað óeðlilega á leikinn hjá Íslenskum getraunum. Enn fremur var leitað til GLMS, Global Lottery Monitory System, sem er fyrirtæki í eigu getraunafyrirtækja sem hefur það að markmiði að fylgjast með óeðlilegum hreyfingum og stuðlabreytingum á markaði. Meðal samstarfsaðila GLMS eru Europol, Interpol ofl. Niðurstaða GLMS er að ekki séu líkur á að um hagræðingu úrslita sé að ræða. Allar líkur eru á að þegar það verður á allra vitorði að Tindastóll hafði ferðast í rútu í nokkra klukkutíma til að komast í leikinn og að leiktíma hafi verið breytt úr 19:15 í 20:00 örfáum klukkutímum fyrir leik að þá hafi nokkrir tipparar talið að ferðalagið myndi sitja í liðsmönnum Tindastóls og að sigurlíkur ÍR hefðu þar að leiðandi aukist. Viðkomandi tipparar hafi því tippað á forgjöfina á erlendum vefsíðum. Ekki þarf umtalsverðar fjárhæðir til að stuðlarnir breytist á þann hátt sem reyndin varð. KKÍ leggur mikla áherslu á að vinna gegn hagræðingu úrslita í íþróttum með öllum mögulegum ráðum. Hluti af þeirri ógn sem stafar frá hagræðingu úrslita í íþróttum á Íslandi kemur til vegna þess að óheftur aðgangur er fyrir hvern sem er að erlendum veðmálasíðum, án nokkurs eftirlits frá íslenskum stjórnvöldum. Er það mikið áhyggjuefni fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi. KKÍ þakkar öllum þeim aðilum sem aðstoðu sambandið á undanförnum dögum fyrir hraða og góða vinnu. Dominos-deild karla Fjárhættuspil Reykjavík Skagafjörður Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Tindastóli: Trúum ekki að okkar leikmaður svindli Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls sendi nú síðdegis frá sér yfirlýsingu en KKÍ skoðar nú leik liðsins gegn ÍR í gær þar sem grunur er um veðmálasvindl. 13. desember 2019 16:13 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 92-84 | Stólarnir lentu á vegg í Hellinum ÍR gerði sér lítið fyrir og skellti Stólunum á heimavelli í kvöld. 12. desember 2019 22:45 Sportpakkinn: Sterkur sigur hjá ÍR í Hellinum ÍR vann frábæran sigur á Tindastóli í Dominos-deild karla í gær og halda áfram að minna hraustlega á sig. 13. desember 2019 16:00 Grunur um veðmálasvindl í leik ÍR og Tindastóls Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, staðfesti við íþróttadeild í morgun að sambandið sé með í skoðun leik ÍR og Tindastóls frá því í gær vegna gruns um veðmálasvindl. 13. desember 2019 12:00 Leik ÍR og Tindastóls seinkað til 20.00 Körfuknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að seinka leik ÍR og Tindastóls í tíundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. 12. desember 2019 15:59 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands fann enga vísbendingu um veðmálasvindl í leik ÍR og Tindastóls í Domino's deild karla á fimmtudaginn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KKÍ.Grunur var um að maðkur hefði verið í mysunni og úrslitum leiksins hagrætt. Stuðlar breyttust mjög hratt á skömmum tíma fyrir leikinn og þótti líklegra að Tindastóll myndi tapa leiknum en ekki vinna hans eins og áður. KKÍ naut liðssinnis Íslenskra getrauna og GLMS, Global Lottery Monitory System, við rannsókn málsins. Ekki var tippað óeðlilega á leikinn hjá Íslenskum getraunum og GLMS taldi að ekki væri um hagræðingu úrslita að ræða. KKÍ fékk einnig einstaklinga til að fara yfir frammistöðu leikmanna í leiknum, bæði í vörn og sókn, til að kanna hvort eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað. Niðurstaðan var að svo væri ekki. Í yfirlýsingunni kemur fram að nokkrir tipparar hafi talið að erfitt ferðalag Tindastóls til Reykjavíkur myndi sitja í þeim og því veðjað frekar á ÍR. Viðkomandi tipparar hafi því tippað á forgjöfina á erlendum vefsíðum. Jafnframt kemur fram að ekki þurfi umtalsverðar fjárhæðir til að stuðlarnir breytist á þennan hátt.Yfirlýsing KKÍFljótlega eftir að leik ÍR og Tindastóls í Domino´s deild karla lauk, kom upp orðrómur um að úrslitum leiksins hefði verið hagrætt og gefið sterklega í skyn að leikmenn Tindastóls hafi átt þar hlut að máli. Það er ljóst eftir skoðun KKÍ á leiknum að leikmenn Tindastóls hafi ekki komið að hagræðingu úrslita á leiknum og eiga engan hluta að þessum breytingum á forgjöf/stuðlum. Ástæðan fyrir þessum sterka orðrómi var sú að forgjöf/stuðlar á leikinn hefðu breyst mjög hratt á skömmum tíma úr því að Tindastóll myndi vinna leikinn yfir í að Tindastóll myndi tapa leiknum. Í kjölfarið á þessum orðrómi ákvað KKÍ strax að grípa til aðgerða, enda er hagræðing úrslita ein mesta ógn sem íþróttahreyfingin stendur fyrir nú á tímum. KKÍ hefur fengið einstaklinga til að skoða leikinn og fara yfir frammistöðu leikmanna bæði í vörn og sókn með það í huga að sjá hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað. Niðurstaðan er sú að svo sé ekki.KKÍ óskaði eftir aðstoð frá Íslenskum getraunum, sem eru í eigu íþróttahreyfingarinnar, um að fyrirtækið léti skoða leikinn sérstaklega. Niðurstaðan er sú að ekki var tippað óeðlilega á leikinn hjá Íslenskum getraunum. Enn fremur var leitað til GLMS, Global Lottery Monitory System, sem er fyrirtæki í eigu getraunafyrirtækja sem hefur það að markmiði að fylgjast með óeðlilegum hreyfingum og stuðlabreytingum á markaði. Meðal samstarfsaðila GLMS eru Europol, Interpol ofl. Niðurstaða GLMS er að ekki séu líkur á að um hagræðingu úrslita sé að ræða. Allar líkur eru á að þegar það verður á allra vitorði að Tindastóll hafði ferðast í rútu í nokkra klukkutíma til að komast í leikinn og að leiktíma hafi verið breytt úr 19:15 í 20:00 örfáum klukkutímum fyrir leik að þá hafi nokkrir tipparar talið að ferðalagið myndi sitja í liðsmönnum Tindastóls og að sigurlíkur ÍR hefðu þar að leiðandi aukist. Viðkomandi tipparar hafi því tippað á forgjöfina á erlendum vefsíðum. Ekki þarf umtalsverðar fjárhæðir til að stuðlarnir breytist á þann hátt sem reyndin varð. KKÍ leggur mikla áherslu á að vinna gegn hagræðingu úrslita í íþróttum með öllum mögulegum ráðum. Hluti af þeirri ógn sem stafar frá hagræðingu úrslita í íþróttum á Íslandi kemur til vegna þess að óheftur aðgangur er fyrir hvern sem er að erlendum veðmálasíðum, án nokkurs eftirlits frá íslenskum stjórnvöldum. Er það mikið áhyggjuefni fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi. KKÍ þakkar öllum þeim aðilum sem aðstoðu sambandið á undanförnum dögum fyrir hraða og góða vinnu.
Dominos-deild karla Fjárhættuspil Reykjavík Skagafjörður Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Tindastóli: Trúum ekki að okkar leikmaður svindli Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls sendi nú síðdegis frá sér yfirlýsingu en KKÍ skoðar nú leik liðsins gegn ÍR í gær þar sem grunur er um veðmálasvindl. 13. desember 2019 16:13 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 92-84 | Stólarnir lentu á vegg í Hellinum ÍR gerði sér lítið fyrir og skellti Stólunum á heimavelli í kvöld. 12. desember 2019 22:45 Sportpakkinn: Sterkur sigur hjá ÍR í Hellinum ÍR vann frábæran sigur á Tindastóli í Dominos-deild karla í gær og halda áfram að minna hraustlega á sig. 13. desember 2019 16:00 Grunur um veðmálasvindl í leik ÍR og Tindastóls Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, staðfesti við íþróttadeild í morgun að sambandið sé með í skoðun leik ÍR og Tindastóls frá því í gær vegna gruns um veðmálasvindl. 13. desember 2019 12:00 Leik ÍR og Tindastóls seinkað til 20.00 Körfuknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að seinka leik ÍR og Tindastóls í tíundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. 12. desember 2019 15:59 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Yfirlýsing frá Tindastóli: Trúum ekki að okkar leikmaður svindli Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls sendi nú síðdegis frá sér yfirlýsingu en KKÍ skoðar nú leik liðsins gegn ÍR í gær þar sem grunur er um veðmálasvindl. 13. desember 2019 16:13
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 92-84 | Stólarnir lentu á vegg í Hellinum ÍR gerði sér lítið fyrir og skellti Stólunum á heimavelli í kvöld. 12. desember 2019 22:45
Sportpakkinn: Sterkur sigur hjá ÍR í Hellinum ÍR vann frábæran sigur á Tindastóli í Dominos-deild karla í gær og halda áfram að minna hraustlega á sig. 13. desember 2019 16:00
Grunur um veðmálasvindl í leik ÍR og Tindastóls Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, staðfesti við íþróttadeild í morgun að sambandið sé með í skoðun leik ÍR og Tindastóls frá því í gær vegna gruns um veðmálasvindl. 13. desember 2019 12:00
Leik ÍR og Tindastóls seinkað til 20.00 Körfuknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að seinka leik ÍR og Tindastóls í tíundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. 12. desember 2019 15:59
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum