Helsti talsmaður rafretta hér á landi hlýtur dóm fyrir skattsvik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2019 16:16 Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir telur rafrettur byltingarkennt tækifæri til að útrýma tóbaksreykingum og bjarga þannig mannslífum. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, heimilislæknir sem verið hefur helsti talsmaður rafretta hér á landi undanfarin ár, hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Var hann annars vegar ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á einkahlutafélagi sem hann var í forsvari fyrir sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður. Kom hann sér undan greiðslu tekjuskatts samtals að fjárhæð rúmlega tólf milljónum króna með broti sínu. Hann var hins vegar ákærður fyrir að hafa vanrækt að standa skil á skattframtölum sínum á lögmæltum tíma sömu ár og þannig ekki greitt tekjuskatt og útsvar á tveggja ára tímabili sem nam tæplega fimm milljónum króna. Við meðferð málsins dró héraðssaksóknari síðari ákæruna til baka og í framhaldi af því játaði Guðmundur Karl brotið í fyrri lið ákærunnar. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að Guðmundur Karl játaði skýlaust sök og leitaðist við að upplýsa málið við rannsókn þess. Brot hans þykja þó meiriháttar í skilningi almennra hegningarlaga. Í samræmi við dómaframkvæmd var þreföld sú fjárhæð sem vangoldin var ákveðin sem refsing, eða rúmlega 37 milljónir króna. Guðmundur Karl þarf að greiða upphæðina innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins ella sæta fangelsi í 360 daga. Þá þarf hann að greiða 1,6 milljónir króna í sakarkostnað. Áfengi og tóbak Dómsmál Rafrettur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Guðmundur Karl Snæbjörnsson, heimilislæknir sem verið hefur helsti talsmaður rafretta hér á landi undanfarin ár, hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Var hann annars vegar ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á einkahlutafélagi sem hann var í forsvari fyrir sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður. Kom hann sér undan greiðslu tekjuskatts samtals að fjárhæð rúmlega tólf milljónum króna með broti sínu. Hann var hins vegar ákærður fyrir að hafa vanrækt að standa skil á skattframtölum sínum á lögmæltum tíma sömu ár og þannig ekki greitt tekjuskatt og útsvar á tveggja ára tímabili sem nam tæplega fimm milljónum króna. Við meðferð málsins dró héraðssaksóknari síðari ákæruna til baka og í framhaldi af því játaði Guðmundur Karl brotið í fyrri lið ákærunnar. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að Guðmundur Karl játaði skýlaust sök og leitaðist við að upplýsa málið við rannsókn þess. Brot hans þykja þó meiriháttar í skilningi almennra hegningarlaga. Í samræmi við dómaframkvæmd var þreföld sú fjárhæð sem vangoldin var ákveðin sem refsing, eða rúmlega 37 milljónir króna. Guðmundur Karl þarf að greiða upphæðina innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins ella sæta fangelsi í 360 daga. Þá þarf hann að greiða 1,6 milljónir króna í sakarkostnað.
Áfengi og tóbak Dómsmál Rafrettur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira