Helsti talsmaður rafretta hér á landi hlýtur dóm fyrir skattsvik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2019 16:16 Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir telur rafrettur byltingarkennt tækifæri til að útrýma tóbaksreykingum og bjarga þannig mannslífum. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, heimilislæknir sem verið hefur helsti talsmaður rafretta hér á landi undanfarin ár, hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Var hann annars vegar ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á einkahlutafélagi sem hann var í forsvari fyrir sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður. Kom hann sér undan greiðslu tekjuskatts samtals að fjárhæð rúmlega tólf milljónum króna með broti sínu. Hann var hins vegar ákærður fyrir að hafa vanrækt að standa skil á skattframtölum sínum á lögmæltum tíma sömu ár og þannig ekki greitt tekjuskatt og útsvar á tveggja ára tímabili sem nam tæplega fimm milljónum króna. Við meðferð málsins dró héraðssaksóknari síðari ákæruna til baka og í framhaldi af því játaði Guðmundur Karl brotið í fyrri lið ákærunnar. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að Guðmundur Karl játaði skýlaust sök og leitaðist við að upplýsa málið við rannsókn þess. Brot hans þykja þó meiriháttar í skilningi almennra hegningarlaga. Í samræmi við dómaframkvæmd var þreföld sú fjárhæð sem vangoldin var ákveðin sem refsing, eða rúmlega 37 milljónir króna. Guðmundur Karl þarf að greiða upphæðina innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins ella sæta fangelsi í 360 daga. Þá þarf hann að greiða 1,6 milljónir króna í sakarkostnað. Áfengi og tóbak Dómsmál Rafrettur Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Guðmundur Karl Snæbjörnsson, heimilislæknir sem verið hefur helsti talsmaður rafretta hér á landi undanfarin ár, hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Var hann annars vegar ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á einkahlutafélagi sem hann var í forsvari fyrir sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður. Kom hann sér undan greiðslu tekjuskatts samtals að fjárhæð rúmlega tólf milljónum króna með broti sínu. Hann var hins vegar ákærður fyrir að hafa vanrækt að standa skil á skattframtölum sínum á lögmæltum tíma sömu ár og þannig ekki greitt tekjuskatt og útsvar á tveggja ára tímabili sem nam tæplega fimm milljónum króna. Við meðferð málsins dró héraðssaksóknari síðari ákæruna til baka og í framhaldi af því játaði Guðmundur Karl brotið í fyrri lið ákærunnar. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að Guðmundur Karl játaði skýlaust sök og leitaðist við að upplýsa málið við rannsókn þess. Brot hans þykja þó meiriháttar í skilningi almennra hegningarlaga. Í samræmi við dómaframkvæmd var þreföld sú fjárhæð sem vangoldin var ákveðin sem refsing, eða rúmlega 37 milljónir króna. Guðmundur Karl þarf að greiða upphæðina innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins ella sæta fangelsi í 360 daga. Þá þarf hann að greiða 1,6 milljónir króna í sakarkostnað.
Áfengi og tóbak Dómsmál Rafrettur Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira