Anníe Mist er stolt af því að íslenska CrossFit æfingin „Dóttir“ sé orðin heimsflakkari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir fagnar góðum árangri með íslenska fánann. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Þeir sem fylgdust vel með CrossFit mótinu í Dúbaí um helgina könnuðust örugglega við nafnið á níunda hluta keppninnar því hann bar nafnið „Dóttir“ og kepptu bæði karla og konur í henni. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki meðal keppenda í Dúbaí að þessu sinni en á mikið í þessari æfingaröð sem varð til í kringum CrossFit Reykjavík fyrr á þessu ári. Á því móti, því fyrsta á Íslandi sem gaf farseðil á heimsleikana, var sérstök aukakeppni á milli Anníe Mistar og Katrínar Tönju Davíðsdóttir. Anníe Mist hafði þar betur en hér fyrir neðan má sjá æfinguna sem heitir „Dóttir“ og keppt var í um helgina. View this post on Instagram Individual Event 9 “Dottir Workout” Women start at 4:25. Men start at 4:59. #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar @emiratessportsmed A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 14, 2019 at 4:09am PST Sara Sigmundsdóttir og Eik Gylfadóttir kepptu báðar í „Dóttir“ í Dúbaí sem og Björgvin Karl Guðmundsson. Sara varð í öðru sæti og Eik í tíunda sæti. Það var Ástralinn Jamie Greene sem vann þessa íslensku CrossFit grein. Björgvin Karl náði sér ekki alveg á strik og endaði í sjöunda sæti í karlakeppninni í þessari mjög svo krefjandi grein. Anníe Mist nýtti tækifærið þegar ljóst varð að „Dóttirin“ hennar var komin í útrás til Dúbaí og deildi gæsahúðamyndbandi frá uppákomunni í maí þegar keppt var í „Dóttir“ í fyrsta sinn. View this post on Instagram I’m so proud that @dxbfitnesschamp decided to repeat the DOTTIR workout introduced @reykjavikcrossfitchampionship earlier this year. I wish I had been out there on the floor doing the workout with all the amazing athletes in Dubai, but since I couldn’t be there, here is a throwback to two DOTTIRS, me and @katrintanja going head to head. Full video on my YouTube page! Link in bio 12-9-6 Bar MU 21 DL - 15 Hang Clean - 9 STOH Bar at 100/70kg - 220/155lbs Proud to be a Dottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Dec 15, 2019 at 2:36pm PST Anníe Mist segir á Instagram síðu sinni að hún hafi verið mjög stolt af því „Dóttir“ var valin sem æfing á mótinu í Dúbaí og að hún hefði óskað að hún væri að taka á því með hinum stelpunum. Í myndbandinu sem kom inn á Youtube síðu Anníe Mistar má sjá upphitun fyrir æfinguna í Laugardalshöllinni í maí 2019 og þar má sjá helstu afrekskonur Íslands í gegnum tíðina. Eftir þessa dramatísku og flotta inngang má síðan sjá rosalega keppni á milli Anníe Mistar og Katrínar. Jamie Greene kláraði æfinguna í Dúbaí á fimm mínútum og fjórum sekúndum og Sara kom næst aðeins þremur sekúndum á eftir henni. Anníe Mist kláraði æfinguna á fjórum mínútum og tuttugu sekúndum í Laugardalshöllinni síðasta vor. Katrín var um sautján sekúndum á eftir henni og kláraði því líka á undir fimm mínútum. Það má sjá þessa gæsahúðamyndband hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Þeir sem fylgdust vel með CrossFit mótinu í Dúbaí um helgina könnuðust örugglega við nafnið á níunda hluta keppninnar því hann bar nafnið „Dóttir“ og kepptu bæði karla og konur í henni. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki meðal keppenda í Dúbaí að þessu sinni en á mikið í þessari æfingaröð sem varð til í kringum CrossFit Reykjavík fyrr á þessu ári. Á því móti, því fyrsta á Íslandi sem gaf farseðil á heimsleikana, var sérstök aukakeppni á milli Anníe Mistar og Katrínar Tönju Davíðsdóttir. Anníe Mist hafði þar betur en hér fyrir neðan má sjá æfinguna sem heitir „Dóttir“ og keppt var í um helgina. View this post on Instagram Individual Event 9 “Dottir Workout” Women start at 4:25. Men start at 4:59. #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar @emiratessportsmed A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 14, 2019 at 4:09am PST Sara Sigmundsdóttir og Eik Gylfadóttir kepptu báðar í „Dóttir“ í Dúbaí sem og Björgvin Karl Guðmundsson. Sara varð í öðru sæti og Eik í tíunda sæti. Það var Ástralinn Jamie Greene sem vann þessa íslensku CrossFit grein. Björgvin Karl náði sér ekki alveg á strik og endaði í sjöunda sæti í karlakeppninni í þessari mjög svo krefjandi grein. Anníe Mist nýtti tækifærið þegar ljóst varð að „Dóttirin“ hennar var komin í útrás til Dúbaí og deildi gæsahúðamyndbandi frá uppákomunni í maí þegar keppt var í „Dóttir“ í fyrsta sinn. View this post on Instagram I’m so proud that @dxbfitnesschamp decided to repeat the DOTTIR workout introduced @reykjavikcrossfitchampionship earlier this year. I wish I had been out there on the floor doing the workout with all the amazing athletes in Dubai, but since I couldn’t be there, here is a throwback to two DOTTIRS, me and @katrintanja going head to head. Full video on my YouTube page! Link in bio 12-9-6 Bar MU 21 DL - 15 Hang Clean - 9 STOH Bar at 100/70kg - 220/155lbs Proud to be a Dottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Dec 15, 2019 at 2:36pm PST Anníe Mist segir á Instagram síðu sinni að hún hafi verið mjög stolt af því „Dóttir“ var valin sem æfing á mótinu í Dúbaí og að hún hefði óskað að hún væri að taka á því með hinum stelpunum. Í myndbandinu sem kom inn á Youtube síðu Anníe Mistar má sjá upphitun fyrir æfinguna í Laugardalshöllinni í maí 2019 og þar má sjá helstu afrekskonur Íslands í gegnum tíðina. Eftir þessa dramatísku og flotta inngang má síðan sjá rosalega keppni á milli Anníe Mistar og Katrínar. Jamie Greene kláraði æfinguna í Dúbaí á fimm mínútum og fjórum sekúndum og Sara kom næst aðeins þremur sekúndum á eftir henni. Anníe Mist kláraði æfinguna á fjórum mínútum og tuttugu sekúndum í Laugardalshöllinni síðasta vor. Katrín var um sautján sekúndum á eftir henni og kláraði því líka á undir fimm mínútum. Það má sjá þessa gæsahúðamyndband hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð