Síbrotamaður í steininn fyrir líkamsárás á Laugardalsvelli og 23 önnur brot Eiður Þór Árnason skrifar 17. desember 2019 07:30 Umrædd líkamsárás átti sér stað á tónleikum hljómsveitarinnar Guns N' Roses á Laugardalsvelli. Getty/Kevin Winter Ívar Aron Hill Ævarsson var þann 3. desember síðastliðinn dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í 22 mánaða fangelsisvist fyrir margvísleg brot í alls 24 ákæruliðum. Var Ívar meðal annars ákærður fyrir að hafa slegið einstakling í andlit og höfuð undir stúkunni á Laugardalsvelli svo hann féll til jarðar þann 24. júlí 2018. Þann dag fóru fram tónleikar hljómsveitarinnar Guns N' Roses á Laugardalsvelli.Sjá einnig: Síbrotamaður dæmdurÍvari er þá gert að hafa sparkað í líkama hans og höfuð með þeim afleiðingum að brotaþolinn hlaut heilahristing, mar á baki og yfirborðsáverka á höfði. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa ekið ítrekað undir áhrifum slævandi lyfja og ólöglegra vímuefna, vörslu fíkniefna og að hafa tekið bifreiðar ítrekað ófrjálsri hendi. Flest öll brotin framin árið 2019 Þar að auki var hann ákærður fyrir þjófnað og innbrot inn á heimili, í fyrirtæki og verslanir. Nær öll 24 brotin voru framin árið 2019. Ívar játaði sakargiftir fyrir dómi og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Ívari var gert að greiða málskostnað brotaþola líkamsárásarinnar og 415 þúsund krónur í miskabætur. Hann var einnig dæmdur til að greiða allan annan sakarkostnað og sviptur ökuréttindum ævilangt. Á sér langan brotaferil Fram kemur í dómnum að Ívar eigi að baki umtalsverðan sakaferil sem nái aftur til ársins 2008. „Ákærði hefur nú í sjötta sinn verið fundinn sekur um akstur undir áhrifum áfengis eða ávana-og fíkniefna. Ákærði hefur nú í fimmta sinn verið fundinn sekur um akstur sviptur ökurétti.“ Þó nokkuð hefur verið fjallað um brot Ívars undanfarin ár og fram hefur komið að hann hafi verið liðsmaður hins svokallaða Árnesgengis. Meðlimir hópsins voru meðal annars dæmdir fyrir fjölda þjófnaða í Árnessýslu sem áttu sér stað árið 2006. Reyndi að ræna hraðbanka í heilu lagi Árið 2007 var Ívar á meðal tíu manna hóps sem var samanlagt ákærður í sjötíu ákæruliðum. Var hann þá meðal annars ákærður fyrir að hafa í slagtogi við þrjá aðra reynt að ræna hraðbanka í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl.Sjá einnig: Hæstiréttur þyngir dóm yfir síbrotamanniEr hann sama ár einnig sagður hafa tekið þátt „í ótrúlegri afbrotahrinu sem teygði sig frá höfuðborgarsvæðinu og norður í Eyjafjarðarsveit. Á því ferðalagi bar Ívar Aron meðal annars eld að sumarhúsi sem stórskemmdist, auk þess sem hópurinn náði að flýja úr fangelsinu á Akureyri.“ Ákærður fyrir aðild að vopnuðu ráni Einnig var Ívar ákærður árið 2011 fyrir aðild að vopnuðu ráni þar sem brotaþoli er sagður hafa verið fluttur nauðugur að heimili sínu. „Á leiðinni hélt hvor undir sinn handlegg mannsins og beindu öðru hvoru hnífum að síðum hans, að því er segir í ákæru. Þegar kom á heimili mannsins söfnuðu hinir ákærðu ræningjar saman ýmsum verðmætum í eigu hans og höfðu á brott með sér. Fórnarlambið reyndi ekki að hindra mennina af ótta við þá.“ Dómsmál Laugardalsvöllur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hæstiréttur þyngir dóm yfir síbrotamanni Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm Héraðsdóm Suðurlands yfir Ívari Aron Hill Ævarssyni en hann var upphaflega dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir nytjastuld, gripdeild, þjófnað og fleira. Hæstiréttur bætti 14 mánuðum við dóminn. Þá var Ívar einnig sviptur ökuréttindum ævilangt. 13. desember 2012 17:16 Ívar Aron Hill enn ákærður Ívar Aron Hill Ævarsson, 21 árs síbrotamaður, hefur verið ákærður fyrir þjófnaðar- og umferðarlagabrot sem hann framdi dagana eftir að honum var sleppt lausum úr gæsluvarðhaldi í byrjun júlí. 4. ágúst 2007 02:15 Liðsmenn Árnesgengisins ákærðir fyrir vopnað rán Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði. 29. september 2011 04:00 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Ívar Aron Hill Ævarsson var þann 3. desember síðastliðinn dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í 22 mánaða fangelsisvist fyrir margvísleg brot í alls 24 ákæruliðum. Var Ívar meðal annars ákærður fyrir að hafa slegið einstakling í andlit og höfuð undir stúkunni á Laugardalsvelli svo hann féll til jarðar þann 24. júlí 2018. Þann dag fóru fram tónleikar hljómsveitarinnar Guns N' Roses á Laugardalsvelli.Sjá einnig: Síbrotamaður dæmdurÍvari er þá gert að hafa sparkað í líkama hans og höfuð með þeim afleiðingum að brotaþolinn hlaut heilahristing, mar á baki og yfirborðsáverka á höfði. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa ekið ítrekað undir áhrifum slævandi lyfja og ólöglegra vímuefna, vörslu fíkniefna og að hafa tekið bifreiðar ítrekað ófrjálsri hendi. Flest öll brotin framin árið 2019 Þar að auki var hann ákærður fyrir þjófnað og innbrot inn á heimili, í fyrirtæki og verslanir. Nær öll 24 brotin voru framin árið 2019. Ívar játaði sakargiftir fyrir dómi og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Ívari var gert að greiða málskostnað brotaþola líkamsárásarinnar og 415 þúsund krónur í miskabætur. Hann var einnig dæmdur til að greiða allan annan sakarkostnað og sviptur ökuréttindum ævilangt. Á sér langan brotaferil Fram kemur í dómnum að Ívar eigi að baki umtalsverðan sakaferil sem nái aftur til ársins 2008. „Ákærði hefur nú í sjötta sinn verið fundinn sekur um akstur undir áhrifum áfengis eða ávana-og fíkniefna. Ákærði hefur nú í fimmta sinn verið fundinn sekur um akstur sviptur ökurétti.“ Þó nokkuð hefur verið fjallað um brot Ívars undanfarin ár og fram hefur komið að hann hafi verið liðsmaður hins svokallaða Árnesgengis. Meðlimir hópsins voru meðal annars dæmdir fyrir fjölda þjófnaða í Árnessýslu sem áttu sér stað árið 2006. Reyndi að ræna hraðbanka í heilu lagi Árið 2007 var Ívar á meðal tíu manna hóps sem var samanlagt ákærður í sjötíu ákæruliðum. Var hann þá meðal annars ákærður fyrir að hafa í slagtogi við þrjá aðra reynt að ræna hraðbanka í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl.Sjá einnig: Hæstiréttur þyngir dóm yfir síbrotamanniEr hann sama ár einnig sagður hafa tekið þátt „í ótrúlegri afbrotahrinu sem teygði sig frá höfuðborgarsvæðinu og norður í Eyjafjarðarsveit. Á því ferðalagi bar Ívar Aron meðal annars eld að sumarhúsi sem stórskemmdist, auk þess sem hópurinn náði að flýja úr fangelsinu á Akureyri.“ Ákærður fyrir aðild að vopnuðu ráni Einnig var Ívar ákærður árið 2011 fyrir aðild að vopnuðu ráni þar sem brotaþoli er sagður hafa verið fluttur nauðugur að heimili sínu. „Á leiðinni hélt hvor undir sinn handlegg mannsins og beindu öðru hvoru hnífum að síðum hans, að því er segir í ákæru. Þegar kom á heimili mannsins söfnuðu hinir ákærðu ræningjar saman ýmsum verðmætum í eigu hans og höfðu á brott með sér. Fórnarlambið reyndi ekki að hindra mennina af ótta við þá.“
Dómsmál Laugardalsvöllur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hæstiréttur þyngir dóm yfir síbrotamanni Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm Héraðsdóm Suðurlands yfir Ívari Aron Hill Ævarssyni en hann var upphaflega dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir nytjastuld, gripdeild, þjófnað og fleira. Hæstiréttur bætti 14 mánuðum við dóminn. Þá var Ívar einnig sviptur ökuréttindum ævilangt. 13. desember 2012 17:16 Ívar Aron Hill enn ákærður Ívar Aron Hill Ævarsson, 21 árs síbrotamaður, hefur verið ákærður fyrir þjófnaðar- og umferðarlagabrot sem hann framdi dagana eftir að honum var sleppt lausum úr gæsluvarðhaldi í byrjun júlí. 4. ágúst 2007 02:15 Liðsmenn Árnesgengisins ákærðir fyrir vopnað rán Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði. 29. september 2011 04:00 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Hæstiréttur þyngir dóm yfir síbrotamanni Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm Héraðsdóm Suðurlands yfir Ívari Aron Hill Ævarssyni en hann var upphaflega dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir nytjastuld, gripdeild, þjófnað og fleira. Hæstiréttur bætti 14 mánuðum við dóminn. Þá var Ívar einnig sviptur ökuréttindum ævilangt. 13. desember 2012 17:16
Ívar Aron Hill enn ákærður Ívar Aron Hill Ævarsson, 21 árs síbrotamaður, hefur verið ákærður fyrir þjófnaðar- og umferðarlagabrot sem hann framdi dagana eftir að honum var sleppt lausum úr gæsluvarðhaldi í byrjun júlí. 4. ágúst 2007 02:15
Liðsmenn Árnesgengisins ákærðir fyrir vopnað rán Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði. 29. september 2011 04:00