Afgönsk, á sextugsaldri og tengist börnunum fjölskylduböndum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2019 14:44 Afgönsk kona á sextugsaldri er í haldi lögreglu í Árósum í tengslum við mál tveggja smábarna sem fundust yfirgefin í borginni á laugardag. Áður hafði verið greint frá því að einn væri í haldi lögreglu vegna málsins en ekki höfðu verið sögð frekari deili á viðkomandi. Konan er tengd börnunum fjölskylduböndum en er ekki móðir þeirra. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu og barnaverndaryfirvalda sem haldinn var í Árósum síðdegis í dag. Vegfarendur gengu fram á börnin tvö, tveggja ára dreng og ársgamla stúlku, yfirgefin á gangstétt í miðborg Árósa. Ekki hefur tekist að bera kennsl á börnin eða hafa uppi á foreldrum þeirra. Lögreglu grunar að börnin hafi komið til Danmerkur í fylgd fólks sem dvelur, eða hefur dvalið, ólöglega í landinu. Komið hefur fram að lögregla leitaði á nokkrum heimilum á Austur-Jótlandi í tengslum við rannsókn málsins í gærkvöldi. Þá hafði einnig verið gefið út að ein manneskja væri í haldi lögreglu í tengslum við málið og að tvær til viðbótar hefðu verið handteknar. Þeim síðarnefndu var þó sleppt úr haldi. Börnin eru systkini Lögregla gaf það svo út á Twitter-reikningi sínum í dag að manneskjan í haldi lögreglu væri 54 ára kona. Hún yrði leidd fyrir dómara í Árósum klukkan þrjú að dönskum tíma, eða klukkan tvö að íslenskum tíma. Vi fremstiller kl. 15 en 54-årig kvinde i Retten i Aarhus. Det var den 54-årige, som blev anholdt i forbindelse med sagen om de efterladte børn. Anmodning om lukkede døre i retten. Vi vil uddybe anholdelsen af kvinden og fortælle om sigtelsen på pressemødet kl. 15.00. #politidkhttps://t.co/EL97jzdJeE— Østjyllands Politi (@OjylPoliti) December 16, 2019 Frekar var greint frá stöðu konunnar á blaðamannafundinum í dag. Þar kom fram að konan væri afgönsk og sökuð um brot á barnaverndarlögum. Henni er gefið að sök að hafa vanrækt og yfirgefið börnin. Verði konan sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Hún neitar nokkurri aðild að málinu. Þá staðfesti lögregla að konan væri tengd börnunum fjölskylduböndum. Ekki hefur verið gefið upp hvernig hún er skyld þeim en hún er þó ekki móðir þeirra. Lögregla staðfesti jafnframt að börnin væru systkini en það hafði ekki fengist staðfest. Þá kom fram að börnunum heilsaðist vel en þau eru enn í umsjá barnaverndaryfirvalda. Danmörk Tengdar fréttir Í haldi vegna yfirgefnu barnanna Lögregla í Árósum handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. 16. desember 2019 12:59 Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Afgönsk kona á sextugsaldri er í haldi lögreglu í Árósum í tengslum við mál tveggja smábarna sem fundust yfirgefin í borginni á laugardag. Áður hafði verið greint frá því að einn væri í haldi lögreglu vegna málsins en ekki höfðu verið sögð frekari deili á viðkomandi. Konan er tengd börnunum fjölskylduböndum en er ekki móðir þeirra. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu og barnaverndaryfirvalda sem haldinn var í Árósum síðdegis í dag. Vegfarendur gengu fram á börnin tvö, tveggja ára dreng og ársgamla stúlku, yfirgefin á gangstétt í miðborg Árósa. Ekki hefur tekist að bera kennsl á börnin eða hafa uppi á foreldrum þeirra. Lögreglu grunar að börnin hafi komið til Danmerkur í fylgd fólks sem dvelur, eða hefur dvalið, ólöglega í landinu. Komið hefur fram að lögregla leitaði á nokkrum heimilum á Austur-Jótlandi í tengslum við rannsókn málsins í gærkvöldi. Þá hafði einnig verið gefið út að ein manneskja væri í haldi lögreglu í tengslum við málið og að tvær til viðbótar hefðu verið handteknar. Þeim síðarnefndu var þó sleppt úr haldi. Börnin eru systkini Lögregla gaf það svo út á Twitter-reikningi sínum í dag að manneskjan í haldi lögreglu væri 54 ára kona. Hún yrði leidd fyrir dómara í Árósum klukkan þrjú að dönskum tíma, eða klukkan tvö að íslenskum tíma. Vi fremstiller kl. 15 en 54-årig kvinde i Retten i Aarhus. Det var den 54-årige, som blev anholdt i forbindelse med sagen om de efterladte børn. Anmodning om lukkede døre i retten. Vi vil uddybe anholdelsen af kvinden og fortælle om sigtelsen på pressemødet kl. 15.00. #politidkhttps://t.co/EL97jzdJeE— Østjyllands Politi (@OjylPoliti) December 16, 2019 Frekar var greint frá stöðu konunnar á blaðamannafundinum í dag. Þar kom fram að konan væri afgönsk og sökuð um brot á barnaverndarlögum. Henni er gefið að sök að hafa vanrækt og yfirgefið börnin. Verði konan sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Hún neitar nokkurri aðild að málinu. Þá staðfesti lögregla að konan væri tengd börnunum fjölskylduböndum. Ekki hefur verið gefið upp hvernig hún er skyld þeim en hún er þó ekki móðir þeirra. Lögregla staðfesti jafnframt að börnin væru systkini en það hafði ekki fengist staðfest. Þá kom fram að börnunum heilsaðist vel en þau eru enn í umsjá barnaverndaryfirvalda.
Danmörk Tengdar fréttir Í haldi vegna yfirgefnu barnanna Lögregla í Árósum handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. 16. desember 2019 12:59 Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Í haldi vegna yfirgefnu barnanna Lögregla í Árósum handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. 16. desember 2019 12:59
Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30