Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2019 18:30 Landvernd segir yfirvöld og orkufyrirtækin hafa brugðist almenningi við uppbyggingu raforkuinnviða en skella sökinni á aðra. Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. Þjóðaröryggi var ógnað þegar fjarskipti rofnuðu og rafkynding ekki til staðar vegna rafmagnsleysis. Byggðalínan varð fyrir miklu tjóni. Hún er komin til ára sinna og kallað eftir úrbætum á henni. Forsvarsmenn orkufyrirtækja sögðu það ferli tímafrekt og landeigendur, sem ekki eiga fasta búsetu þar, marga hverja trega til að hleypa innviðum í gegnum sína jörð. Samgönguráðherra sagði í fréttum í gær að þjóðaröryggi ætti að vega þyngra en réttur landeigenda. Þannig væri það á Norðurlöndunum. Á flótta undan eigin ábyrgð Framkvæmdastjóri Landverndar segir forsvarsmenn orkufyrirtækjanna hengja bakara fyrir smið. „Mér finnst þetta mjög skrýtin umræða komandi frá risastórum ríkisfyrirtækjum sem eiga að sjá til að innviðirnir séu í lagi, en virðast bara benda á einhverja aðra. Þeir hafa verið mjög virkir í því að leggja línur og láta allt ganga upp fyrir stóriðjuna. Svo þegar þeir eiga sinna þjónustuhlutverki sínu fyrir almenning og byggja upp innviði, þá er það einhverjum öðrum að kenna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það sem okkur sýnist hafa gerst er ekkert af þeim línum sem hafa í raun og veru verið umdeildar, heldur eru þetta staðir sem fyrirtæki hafa ekki staðið sig í þjónustu við.“ Vilja raflínur í jörð Hún segir Landvernd hafa bent á kosti þess að leggja raflínur í jörð. „Við höfum bent á það árum saman. Landsnet hefur bara núna á allra síðustu árum tekið það til greina. Við höfum farið í mjög mikla vinnu til að fá Landsnet og önnur raforkufyrirtæki til að skoða það yfir höfuð. Þau segja að jarðstrengir séu svo dýrir og komi ekki til greina. Við ætlum að þakka okkur pínulítið fyrir það að Landsnet er farið að skoða jarðstrengi fyrir alvöru.“ Landvernd hafi einungis farið í málaferli vegna raflína sem eiga að þjónusta stóriðju, þar á meðal vegna Bakkalínu og á Suðurnesjum. Umhverfismál þjóðaröryggismál Samtökin myndu mótmæla því harðlega ef gengið yrði kærurétt varðandi lagningu raflína, rétturinn standi ekki í vegi fyrir innviðauppbyggingu. Landvernd setji raunverulegt þjóðaröryggi ofar umhverfismálum. „Ef um raunverulegt þjóðaröryggi er að ræða er það eitthvað sem þarf að skoða heildstætt. Landsnet fór út í kringum ársfund sinn á þessu ári að rafmagnsskortur væri yfirvofandi í landinu og þetta væri þjóðaröryggismál. Þegar við erum að horfa á að 80 prósent af því rafmagni sem við erum að framleiða á Íslandi fer til stóriðju þá er þetta algjörlega út í hött að vera tala um þjóðaröryggismál út af rafmagnsskorti þegar við erum að selja alla raforkuna okkar til erlendra stórfyrirtækja. Eins og ástandið er í heiminum í dag, þá eru umhverfismál þjóðaröryggismál.“ Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Umhverfismál Tengdar fréttir Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Landvernd segir yfirvöld og orkufyrirtækin hafa brugðist almenningi við uppbyggingu raforkuinnviða en skella sökinni á aðra. Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. Þjóðaröryggi var ógnað þegar fjarskipti rofnuðu og rafkynding ekki til staðar vegna rafmagnsleysis. Byggðalínan varð fyrir miklu tjóni. Hún er komin til ára sinna og kallað eftir úrbætum á henni. Forsvarsmenn orkufyrirtækja sögðu það ferli tímafrekt og landeigendur, sem ekki eiga fasta búsetu þar, marga hverja trega til að hleypa innviðum í gegnum sína jörð. Samgönguráðherra sagði í fréttum í gær að þjóðaröryggi ætti að vega þyngra en réttur landeigenda. Þannig væri það á Norðurlöndunum. Á flótta undan eigin ábyrgð Framkvæmdastjóri Landverndar segir forsvarsmenn orkufyrirtækjanna hengja bakara fyrir smið. „Mér finnst þetta mjög skrýtin umræða komandi frá risastórum ríkisfyrirtækjum sem eiga að sjá til að innviðirnir séu í lagi, en virðast bara benda á einhverja aðra. Þeir hafa verið mjög virkir í því að leggja línur og láta allt ganga upp fyrir stóriðjuna. Svo þegar þeir eiga sinna þjónustuhlutverki sínu fyrir almenning og byggja upp innviði, þá er það einhverjum öðrum að kenna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það sem okkur sýnist hafa gerst er ekkert af þeim línum sem hafa í raun og veru verið umdeildar, heldur eru þetta staðir sem fyrirtæki hafa ekki staðið sig í þjónustu við.“ Vilja raflínur í jörð Hún segir Landvernd hafa bent á kosti þess að leggja raflínur í jörð. „Við höfum bent á það árum saman. Landsnet hefur bara núna á allra síðustu árum tekið það til greina. Við höfum farið í mjög mikla vinnu til að fá Landsnet og önnur raforkufyrirtæki til að skoða það yfir höfuð. Þau segja að jarðstrengir séu svo dýrir og komi ekki til greina. Við ætlum að þakka okkur pínulítið fyrir það að Landsnet er farið að skoða jarðstrengi fyrir alvöru.“ Landvernd hafi einungis farið í málaferli vegna raflína sem eiga að þjónusta stóriðju, þar á meðal vegna Bakkalínu og á Suðurnesjum. Umhverfismál þjóðaröryggismál Samtökin myndu mótmæla því harðlega ef gengið yrði kærurétt varðandi lagningu raflína, rétturinn standi ekki í vegi fyrir innviðauppbyggingu. Landvernd setji raunverulegt þjóðaröryggi ofar umhverfismálum. „Ef um raunverulegt þjóðaröryggi er að ræða er það eitthvað sem þarf að skoða heildstætt. Landsnet fór út í kringum ársfund sinn á þessu ári að rafmagnsskortur væri yfirvofandi í landinu og þetta væri þjóðaröryggismál. Þegar við erum að horfa á að 80 prósent af því rafmagni sem við erum að framleiða á Íslandi fer til stóriðju þá er þetta algjörlega út í hött að vera tala um þjóðaröryggismál út af rafmagnsskorti þegar við erum að selja alla raforkuna okkar til erlendra stórfyrirtækja. Eins og ástandið er í heiminum í dag, þá eru umhverfismál þjóðaröryggismál.“
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Umhverfismál Tengdar fréttir Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43