Landsréttardómari fjallaði um emoji í sératkvæði Sylvía Hall skrifar 14. desember 2019 10:23 Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær. Vísir/Vilhelm Í gær dæmdi Landsréttur karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot á samskiptamiðlinum Snapchat í janúar árið 2018. Skilaboðin voru send til konu sem maðurinn hafði áður verið að hitta í nokkra mánuði, en hann var starfandi lögreglumaður þegar brotin áttu sér stað.Sjá einnig: Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Héraðsdómur hafði sýknað manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot vegna skilaboðanna: „Ætlaru að riða mer a eftir?[...] Viltu mig? Riddu mer dóninn þinn [...] Riddu mer beibe,“ en meirihluti Landsréttar komst að þeirri niðurstöðu að umrædd skilaboð brytu í bága við 209. gr. almennra hegningarlaga sem kveður á um refsingu fyrir lostugt athæfi sem særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis „Hlutrænt séð verður að telja að ummælin sem um ræðir hafi verið lostug í skilningi ákvæðisins og jafnframt til þess fallin að særa blygðunarsemi brotaþola. Breytir engu þar um þótt ákærði og brotaþoli hafi átt í sambandi um tíma og haft kynferðismök í nokkur skipti eftir að því lauk,“ sagði meðal annars í rökstuðningi meirihlutans. Var meðal annars litið til þess að brotaþoli hafi verið tvítugur að aldri þegar skilaboðin voru send en hinn ákærði átta árum eldri. „Face with tears of joy“ og „face blowing a kiss“ Eiríkur Jónsson landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu og var sammála meirihluta dómsins um að dæma ætti manninn til refsingar vegna hótanna, en taldi að sýkna ætti manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot. Rakti hann þar samskipti ákærða og brotaþola og leit þar meðal annars til emojis, sem oft hafa verið þýtt sem lyndistákn, sem brotaþoli sendi. „Á milli þeirra orða sem tilgreind eru í 1. ákærulið sendi brotaþoli ákærða meðal annars skilaboðin „Hahah heyrðu fulli“ og tvenns konar lyndistákn, annars vegar tvö brosandi andlit sem gráta af hlátri (á ensku hefur táknið heitið „face with tears of joy“) og hins vegar andlit sem blikkar öðru augu og sendir koss sem hjarta fylgir (á ensku hefur táknið heitið „face blowing a kiss“). Að loknum síðustu orðunum sem greinir í 1. ákærulið sendi brotaþoli loks skilaboðin „Heyrðu stopp núna“ og eftir það lauk þeim ummælum sem ákæruvaldið heimfærir undir 209. gr. almennra hegningarlaga.“ Í sératkvæðinu segir að brotaþoli hafi gert mikinn greinarmun á þeim samskiptum sem þóttu vera blygðunarsemisbrot og þeim sem á eftir komu, en þau skilaboð sem fylgdu í kjölfarið vöktu mikinn ótta og glímdi hún við svefnleysi vegna þeirra. „Þrátt fyrir að tjáning ákærða samkvæmt 1. ákærulið sé rakin smekkleysa verður í ljósi alls framangreinds, sem og að virtri þeirri meginreglu íslensks réttarfars að allan vafa um það hvort refsiákvæði taki til háttsemi ákærða eigi að virða honum í hag, ekki staðhæft að ummæli ákærða teljist lostugt athæfi sem hafi verið til þess fallið að særa blygðunarkennd brotaþola,“ sagði í sératkvæðinu. Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Í gær dæmdi Landsréttur karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot á samskiptamiðlinum Snapchat í janúar árið 2018. Skilaboðin voru send til konu sem maðurinn hafði áður verið að hitta í nokkra mánuði, en hann var starfandi lögreglumaður þegar brotin áttu sér stað.Sjá einnig: Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Héraðsdómur hafði sýknað manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot vegna skilaboðanna: „Ætlaru að riða mer a eftir?[...] Viltu mig? Riddu mer dóninn þinn [...] Riddu mer beibe,“ en meirihluti Landsréttar komst að þeirri niðurstöðu að umrædd skilaboð brytu í bága við 209. gr. almennra hegningarlaga sem kveður á um refsingu fyrir lostugt athæfi sem særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis „Hlutrænt séð verður að telja að ummælin sem um ræðir hafi verið lostug í skilningi ákvæðisins og jafnframt til þess fallin að særa blygðunarsemi brotaþola. Breytir engu þar um þótt ákærði og brotaþoli hafi átt í sambandi um tíma og haft kynferðismök í nokkur skipti eftir að því lauk,“ sagði meðal annars í rökstuðningi meirihlutans. Var meðal annars litið til þess að brotaþoli hafi verið tvítugur að aldri þegar skilaboðin voru send en hinn ákærði átta árum eldri. „Face with tears of joy“ og „face blowing a kiss“ Eiríkur Jónsson landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu og var sammála meirihluta dómsins um að dæma ætti manninn til refsingar vegna hótanna, en taldi að sýkna ætti manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot. Rakti hann þar samskipti ákærða og brotaþola og leit þar meðal annars til emojis, sem oft hafa verið þýtt sem lyndistákn, sem brotaþoli sendi. „Á milli þeirra orða sem tilgreind eru í 1. ákærulið sendi brotaþoli ákærða meðal annars skilaboðin „Hahah heyrðu fulli“ og tvenns konar lyndistákn, annars vegar tvö brosandi andlit sem gráta af hlátri (á ensku hefur táknið heitið „face with tears of joy“) og hins vegar andlit sem blikkar öðru augu og sendir koss sem hjarta fylgir (á ensku hefur táknið heitið „face blowing a kiss“). Að loknum síðustu orðunum sem greinir í 1. ákærulið sendi brotaþoli loks skilaboðin „Heyrðu stopp núna“ og eftir það lauk þeim ummælum sem ákæruvaldið heimfærir undir 209. gr. almennra hegningarlaga.“ Í sératkvæðinu segir að brotaþoli hafi gert mikinn greinarmun á þeim samskiptum sem þóttu vera blygðunarsemisbrot og þeim sem á eftir komu, en þau skilaboð sem fylgdu í kjölfarið vöktu mikinn ótta og glímdi hún við svefnleysi vegna þeirra. „Þrátt fyrir að tjáning ákærða samkvæmt 1. ákærulið sé rakin smekkleysa verður í ljósi alls framangreinds, sem og að virtri þeirri meginreglu íslensks réttarfars að allan vafa um það hvort refsiákvæði taki til háttsemi ákærða eigi að virða honum í hag, ekki staðhæft að ummæli ákærða teljist lostugt athæfi sem hafi verið til þess fallið að særa blygðunarkennd brotaþola,“ sagði í sératkvæðinu.
Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22