Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. desember 2019 18:45 Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. „Þessar kosningar þýða að það Brexit er óumdeilanlega afstaða breska þjóðarinnar,“ sagði forsætisráðherrann í nótt þegar niðurstöður lágu fyrir. Þegar horft er til Bretlands í heild má sjá að Íhaldsflokkurinn hefur nú töluverða yfirburði. Hann fékk 364 sæti af 650 og þar með hreinan meirihluta, bætti við sig 47 sætum. Flokkurinn var sterkastur á Englandi og sótti einnig sæti til Wales. Verkamannaflokkurinn fékk 203 sæti, tapaði 59, og fékk því sína verstu kosningu frá árinu 1935. Frjálslyndir demókratar fengu fleiri atkvæði en í síðustu kosningum en töpuðu samt sem áður einu sæti vegna þess að á Bretlandi eru einmenningskjördæmi. Á Skotlandi er staðan orðin þannig að Skoski þjóðarflokkurinn hefur 48 sæti af þeim 59 sem Skotar fá. Flokkurinn er því í yfirburðastöðu og hefur krafa hans um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland því aukið vægi. Nicola Sturgeon, leiðtogi flokksins, beindi þeim orðum að Johnson að atkvæðagreiðsla væri ekki bara krafa hennar eða Skoska þjóðarflokksins, heldur réttur Skota. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var niðurlútur þegar niðurstöðurnar lágu fyrir. Hann mun ekki leiða flokkinn í næstu kosningum. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, er í svipaðri stöðu. Hún missti þingsæti sitt til Skoska þjóðarflokksins og má því ekki lengur, samkvæmt reglum Frjálslyndra demókrata, leiða flokkinn. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. „Þessar kosningar þýða að það Brexit er óumdeilanlega afstaða breska þjóðarinnar,“ sagði forsætisráðherrann í nótt þegar niðurstöður lágu fyrir. Þegar horft er til Bretlands í heild má sjá að Íhaldsflokkurinn hefur nú töluverða yfirburði. Hann fékk 364 sæti af 650 og þar með hreinan meirihluta, bætti við sig 47 sætum. Flokkurinn var sterkastur á Englandi og sótti einnig sæti til Wales. Verkamannaflokkurinn fékk 203 sæti, tapaði 59, og fékk því sína verstu kosningu frá árinu 1935. Frjálslyndir demókratar fengu fleiri atkvæði en í síðustu kosningum en töpuðu samt sem áður einu sæti vegna þess að á Bretlandi eru einmenningskjördæmi. Á Skotlandi er staðan orðin þannig að Skoski þjóðarflokkurinn hefur 48 sæti af þeim 59 sem Skotar fá. Flokkurinn er því í yfirburðastöðu og hefur krafa hans um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland því aukið vægi. Nicola Sturgeon, leiðtogi flokksins, beindi þeim orðum að Johnson að atkvæðagreiðsla væri ekki bara krafa hennar eða Skoska þjóðarflokksins, heldur réttur Skota. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var niðurlútur þegar niðurstöðurnar lágu fyrir. Hann mun ekki leiða flokkinn í næstu kosningum. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, er í svipaðri stöðu. Hún missti þingsæti sitt til Skoska þjóðarflokksins og má því ekki lengur, samkvæmt reglum Frjálslyndra demókrata, leiða flokkinn.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira