Ljóst að eignatjón hleypur á hundruðum milljóna króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2019 17:45 Björgunarsveitarmenn sinna útkalli á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudagskvöld. vísir/vilhelm Þótt erfitt sé að meta eignatjón á þessari stundu vegna óveðursins sem geisaði á landinu frá þriðjudag og fram eftir gærdeginum er ljóst að það hleypur á hundruðum milljóna króna. Sérstaklega er tjónið mikið í raforku og fjarskiptakerfinu. Þá fylgdi mikið foktjón aftakaveðrinu. Þetta kemur fram í stöðumatsskýrslu Almannavarna sem send var fjölmiðlum á fimmta tímanum í dag en hún var rituð klukkan tólf á hádegi. Í skýrslunni eru tekin dæmi um eignatjón sem varð í Vestmannaeyjum. Hjá fiskimjölsverksmiðjunni FES hjá Ísfélagi Vestmannaeyja er áætlað tjón um 30 milljónir. Hjá Vinnslustöðinni er tjónið áætlað um 40 milljónir. Hjá Godthaab er tjónið metið um 15 milljónir og hjá Eyjablikki um 1 milljón. Um 70 fasteignir urðu fyrir foktjóni en ekki er vitað um tjónafjárhæð. Þá er ótalið annað tjón og óbeinn kostnaður sem óhjákvæmilega fylgir. Í skýrslunni kemur fram að Náttúruhamfaratrygging Íslands greiði tjón sem verði á fasteignum, innbúi og lausafé vegna sjávarflóða. Óverulegt tjón enn sem komið er vegna sjávarflóða. Einungis hafi borist tilkynningar um sjávarflóð í Straumsvík, á Bakkafirði, á Borgarfirði eystra og Raufarhöfn. 800 björgunarsveitarmenn sinnt meira en 1000 verkefnum Þá eru verkefni björgunarsveitanna rakin í skýrslunni en mikið hefur mætt á sveitunum síðustu daga: „Í heildina til hafa um 800 björgunarsveitarmenn verið við störf undanfarna daga. Þar af hafa 224 komið að leit að ungum dreng í Sölvadal. Bjargir hafa verið sóttar frá nærliggjandi svæðum auk liðsauka frá suðvesturhorninu og Vesturlandi. Um 80 björgunarsveitarmenn hafa verið við störf í Húnavatnssýslu og 75 í Skagafirði. Um 223 björgunarsveitarmenn hafa sinnt óveðurs- og ófærðarverkefnum á Norðurlandi eystra og víðar. Björgunarsveitir hafa leyst vel yfir 1000 verkefni og aðstoðarbeiðnir á landsvísu. Áður en óveðrið skall á sendi Slysavarnafélagið Landsbjörg öfluga snjóbíla á lykilstaði á Norðvesturland og Ströndum til að vera nær líklegum skaðasvæðum,“ segir í skýrslunni. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi. Segir í skýrslunni að aðgerðir viðbragðsaðila hafi gengið vel. Almenningur hafi reynst vel undirbúinn og farið að tilmælum viðbragðsaðila og yfirvalda: „Enn eru viðbragðsaðilar að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi, verkefni þeirra snúa að enduruppbyggingu samfélaga og íbúa þeirra. Verið er að huga að íbúum á þeim svæðum þar sem húsahitun er ábótavant og tryggja öryggi, líf og heilsu íbúa. Ástand er víða slæmt á sveitabæjum vegna rafmagns- og sambandsleysis. Hætta er á að mikill skaði verði ef ekki er brugðist við skjótt. (sjálfvirkir þjarkar sjá um mjaltir, fóðurgjöf, mokstur og annað sem háð er rafmagni). Mikilvægt er á ná til bæja í strjálbýli sérstaklega þar sem rafmagnslaust hefur verið. Gera verður ráð fyrir að flytja þurfi fólk frá rafmagnslausum stöðum vegna kólnandi veðurs. Gera verður ráðstafanir svo opna megi fleiri fjöldahjálpastöðvar ef nauðsyn krefur, bæta við vélakost rafstöðva. Mikið álag er á viðbragðsaðilum og huga þarf að auknum mannskap svo tryggja megi hvíld og samfellu í störfum viðbragðsaðila,“ segir í skýrslu Almannavarna. Óveður 10. og 11. desember 2019 Tryggingar Veður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þótt erfitt sé að meta eignatjón á þessari stundu vegna óveðursins sem geisaði á landinu frá þriðjudag og fram eftir gærdeginum er ljóst að það hleypur á hundruðum milljóna króna. Sérstaklega er tjónið mikið í raforku og fjarskiptakerfinu. Þá fylgdi mikið foktjón aftakaveðrinu. Þetta kemur fram í stöðumatsskýrslu Almannavarna sem send var fjölmiðlum á fimmta tímanum í dag en hún var rituð klukkan tólf á hádegi. Í skýrslunni eru tekin dæmi um eignatjón sem varð í Vestmannaeyjum. Hjá fiskimjölsverksmiðjunni FES hjá Ísfélagi Vestmannaeyja er áætlað tjón um 30 milljónir. Hjá Vinnslustöðinni er tjónið áætlað um 40 milljónir. Hjá Godthaab er tjónið metið um 15 milljónir og hjá Eyjablikki um 1 milljón. Um 70 fasteignir urðu fyrir foktjóni en ekki er vitað um tjónafjárhæð. Þá er ótalið annað tjón og óbeinn kostnaður sem óhjákvæmilega fylgir. Í skýrslunni kemur fram að Náttúruhamfaratrygging Íslands greiði tjón sem verði á fasteignum, innbúi og lausafé vegna sjávarflóða. Óverulegt tjón enn sem komið er vegna sjávarflóða. Einungis hafi borist tilkynningar um sjávarflóð í Straumsvík, á Bakkafirði, á Borgarfirði eystra og Raufarhöfn. 800 björgunarsveitarmenn sinnt meira en 1000 verkefnum Þá eru verkefni björgunarsveitanna rakin í skýrslunni en mikið hefur mætt á sveitunum síðustu daga: „Í heildina til hafa um 800 björgunarsveitarmenn verið við störf undanfarna daga. Þar af hafa 224 komið að leit að ungum dreng í Sölvadal. Bjargir hafa verið sóttar frá nærliggjandi svæðum auk liðsauka frá suðvesturhorninu og Vesturlandi. Um 80 björgunarsveitarmenn hafa verið við störf í Húnavatnssýslu og 75 í Skagafirði. Um 223 björgunarsveitarmenn hafa sinnt óveðurs- og ófærðarverkefnum á Norðurlandi eystra og víðar. Björgunarsveitir hafa leyst vel yfir 1000 verkefni og aðstoðarbeiðnir á landsvísu. Áður en óveðrið skall á sendi Slysavarnafélagið Landsbjörg öfluga snjóbíla á lykilstaði á Norðvesturland og Ströndum til að vera nær líklegum skaðasvæðum,“ segir í skýrslunni. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi. Segir í skýrslunni að aðgerðir viðbragðsaðila hafi gengið vel. Almenningur hafi reynst vel undirbúinn og farið að tilmælum viðbragðsaðila og yfirvalda: „Enn eru viðbragðsaðilar að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi, verkefni þeirra snúa að enduruppbyggingu samfélaga og íbúa þeirra. Verið er að huga að íbúum á þeim svæðum þar sem húsahitun er ábótavant og tryggja öryggi, líf og heilsu íbúa. Ástand er víða slæmt á sveitabæjum vegna rafmagns- og sambandsleysis. Hætta er á að mikill skaði verði ef ekki er brugðist við skjótt. (sjálfvirkir þjarkar sjá um mjaltir, fóðurgjöf, mokstur og annað sem háð er rafmagni). Mikilvægt er á ná til bæja í strjálbýli sérstaklega þar sem rafmagnslaust hefur verið. Gera verður ráð fyrir að flytja þurfi fólk frá rafmagnslausum stöðum vegna kólnandi veðurs. Gera verður ráðstafanir svo opna megi fleiri fjöldahjálpastöðvar ef nauðsyn krefur, bæta við vélakost rafstöðva. Mikið álag er á viðbragðsaðilum og huga þarf að auknum mannskap svo tryggja megi hvíld og samfellu í störfum viðbragðsaðila,“ segir í skýrslu Almannavarna.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tryggingar Veður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira