Segir ganga hægt að semja um þinglok Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2019 17:15 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi gengið hægt að semja um dagskrá þingsins nú síðustu dagana fyrir áætluð þinglok. Hann segir þingflokk Samfylkingarinnar ekki leggjast gegn því að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur verði tekið á dagskrá fyrir jólahlé. Mikill hasar var á Alþingi í gær og í fyrradag þar sem tekist var meðal annars á um dagskrá þingsins og ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir hversu seint mörg af hennar málum hafi komið til þingsins. Líkt og fram hefur komið beitti stjórnarandstaðan til að mynda þeim brögðum á mánudaginn að sniðganga atkvæðagreiðslur sem forseti Alþingis gagnrýndi harðlega. „Við í stjórnarandstöðunni höfum reynt að vera málefnaleg í okkar kröfum, við leggjum auðvitað áherslu á það að við fáum eitthvað af okkar þingmálum í gegn, við héldum nú hér uppi störfum langt fram eftir hausti af því að stjórnarmál komu fá og seint inn og okkur finnst eðlilegt að það sé hlustað á það,“ segir Logi.En er málefnalegt að sniðganga atkvæðagreiðslur til að reyna að ná því fram? „Stundum, ef að þú ert í samræðum við einstaklinga sem að í rauninni annað hvort hlusta ekki eða mæta fund eftir fund með nýjar og mjög óvæntar kröfur og óskir þá verðum við auðvitað að nota okkar meðul sem við eigum til þess að á okkur sé hlustað,“ svarar Logi. Eitt þeirra mála ríkisstjórnarinnar sem voru það seint fram komin að samþykkja þarf afbrigði til að taka á dagskrá er fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. Logi segir sinn þingflokk ekki standa í vegi fyrir því að það mál verði tekið á dagskrá. „Við höfum ekki gert neinar kröfur um að það komi ekki fram. Það held ég að hljóti að vera bara innanhússátök í stjórnarliðinu og það er vel þekkt að þar er ágreiningur og ég held að málið tefjist nú fyrst og fremst útaf því,“ segir Logi. Alþingi Fjölmiðlar Samfylkingin Tengdar fréttir Hópur þingmanna „annars staðar en hann átti að vera“ Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki. 10. desember 2019 13:23 Tvísýnt um hvort fjölmiðlafrumvarp komist á dagskrá fyrir jól Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var á dagskrá Alþingis á mánudaginn en var tekið af dagskrá eftir að stjórnarandstaðan greip á það ráð að sniðganga atkvæðagreiðslur. 11. desember 2019 13:24 Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06 Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29 Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi gengið hægt að semja um dagskrá þingsins nú síðustu dagana fyrir áætluð þinglok. Hann segir þingflokk Samfylkingarinnar ekki leggjast gegn því að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur verði tekið á dagskrá fyrir jólahlé. Mikill hasar var á Alþingi í gær og í fyrradag þar sem tekist var meðal annars á um dagskrá þingsins og ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir hversu seint mörg af hennar málum hafi komið til þingsins. Líkt og fram hefur komið beitti stjórnarandstaðan til að mynda þeim brögðum á mánudaginn að sniðganga atkvæðagreiðslur sem forseti Alþingis gagnrýndi harðlega. „Við í stjórnarandstöðunni höfum reynt að vera málefnaleg í okkar kröfum, við leggjum auðvitað áherslu á það að við fáum eitthvað af okkar þingmálum í gegn, við héldum nú hér uppi störfum langt fram eftir hausti af því að stjórnarmál komu fá og seint inn og okkur finnst eðlilegt að það sé hlustað á það,“ segir Logi.En er málefnalegt að sniðganga atkvæðagreiðslur til að reyna að ná því fram? „Stundum, ef að þú ert í samræðum við einstaklinga sem að í rauninni annað hvort hlusta ekki eða mæta fund eftir fund með nýjar og mjög óvæntar kröfur og óskir þá verðum við auðvitað að nota okkar meðul sem við eigum til þess að á okkur sé hlustað,“ svarar Logi. Eitt þeirra mála ríkisstjórnarinnar sem voru það seint fram komin að samþykkja þarf afbrigði til að taka á dagskrá er fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. Logi segir sinn þingflokk ekki standa í vegi fyrir því að það mál verði tekið á dagskrá. „Við höfum ekki gert neinar kröfur um að það komi ekki fram. Það held ég að hljóti að vera bara innanhússátök í stjórnarliðinu og það er vel þekkt að þar er ágreiningur og ég held að málið tefjist nú fyrst og fremst útaf því,“ segir Logi.
Alþingi Fjölmiðlar Samfylkingin Tengdar fréttir Hópur þingmanna „annars staðar en hann átti að vera“ Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki. 10. desember 2019 13:23 Tvísýnt um hvort fjölmiðlafrumvarp komist á dagskrá fyrir jól Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var á dagskrá Alþingis á mánudaginn en var tekið af dagskrá eftir að stjórnarandstaðan greip á það ráð að sniðganga atkvæðagreiðslur. 11. desember 2019 13:24 Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06 Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29 Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hópur þingmanna „annars staðar en hann átti að vera“ Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki. 10. desember 2019 13:23
Tvísýnt um hvort fjölmiðlafrumvarp komist á dagskrá fyrir jól Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var á dagskrá Alþingis á mánudaginn en var tekið af dagskrá eftir að stjórnarandstaðan greip á það ráð að sniðganga atkvæðagreiðslur. 11. desember 2019 13:24
Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06
Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29
Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44