Katrín Tanja hætt keppni og Sara fimmta eftir fyrsta daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 15:58 Sara Sigmundsdóttir í sundinu í dag. Mynd/Instagram/dxbfitnesschamp Fyrsti dagurinn á Dubai CrossFit Championship gekk ekki allt of vel hjá íslenska fólkinu og íslensku keppendunum hefur þegar fækkað um einn. Þrjár greinar fóru fram í dag og voru því 300 stig í boði en keppt er í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara Sigmundsdóttir er efst íslensku keppendanna eftir þrjár greinar en hún er í fimmta sæti með 232 stig af 300 mögulegum. Katrín Tanja Davíðsdóttir gat ekki tekið þátt í fyrstu grein dagsins vegna bakmeiðsla og ákvað síðan að draga sig úr keppni. Björgvin Karl Guðmundsson er í níunda sæti hjá körlunum með 210 stig af 300 mögulegum. Oddrún Eik Gylfadóttir er í 20. sæti hjá stelpunum með 171 stig. Sara endaði í 3. sæti í fyrstu grein en varð síðan sjötta í annarri grein og tíunda í þeirri þriðju. Sara er nú 53 stigum á eftir Samönthu Briggs sem er efst með 285 stig en hin kandaíska Emily Rolfe er önnur með 250 stig. Briggs vann grein tvö og varð síðan önnur í grein þrjú. Þessi miklu reynslubolti er því komin með gott forskot. Hin sænska Emma Tall vann fyrstu greinina, Samantha Briggs vann eins og áður sagði grein tvö en þriðji greinina vann síðan Daninn Julue Hougard. Björgvin Karl var þriðji í fyrstu grein en svo aðeins í 18. sæti í grein tvö. Hann varð síðan níundi í þriðju og síðustu grein dagsins. Björgvin Karl er 70 stigum á eftir efsta manni sem er Rússinn Roman Khrennikov. Khrennikov er tuttugu stigum á undan Brent Fikowski sem er annar. Roman Khrennikov er búinn að vera á topp þremur í öllum þremur greinum dagsins þar af í öðru sæti í greinum tvö og þrjú. Finninn Jonne Koski vann grein eitt, Bretinn Elliott Simmonds vann grein tvö og heimamaðurinn Bader Al Noori vann síðan þriðju greinina. CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sjá meira
Fyrsti dagurinn á Dubai CrossFit Championship gekk ekki allt of vel hjá íslenska fólkinu og íslensku keppendunum hefur þegar fækkað um einn. Þrjár greinar fóru fram í dag og voru því 300 stig í boði en keppt er í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara Sigmundsdóttir er efst íslensku keppendanna eftir þrjár greinar en hún er í fimmta sæti með 232 stig af 300 mögulegum. Katrín Tanja Davíðsdóttir gat ekki tekið þátt í fyrstu grein dagsins vegna bakmeiðsla og ákvað síðan að draga sig úr keppni. Björgvin Karl Guðmundsson er í níunda sæti hjá körlunum með 210 stig af 300 mögulegum. Oddrún Eik Gylfadóttir er í 20. sæti hjá stelpunum með 171 stig. Sara endaði í 3. sæti í fyrstu grein en varð síðan sjötta í annarri grein og tíunda í þeirri þriðju. Sara er nú 53 stigum á eftir Samönthu Briggs sem er efst með 285 stig en hin kandaíska Emily Rolfe er önnur með 250 stig. Briggs vann grein tvö og varð síðan önnur í grein þrjú. Þessi miklu reynslubolti er því komin með gott forskot. Hin sænska Emma Tall vann fyrstu greinina, Samantha Briggs vann eins og áður sagði grein tvö en þriðji greinina vann síðan Daninn Julue Hougard. Björgvin Karl var þriðji í fyrstu grein en svo aðeins í 18. sæti í grein tvö. Hann varð síðan níundi í þriðju og síðustu grein dagsins. Björgvin Karl er 70 stigum á eftir efsta manni sem er Rússinn Roman Khrennikov. Khrennikov er tuttugu stigum á undan Brent Fikowski sem er annar. Roman Khrennikov er búinn að vera á topp þremur í öllum þremur greinum dagsins þar af í öðru sæti í greinum tvö og þrjú. Finninn Jonne Koski vann grein eitt, Bretinn Elliott Simmonds vann grein tvö og heimamaðurinn Bader Al Noori vann síðan þriðju greinina.
CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sjá meira