Leiðtogar á ferð og flugi á síðasta degi kosningabaráttunnar Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 08:53 Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins. EPA/PETER POWELL Breskir stjórnmálamenn vinna nú hörðum höndum að því að safna fylgi á síðasta degi kosningabaráttunnar. Þingkosningar verða haldnar á morgun og útlit er fyrir sigur Íhaldsflokksins og Boris Johnson, þó sá sigur gæti verið naumur. Það er, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Miðað við þær þá hefur forskot Íhaldsflokksins dregist saman á síðustu dögum og sérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að erfitt verði að mynda meirihluta.Sunday Times segir að miðað við sama spálíkan sem spáði réttum niðurstöðum í kosningunum fyrir tveimur árum síðan fær Íhaldsflokkurinn 339 sæti á þingi, Verkamannaflokkurinn 231, Frjálslyndir Demókratar 15 og Skoski þjóðarflokkurinn 41.Það myndi veita Johnson 28 manna meirihluta en skekkjumörk þess líkans eru frá 367 sætum í 311. Fyrir tveimur vikum sýndi sama líkan fram á að Íhaldsflokkurinn stefndi á 68 manna meirihluta. Fyrr í vikunni var upptaka opinberuð þar sem hátt settur meðlimur Verkamannaflokksins heyrðist segja vini sínum að kjósendur þyldu ekki Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, og þess vegna gætu þeir ekki unnið kosningarnar. Þar var um að ræða Jonathan Ashworth sem var tekinn upp af íhaldssömum vini sínum án vitneskju hans.Corbyn sagði þetta þó hafa verið grín á milli góðra vina og Ashworth nyti fulls stuðnings hans. Ashworth sjálfur segir þetta sömuleiðis hafa verið grín. Bæði Corbyn og Boris Johnson munu verja deginum í dag á miklu flakki um Bretland en báðir flokkar hafa lýst kosningunum á morgun sem þeim mikilvægustu á undanförnum árum. Skilaboð þeirra fyrir kosningarnar eru á þá leið að Johnson segir Íhaldsmenn þá einu sem geti gengið frá úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sem hefur valdið mikilli óreiðu í breskum stjórnmálum á undanförnum árum. Ómögulegt yrði að hafa ástandið svipað áfram. Nú í morgun sagði Johnson, samkvæmt BBC, við kjósendur að Bretland gæti ekki beðið lengur. Koma yrði í veg fyrir frekari lömun samfélagsins.Corbyn mun byrja daginn í Skotlandi og mun hann heita því að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfis Bretlands og standa vörð um hag almennings. Sömuleiðis muni Verkamannaflokkurinn klára Brexit með góðu samkomulagi í hag verkamanna. Þá hefur hann gefið í skyn að kjósendur muni fá að kjósa um það samkomulag. Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt könnun YouGov Samkvæmt könnuninni myndi Íhaldsflokkur Boris Johnsons forsætisráðherra ná 359 þingsætum. Tvær vikur eru nú til kosninga. 28. nóvember 2019 08:53 Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. 11. desember 2019 00:26 Boris og félagar á siglingu Íhaldsflokkur Boris Johnson í Bretlandi hefur aukið forystu sína í kosningabaráttunni í Bretlandi, ef marka má nýjustu könnun Survation. 9. desember 2019 08:24 Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Breskir stjórnmálamenn vinna nú hörðum höndum að því að safna fylgi á síðasta degi kosningabaráttunnar. Þingkosningar verða haldnar á morgun og útlit er fyrir sigur Íhaldsflokksins og Boris Johnson, þó sá sigur gæti verið naumur. Það er, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Miðað við þær þá hefur forskot Íhaldsflokksins dregist saman á síðustu dögum og sérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að erfitt verði að mynda meirihluta.Sunday Times segir að miðað við sama spálíkan sem spáði réttum niðurstöðum í kosningunum fyrir tveimur árum síðan fær Íhaldsflokkurinn 339 sæti á þingi, Verkamannaflokkurinn 231, Frjálslyndir Demókratar 15 og Skoski þjóðarflokkurinn 41.Það myndi veita Johnson 28 manna meirihluta en skekkjumörk þess líkans eru frá 367 sætum í 311. Fyrir tveimur vikum sýndi sama líkan fram á að Íhaldsflokkurinn stefndi á 68 manna meirihluta. Fyrr í vikunni var upptaka opinberuð þar sem hátt settur meðlimur Verkamannaflokksins heyrðist segja vini sínum að kjósendur þyldu ekki Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, og þess vegna gætu þeir ekki unnið kosningarnar. Þar var um að ræða Jonathan Ashworth sem var tekinn upp af íhaldssömum vini sínum án vitneskju hans.Corbyn sagði þetta þó hafa verið grín á milli góðra vina og Ashworth nyti fulls stuðnings hans. Ashworth sjálfur segir þetta sömuleiðis hafa verið grín. Bæði Corbyn og Boris Johnson munu verja deginum í dag á miklu flakki um Bretland en báðir flokkar hafa lýst kosningunum á morgun sem þeim mikilvægustu á undanförnum árum. Skilaboð þeirra fyrir kosningarnar eru á þá leið að Johnson segir Íhaldsmenn þá einu sem geti gengið frá úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sem hefur valdið mikilli óreiðu í breskum stjórnmálum á undanförnum árum. Ómögulegt yrði að hafa ástandið svipað áfram. Nú í morgun sagði Johnson, samkvæmt BBC, við kjósendur að Bretland gæti ekki beðið lengur. Koma yrði í veg fyrir frekari lömun samfélagsins.Corbyn mun byrja daginn í Skotlandi og mun hann heita því að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfis Bretlands og standa vörð um hag almennings. Sömuleiðis muni Verkamannaflokkurinn klára Brexit með góðu samkomulagi í hag verkamanna. Þá hefur hann gefið í skyn að kjósendur muni fá að kjósa um það samkomulag.
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt könnun YouGov Samkvæmt könnuninni myndi Íhaldsflokkur Boris Johnsons forsætisráðherra ná 359 þingsætum. Tvær vikur eru nú til kosninga. 28. nóvember 2019 08:53 Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. 11. desember 2019 00:26 Boris og félagar á siglingu Íhaldsflokkur Boris Johnson í Bretlandi hefur aukið forystu sína í kosningabaráttunni í Bretlandi, ef marka má nýjustu könnun Survation. 9. desember 2019 08:24 Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt könnun YouGov Samkvæmt könnuninni myndi Íhaldsflokkur Boris Johnsons forsætisráðherra ná 359 þingsætum. Tvær vikur eru nú til kosninga. 28. nóvember 2019 08:53
Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. 11. desember 2019 00:26
Boris og félagar á siglingu Íhaldsflokkur Boris Johnson í Bretlandi hefur aukið forystu sína í kosningabaráttunni í Bretlandi, ef marka má nýjustu könnun Survation. 9. desember 2019 08:24
Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30