Martraðarbyrjun hjá Katrínu Tönju í fyrstu grein í Dúbaí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Youtube/ Dubai CrossFit Championship Katrín Tanja Davíðsdóttir hafði beðið lengi eftir að keppa á CrossFit mótinu í Dúbaí og var með í ár en mótið hófst í morgun. Byrjunin hjá þessum tvöfalda heimsmeistara gat hins vegar ekki verið verri. Katrín Tanja er í raun úr leik á mótinu eftir fyrstu grein því hún náði ekki að klára hana og situr eftir stigalaus á botninum. Katrín Tanja hefur talað um það að hún hafi áður verið hrædd við að synda í opnum sjó og það var nóg af slíku í þessari fyrstu skrein á mótinu. Íslensku keppendurnir á DubaiCrossFitChampionship í ár eru Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Mótið stendur yfir frá 11. til 14. desember og lýkur því á laugardaginn. Keppni tafðist aðeins í morgun vegna slæms veðurs en mikil rigningarskúr gekk þá yfir Dúbaí. Æfingin snerist um að lyfta þungum sandpokum og synda síðan 150 metra sjósund á eftir. Hver íþróttamaður þurfti að fara í gegnum þrjár umferðir. Fyrst að lyfta tuttugu sandpokum, þá tíu sandpokum og loks fimm sandpokum. Eftir hverja sandpokatörn beið síðan 150 metra sjósund og því þurfti að synda alls 450 metra í sjónum. Sara Sigmundsdóttir endaði í 3. til 7. sæti og fékk því 90 stig fyrir þessa fyrstu grein. Svíinn Emma Tall vann hana og Daninn JulieHougard varð önnur. Oddrún Eik Gylfadóttir varð áttunda í þessari fyrstu grein á mótinu. Aðeins Emma og Julie náðu að klára þessar þrjár umferðir. Björgvin Karl Guðmundsson kom þriðji í mark hjá körlunum en efstu tveir menn voru Finninn JonneKoski og Kanadamaðurinn öflugi BrentFikowski. Björgvin Karl fékk því 90 stig. Aðeins Koski og Fikowski náðu að klára allar þrjá umferðirnar. CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir hafði beðið lengi eftir að keppa á CrossFit mótinu í Dúbaí og var með í ár en mótið hófst í morgun. Byrjunin hjá þessum tvöfalda heimsmeistara gat hins vegar ekki verið verri. Katrín Tanja er í raun úr leik á mótinu eftir fyrstu grein því hún náði ekki að klára hana og situr eftir stigalaus á botninum. Katrín Tanja hefur talað um það að hún hafi áður verið hrædd við að synda í opnum sjó og það var nóg af slíku í þessari fyrstu skrein á mótinu. Íslensku keppendurnir á DubaiCrossFitChampionship í ár eru Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Mótið stendur yfir frá 11. til 14. desember og lýkur því á laugardaginn. Keppni tafðist aðeins í morgun vegna slæms veðurs en mikil rigningarskúr gekk þá yfir Dúbaí. Æfingin snerist um að lyfta þungum sandpokum og synda síðan 150 metra sjósund á eftir. Hver íþróttamaður þurfti að fara í gegnum þrjár umferðir. Fyrst að lyfta tuttugu sandpokum, þá tíu sandpokum og loks fimm sandpokum. Eftir hverja sandpokatörn beið síðan 150 metra sjósund og því þurfti að synda alls 450 metra í sjónum. Sara Sigmundsdóttir endaði í 3. til 7. sæti og fékk því 90 stig fyrir þessa fyrstu grein. Svíinn Emma Tall vann hana og Daninn JulieHougard varð önnur. Oddrún Eik Gylfadóttir varð áttunda í þessari fyrstu grein á mótinu. Aðeins Emma og Julie náðu að klára þessar þrjár umferðir. Björgvin Karl Guðmundsson kom þriðji í mark hjá körlunum en efstu tveir menn voru Finninn JonneKoski og Kanadamaðurinn öflugi BrentFikowski. Björgvin Karl fékk því 90 stig. Aðeins Koski og Fikowski náðu að klára allar þrjá umferðirnar.
CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira