Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2019 14:35 Steingrímur hvessti sig þegar hann sagði að slíkt yrði ekki liðið að þingmenn gripu frammí fyrir forseta sínum. Mikill hiti var í umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi nú fyrir stundu. Voru þingmenn stjórnarandstöðunnar afar ósáttir við framgöngu forseta þingsins, Steingríms J. Sigfússonar. Einkum töldu Píratar á sig halla af hálfu forseta. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði: „Ég kom hér í ræðustól áðan til að mótmæla því að mál væru hér sett á dagskrá. Um leið og ég minntist á málið fór forseti að berja á bjölluna. Mér finnst það óþolandi, herra forseti. Ég hlýt að geta mótmælt því að eitthvað sé sett á dagskrá og nefnt málið sem ég er að tala um, herra forseti. Mér finnst þetta óþolandi. Ég vil bara fá að klára mína ræðu. Ég misnota ekkert þennan lið. Og er bara að tala um dagskrá dagsins í dag. Þetta mál finnst mér ótækt að setja á dagskrá vegna þess að þetta kirkjujarðasamkomulagsbix sem heldur hér áfram fær enga almennilega þinglega meðferð,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Og að það ætti að nota jólin sem tilfinningalega kúgun til að þjóna hagsmunum Þjóðkirkjunnar. Klippa: Steingrímur J. hvessir sig Steingrímur sagði Helga vera kominn efnislega í umræðu um málið undir dagskrárliðnum „um fundarstjórn forseta“ og fyrir því væru 40 vitni. „Víst,“ sagði Steingrímur við frammíkalli Helga. „Eitt verður ekki liðið. Að þingmenn grípi frammí fyrir forseta sínum,“ hrópaði Steingrímur úr sæti forseta. „Og þessum fundi verður slitið ef menn ætla að halda slíku áfram.“ Steingrímur sagði ævaforna hefð fyrir því að málum væri ekki grautað saman með þeim hætti. Helga var heitt í hamsi sem og Halldóru Mogensen, einnig þingmanni Pírata, sem steig einnig í pontu og velti því upp hvort Steingrímur hreinlega mismunaði þingmönnum því hann hamaðist á bjöllunni ætíð þegar þeir hefðu orðið. Hún spurði hvað það væri sem mætti ræða í pontu. „Þegar þingmaður Pírata vildi ræða hvaða mál er verið að setja á dagskrá. Og færir rök fyrir því. Þá finnur forseti hjá sér þörf til að trufla þingmanninn. Og þetta gerist svakalega oft. Ég bið hæstvirtan forseta að skoða það hversu oft hann er raunverulega að trufla þingmenn Pírata í sínum ræðum hérna í þessari pontu. Vegna þess að mér þykir það gerast óþarflega oft miðað við hvernig tekið er á öðrum þingmönnum hér í þessum þingsal.“ Alþingi Píratar Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Mikill hiti var í umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi nú fyrir stundu. Voru þingmenn stjórnarandstöðunnar afar ósáttir við framgöngu forseta þingsins, Steingríms J. Sigfússonar. Einkum töldu Píratar á sig halla af hálfu forseta. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði: „Ég kom hér í ræðustól áðan til að mótmæla því að mál væru hér sett á dagskrá. Um leið og ég minntist á málið fór forseti að berja á bjölluna. Mér finnst það óþolandi, herra forseti. Ég hlýt að geta mótmælt því að eitthvað sé sett á dagskrá og nefnt málið sem ég er að tala um, herra forseti. Mér finnst þetta óþolandi. Ég vil bara fá að klára mína ræðu. Ég misnota ekkert þennan lið. Og er bara að tala um dagskrá dagsins í dag. Þetta mál finnst mér ótækt að setja á dagskrá vegna þess að þetta kirkjujarðasamkomulagsbix sem heldur hér áfram fær enga almennilega þinglega meðferð,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Og að það ætti að nota jólin sem tilfinningalega kúgun til að þjóna hagsmunum Þjóðkirkjunnar. Klippa: Steingrímur J. hvessir sig Steingrímur sagði Helga vera kominn efnislega í umræðu um málið undir dagskrárliðnum „um fundarstjórn forseta“ og fyrir því væru 40 vitni. „Víst,“ sagði Steingrímur við frammíkalli Helga. „Eitt verður ekki liðið. Að þingmenn grípi frammí fyrir forseta sínum,“ hrópaði Steingrímur úr sæti forseta. „Og þessum fundi verður slitið ef menn ætla að halda slíku áfram.“ Steingrímur sagði ævaforna hefð fyrir því að málum væri ekki grautað saman með þeim hætti. Helga var heitt í hamsi sem og Halldóru Mogensen, einnig þingmanni Pírata, sem steig einnig í pontu og velti því upp hvort Steingrímur hreinlega mismunaði þingmönnum því hann hamaðist á bjöllunni ætíð þegar þeir hefðu orðið. Hún spurði hvað það væri sem mætti ræða í pontu. „Þegar þingmaður Pírata vildi ræða hvaða mál er verið að setja á dagskrá. Og færir rök fyrir því. Þá finnur forseti hjá sér þörf til að trufla þingmanninn. Og þetta gerist svakalega oft. Ég bið hæstvirtan forseta að skoða það hversu oft hann er raunverulega að trufla þingmenn Pírata í sínum ræðum hérna í þessari pontu. Vegna þess að mér þykir það gerast óþarflega oft miðað við hvernig tekið er á öðrum þingmönnum hér í þessum þingsal.“
Alþingi Píratar Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum