Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um mál lektors Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2019 18:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kemur ekki til með að tjá sig um rannsókn lögreglu eða gagnrýni á starfshætti lögreglu í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lektors, sem sakaður er um líkamsárás, kynferðisbrot og frelsisskerðingu gegn þremur konum. Þetta kemur fram á vef mbl.„Ég mun ekki tjá mig núna um viðbrögð lögreglu í þessu máli. Rannsókn er á viðkvæmu stigi og ég treysti því að faglega sé unnið af hálfu lögreglunnar,“ segir ráðherrann í skriflegu svari til fréttastofu mbl. Lögregla hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir starfshætti sína í málinu, en réttargæslumenn tveggja kvenna sem lagt hafa fram kærur á hendur Kristjáni telja hann hafa fengið sérmeðferð hjá lögreglu, og það hafi helgast af stöðu hans sem lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Þá hefur faðir konu sem Kristján er sakaður um að hafa brotið gegn einnig gagnrýnt vinnubrögð lögreglu.Sjá einnig: Faðir ósáttur við vinnubrögð lögreglu í máli lektors við HÍ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi fyrr í dag frá sér tilkynningu þar sem fram kom að farið hefði verið yfir upptökur af vettvangi handtöku Kristjáns. Þar segir jafnframt að við yfirferð á upptökum hafi ekkert aðfinnsluvert komið í ljós. Gögnin verða engu að síður send til Nefndar um eftirlit með lögreglu, auk þess sem óháður aðili mun fara yfir allar upptökur og gögn, að því er fram kemur í tilkynningunni. Kristján Gunnar var á jóladag úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag, en lögreglan hefur farið fram á áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari sem fer með gæsluvarðhaldskröfuna hefur tekið sér frest til morgundagsins til að ákvarða í málinu. Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04 Dómarinn tekur sér sólarhrings umhugsunarfrest Dómari ákvað að taka sér sólarhrings umhugsunarfrest til að ákveða hvort gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari veðri framlengt. 29. desember 2019 15:15 Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 29. desember 2019 13:13 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kemur ekki til með að tjá sig um rannsókn lögreglu eða gagnrýni á starfshætti lögreglu í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lektors, sem sakaður er um líkamsárás, kynferðisbrot og frelsisskerðingu gegn þremur konum. Þetta kemur fram á vef mbl.„Ég mun ekki tjá mig núna um viðbrögð lögreglu í þessu máli. Rannsókn er á viðkvæmu stigi og ég treysti því að faglega sé unnið af hálfu lögreglunnar,“ segir ráðherrann í skriflegu svari til fréttastofu mbl. Lögregla hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir starfshætti sína í málinu, en réttargæslumenn tveggja kvenna sem lagt hafa fram kærur á hendur Kristjáni telja hann hafa fengið sérmeðferð hjá lögreglu, og það hafi helgast af stöðu hans sem lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Þá hefur faðir konu sem Kristján er sakaður um að hafa brotið gegn einnig gagnrýnt vinnubrögð lögreglu.Sjá einnig: Faðir ósáttur við vinnubrögð lögreglu í máli lektors við HÍ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi fyrr í dag frá sér tilkynningu þar sem fram kom að farið hefði verið yfir upptökur af vettvangi handtöku Kristjáns. Þar segir jafnframt að við yfirferð á upptökum hafi ekkert aðfinnsluvert komið í ljós. Gögnin verða engu að síður send til Nefndar um eftirlit með lögreglu, auk þess sem óháður aðili mun fara yfir allar upptökur og gögn, að því er fram kemur í tilkynningunni. Kristján Gunnar var á jóladag úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag, en lögreglan hefur farið fram á áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari sem fer með gæsluvarðhaldskröfuna hefur tekið sér frest til morgundagsins til að ákvarða í málinu.
Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04 Dómarinn tekur sér sólarhrings umhugsunarfrest Dómari ákvað að taka sér sólarhrings umhugsunarfrest til að ákveða hvort gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari veðri framlengt. 29. desember 2019 15:15 Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 29. desember 2019 13:13 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04
Dómarinn tekur sér sólarhrings umhugsunarfrest Dómari ákvað að taka sér sólarhrings umhugsunarfrest til að ákveða hvort gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari veðri framlengt. 29. desember 2019 15:15
Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 29. desember 2019 13:13