Lögmaður fórnarlamba Weinstein fær hærri greiðslu en fórnarlömbin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2019 14:43 Weinstein á leið út úr dómshúsi í New York borg. getty/Scott Heins Lögmaður meintra fórnarlamba Harvey Weinstein gæti fengið allt að tíu sinnum hærri greiðslu en fórnarlömbin sjálf ef að umdeilt samkomulag um sáttagreiðslur verður samþykkt. Þetta kemur fram hjá fréttastofu Guardian. Í síðustu viku var greint frá því að þær rúmlega þrjátíu leikkonur og fyrrverandi samstarfskonur Weinstein munu deila með sér 25 milljónum Bandaríkjadala samkvæmt samningnum. Weinstein hefur ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Hann hefur neitað sök en gæti átt yfir sér lífstíðarfangelsi. Samningurinn hefur verið harðlega gagnrýndur bæði af lögmönnum og sumum kvennanna sem kærðu hann. Einhverjar þeirra íhuga það að afþakka samninginn en meira en tveggja ára vinna og samningagerð er að baki samningnum. Elizabeth Fegan, aðallögmaður kvennanna, gæti fengið allt að 25% heildargreiðslunnar ef samningurinn er samþykktur segja lögspekingar. Þá hafa þeir bent á að greiðslan til Fegan gæti verið allt að tíu sinnum hærri en til hvers og eins fórnarlambs, sérstaklega ef fleiri konur bætast í hóp kærenda og minnka þar með greiðslu sem hver og ein fær. Douglas Widgor, lögmaður tveggja kvennanna sem eru mótfallnar samkomulaginu, segir þetta eina ástæðuna fyrir því að hann hefur barist gegn þessu samkomulagi. Hann sagði að greiðsla Fegan gæti orðið töluvert hærri en tíu sinnum greiðsla til kvennanna. „Það lítur út fyrir að hún. Samningurinn sem lagður hefur verið til hljóðar upp á 47 milljónir dala, sem samsvarar rúmum 5,7 milljörðum íslenskra króna, og á meðal annars að borga niður skuldir fyrirtækis Weinstein. Af þessari upphæð myndu 6,2 milljónir dala, eða 755 milljónir króna, fara til átján kærenda sem kærðu í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Um 18,5 milljónir dala, um 2,2 milljarðar króna, myndu fara í greiðslu til þeirra sem taka þátt í hópmálsókninni og er búist við að fleiri bætist við í hóp þeirra kærenda. John Clune lögmaður sem hefur verið ráðgjafi nokkurra kvennanna sem eru ósáttar með samningsskilyrðin, sagði að það væri alls ekki sanngjarnt að lögmaðurinn fengi meira en skjólstæðingar hans. Hollywood Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56 Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30 Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Tveimur konum var vísað af viðburðinum og gestir bauluðu á aðra eftir að þær vöktu athygli á að Weinstein væri á meðal gesta. 25. október 2019 12:51 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Lögmaður meintra fórnarlamba Harvey Weinstein gæti fengið allt að tíu sinnum hærri greiðslu en fórnarlömbin sjálf ef að umdeilt samkomulag um sáttagreiðslur verður samþykkt. Þetta kemur fram hjá fréttastofu Guardian. Í síðustu viku var greint frá því að þær rúmlega þrjátíu leikkonur og fyrrverandi samstarfskonur Weinstein munu deila með sér 25 milljónum Bandaríkjadala samkvæmt samningnum. Weinstein hefur ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Hann hefur neitað sök en gæti átt yfir sér lífstíðarfangelsi. Samningurinn hefur verið harðlega gagnrýndur bæði af lögmönnum og sumum kvennanna sem kærðu hann. Einhverjar þeirra íhuga það að afþakka samninginn en meira en tveggja ára vinna og samningagerð er að baki samningnum. Elizabeth Fegan, aðallögmaður kvennanna, gæti fengið allt að 25% heildargreiðslunnar ef samningurinn er samþykktur segja lögspekingar. Þá hafa þeir bent á að greiðslan til Fegan gæti verið allt að tíu sinnum hærri en til hvers og eins fórnarlambs, sérstaklega ef fleiri konur bætast í hóp kærenda og minnka þar með greiðslu sem hver og ein fær. Douglas Widgor, lögmaður tveggja kvennanna sem eru mótfallnar samkomulaginu, segir þetta eina ástæðuna fyrir því að hann hefur barist gegn þessu samkomulagi. Hann sagði að greiðsla Fegan gæti orðið töluvert hærri en tíu sinnum greiðsla til kvennanna. „Það lítur út fyrir að hún. Samningurinn sem lagður hefur verið til hljóðar upp á 47 milljónir dala, sem samsvarar rúmum 5,7 milljörðum íslenskra króna, og á meðal annars að borga niður skuldir fyrirtækis Weinstein. Af þessari upphæð myndu 6,2 milljónir dala, eða 755 milljónir króna, fara til átján kærenda sem kærðu í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Um 18,5 milljónir dala, um 2,2 milljarðar króna, myndu fara í greiðslu til þeirra sem taka þátt í hópmálsókninni og er búist við að fleiri bætist við í hóp þeirra kærenda. John Clune lögmaður sem hefur verið ráðgjafi nokkurra kvennanna sem eru ósáttar með samningsskilyrðin, sagði að það væri alls ekki sanngjarnt að lögmaðurinn fengi meira en skjólstæðingar hans.
Hollywood Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56 Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30 Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Tveimur konum var vísað af viðburðinum og gestir bauluðu á aðra eftir að þær vöktu athygli á að Weinstein væri á meðal gesta. 25. október 2019 12:51 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56
Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30
Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Tveimur konum var vísað af viðburðinum og gestir bauluðu á aðra eftir að þær vöktu athygli á að Weinstein væri á meðal gesta. 25. október 2019 12:51